Stormur og mikil snjóflóðahætta Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:51 Það mun einna helst snjóa á norðan- og austanverðu landinu í dag. Vísir/Vilhelm Veðrið verður ekki kræsilegt á landinu í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s í öllum landshlutum. Því mun fylgja snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu og slydda austast en þó gæti haldist nokkuð þurrt, og jafnvel bjart, sunnanlands. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austurland og Suðausturland.Eftir því sem líður á daginn mun þó draga úr vindstyrknum, einna síðast suðaustanlands þar sem búast má við að verði bálhvasst undir Vatnajökli með kröftugum hviðum, einkum frá Öræfum að Hamarsfirði. Þar fer ekki að lægja fyrr en seint í nótt að sögn Veðurstofunnar. Hitinn í dag verður nálægt frostmarki. Það mun svo lægja um allt land á morgun og kólna nokkuð skarpt, með stöku él norðaustantil en svo styttir upp þegar líður á kvöldið. Gert er svo ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á föstudag með úrkomu sunnan- og austantil og dregur úr frosti.Rautt viðvörunarstigMikil snjóflóðahætta er nú á Austfjörðum, að mati Veðurstofunnar, og er rautt viðvörunarstig í gildi fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir norðaustan og norðan hvassviðri á svæðinu í dag með mikilli snjókomu og má búast við að snjóflóðahætta til fjalla aukist hratt í dag á meðan veðrið gengur yfir. Þannig geti snjóflóð fallið víða í bröttum brekkum. Þá er sögð töluverð snjóflóðahætta á Tröllaskaga, eða í nágrenni Siglufjarðar, og á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar hafa nokkur allstór flóð líka fallið að undanförnu á suðurfjörðunum, nánar tiltekið í Patreksfirði. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða hvar snjóflóð kunna að hafa fallið í nótt, en það skýrist væntanlega í birtingu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á föstudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina.Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark.Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt og stöku él fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnar í veðri. Veður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Veðrið verður ekki kræsilegt á landinu í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s í öllum landshlutum. Því mun fylgja snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu og slydda austast en þó gæti haldist nokkuð þurrt, og jafnvel bjart, sunnanlands. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austurland og Suðausturland.Eftir því sem líður á daginn mun þó draga úr vindstyrknum, einna síðast suðaustanlands þar sem búast má við að verði bálhvasst undir Vatnajökli með kröftugum hviðum, einkum frá Öræfum að Hamarsfirði. Þar fer ekki að lægja fyrr en seint í nótt að sögn Veðurstofunnar. Hitinn í dag verður nálægt frostmarki. Það mun svo lægja um allt land á morgun og kólna nokkuð skarpt, með stöku él norðaustantil en svo styttir upp þegar líður á kvöldið. Gert er svo ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á föstudag með úrkomu sunnan- og austantil og dregur úr frosti.Rautt viðvörunarstigMikil snjóflóðahætta er nú á Austfjörðum, að mati Veðurstofunnar, og er rautt viðvörunarstig í gildi fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir norðaustan og norðan hvassviðri á svæðinu í dag með mikilli snjókomu og má búast við að snjóflóðahætta til fjalla aukist hratt í dag á meðan veðrið gengur yfir. Þannig geti snjóflóð fallið víða í bröttum brekkum. Þá er sögð töluverð snjóflóðahætta á Tröllaskaga, eða í nágrenni Siglufjarðar, og á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar hafa nokkur allstór flóð líka fallið að undanförnu á suðurfjörðunum, nánar tiltekið í Patreksfirði. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða hvar snjóflóð kunna að hafa fallið í nótt, en það skýrist væntanlega í birtingu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á föstudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina.Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark.Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt og stöku él fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnar í veðri.
Veður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira