Taconic Capital bætti við sig í Glitni HoldCo Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Daglegum rekstri Glitnis HoldCo lýkur um mánaðamótin. Vísir/Heiða Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem á tíu prósenta hlut í Arion banka, og vogunarsjóður í eigu auðjöfursins George Soros bættu umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Eignarhlutur sjóðsins TCA Opportunity Investments, sem er í stýringu Taconic Capital, fór úr 13,4 prósentum í 17,7 prósent í fyrra og er sjóðurinn áfram stærsti hluthafi – og þar með skuldabréfaeigandi – Glitnis. Annar sjóður í stýringu Taconic er jafnframt tíundi stærsti hluthafi félagsins með 2,3 prósenta hlut, samkvæmt ársreikningi Glitnis fyrir síðasta ár. Útibú Deutsche Bank í Lundúnum er skráð sem næststærsti hluthafi Glitnis með 17,5 prósenta hlut. Bankinn er þó ekki raunverulegur eigandi hlutarins heldur fer aðeins með vörslu hans fyrir alþjóðlega sjóði. Félag á vegum Quantum Partners, vogunarsjóðs George Soros, er þriðji stærsti hluthafinn en félagið fór með 14,1 prósents hlut í lok síðasta árs borið saman við 5,6 prósent í árslok 2016. Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Glitnir greiddi í fyrra 174,5 milljónir evra til hluthafa en greiðslurnar nema samtals 1.329 milljónum evra á síðustu tveimur árum. Hefur félagið þannig selt nánast allar sínar eignir, en um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum. Af þeim sökum verður daglegum rekstri Glitnis hætt um mánaðamótin. Hefur verið samið um starfslok við alla starfsmenn en samkomulagið felur í sér að þeir verði félaginu innan handar næstu sex mánuði gerist þess þörf. Þá eignaðist stórbankinn Morgan Stanley 8,2 prósenta hlut í Glitni í fyrra og varð þannig fjórði stærsti hluthafi félagsins. Breski bankinn Barclays fer með 8,1 prósents hlut og Burlington Loan Management, sem er írskt skúffufélag í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, með 6,4 prósenta hlut. Síðastnefndi sjóðurinn er jafnframt stærsti eigandi Klakka, sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Glitni, og þá var hann sem kunnugt er einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna.200 milljónir til stjórnarmanna og forstjóra Fram kemur í ársreikningi Glitnis HoldCo að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjórans Ingólfs Haukssonar hafi verið samtals 1,6 milljónir evra, sem jafngildir um 201 milljón króna, á síðasta ári. Til samanburðar var fjárhæðin 1,9 milljónir evra árið 2016. Aðalfundur Glitnis fer fram 30. janúar en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn er lagt til að þóknun almennra stjórnarmanna, Danans Steen Parsholt og Norðmannsins Tom Grøndahl, verði 20 þúsund evrur á þessu ári og að stjórnarformaðurinn, Bretinn Mike Wheeler, fái 30 þúsund evrur. Auk þess er lagt til að stjórnarmennirnir fái sérstaklega greitt þurfi þeir að starfa í meira en fimm vinnudaga á árinu fyrir Glitni. Yrði þá þóknunin 5 þúsund evrur á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem á tíu prósenta hlut í Arion banka, og vogunarsjóður í eigu auðjöfursins George Soros bættu umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Eignarhlutur sjóðsins TCA Opportunity Investments, sem er í stýringu Taconic Capital, fór úr 13,4 prósentum í 17,7 prósent í fyrra og er sjóðurinn áfram stærsti hluthafi – og þar með skuldabréfaeigandi – Glitnis. Annar sjóður í stýringu Taconic er jafnframt tíundi stærsti hluthafi félagsins með 2,3 prósenta hlut, samkvæmt ársreikningi Glitnis fyrir síðasta ár. Útibú Deutsche Bank í Lundúnum er skráð sem næststærsti hluthafi Glitnis með 17,5 prósenta hlut. Bankinn er þó ekki raunverulegur eigandi hlutarins heldur fer aðeins með vörslu hans fyrir alþjóðlega sjóði. Félag á vegum Quantum Partners, vogunarsjóðs George Soros, er þriðji stærsti hluthafinn en félagið fór með 14,1 prósents hlut í lok síðasta árs borið saman við 5,6 prósent í árslok 2016. Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Glitnir greiddi í fyrra 174,5 milljónir evra til hluthafa en greiðslurnar nema samtals 1.329 milljónum evra á síðustu tveimur árum. Hefur félagið þannig selt nánast allar sínar eignir, en um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum. Af þeim sökum verður daglegum rekstri Glitnis hætt um mánaðamótin. Hefur verið samið um starfslok við alla starfsmenn en samkomulagið felur í sér að þeir verði félaginu innan handar næstu sex mánuði gerist þess þörf. Þá eignaðist stórbankinn Morgan Stanley 8,2 prósenta hlut í Glitni í fyrra og varð þannig fjórði stærsti hluthafi félagsins. Breski bankinn Barclays fer með 8,1 prósents hlut og Burlington Loan Management, sem er írskt skúffufélag í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, með 6,4 prósenta hlut. Síðastnefndi sjóðurinn er jafnframt stærsti eigandi Klakka, sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Glitni, og þá var hann sem kunnugt er einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna.200 milljónir til stjórnarmanna og forstjóra Fram kemur í ársreikningi Glitnis HoldCo að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjórans Ingólfs Haukssonar hafi verið samtals 1,6 milljónir evra, sem jafngildir um 201 milljón króna, á síðasta ári. Til samanburðar var fjárhæðin 1,9 milljónir evra árið 2016. Aðalfundur Glitnis fer fram 30. janúar en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn er lagt til að þóknun almennra stjórnarmanna, Danans Steen Parsholt og Norðmannsins Tom Grøndahl, verði 20 þúsund evrur á þessu ári og að stjórnarformaðurinn, Bretinn Mike Wheeler, fái 30 þúsund evrur. Auk þess er lagt til að stjórnarmennirnir fái sérstaklega greitt þurfi þeir að starfa í meira en fimm vinnudaga á árinu fyrir Glitni. Yrði þá þóknunin 5 þúsund evrur á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira