Ótækt að vald ráðherra sé bara formlegt ef ábyrgðin er hans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Mat hæfnisnefndarinnar við skipun Landsréttar var töluvert til umræðu á málþinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ráðherra ber ábyrgð á skipun dómara samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar og af þeim sökum verður ráðherra að hafa eitthvert svigrúm til mats,“ sagði lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson á málþingi um fyrirkomulag dómaraskipana hér á landi sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Haukur var annar framsögumanna málþingsins en hinn var Jakob Möller, lögmaður og settur formaður matsnefndar um hæfni umsækjanda um embætti héraðsdómara. Vinna nefndarinnar hefur verið talsvert í umræðunni frá lokum síðasta árs. Jakob og settur dómsmálaráðherra í málinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, munnhjuggust nokkuð áður en Guðlaugur féllst á tillögur nefndarinnar. Jakob sagði að áður en nefndinni var komið á fót hefðu dómsmálaráðherrar þessa lands sýnt að þeim væri ekki treystandi til að fara með skipunarvaldið. Flokksskírteini hefðu iðulega verið látin ráða för við skipan dómara. Að mati Jakobs er skipunarvald dómsmálaráðherra nú aðeins formlegs eðlis. Haukur Örn Birgisson, lögmaður.VÍSIR/STEFÁN Haukur sagði hins vegar að störf dómnefndarinnar væru ekki hafin yfir vafa. Í máli sínu benti hann meðal annars á misræmi í máli Gunnlaugs Claessen, formanns nefndarinnar við skipan landsréttardómara, og vísaði þar til framburðar hans fyrir dómi. Þegar Gunnlaugur var spurður út í það hví ráðherra hefði ekki fengið lista með fleiri nöfnum en fimmtán, en fimmtán embætti dómara voru laus, sagði Gunnlaugur að með því gæti ráðherra gengið fram hjá þeim hæfasta á kostnað einhvers óhæfari. Samt hefði nefndinni ekki þótt ástæða til að skipa hina hæfustu í röð innbyrðis. Þá hefði Gunnlaugur fyrir dómi viðurkennt að matið, og fyrri möt, hefði verið ónákvæmt að hluta. „Í umræðunni virðast margir hafa gengið út frá því að nefndinni geti ekki skeikað en það getur ekki verið svo,“ sagði Haukur. Í dæmaskyni notaðist hann við Excel-skjal landsréttarnefndarinnar og prófaði meðal annars að hækka einn umsækjanda um hálfan í matsliðnum Reynsla af dómarastörfum. Við það hoppaði umsækjandinn úr sextánda sæti í það þrettánda. Benti hann síðan á að það væri nefndin sjálf sem ákvæði vægi einstakra matsþátta. „Hvernig stendur á því [að fjöldi hinna hæfustu er ávallt jafn fjölda umsækjenda]? Jú, að mínu viti er það út af því að þetta ágæta fólk sem situr í þessum nefndum, það vill sjálft ráða því hverjir verði skipaðir dómarar,“ sagði Haukur. „Hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að annar aðili eigi að ákveða þetta á meðan ráðherra ber ábyrgðina?“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
„Ráðherra ber ábyrgð á skipun dómara samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar og af þeim sökum verður ráðherra að hafa eitthvert svigrúm til mats,“ sagði lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson á málþingi um fyrirkomulag dómaraskipana hér á landi sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Haukur var annar framsögumanna málþingsins en hinn var Jakob Möller, lögmaður og settur formaður matsnefndar um hæfni umsækjanda um embætti héraðsdómara. Vinna nefndarinnar hefur verið talsvert í umræðunni frá lokum síðasta árs. Jakob og settur dómsmálaráðherra í málinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, munnhjuggust nokkuð áður en Guðlaugur féllst á tillögur nefndarinnar. Jakob sagði að áður en nefndinni var komið á fót hefðu dómsmálaráðherrar þessa lands sýnt að þeim væri ekki treystandi til að fara með skipunarvaldið. Flokksskírteini hefðu iðulega verið látin ráða för við skipan dómara. Að mati Jakobs er skipunarvald dómsmálaráðherra nú aðeins formlegs eðlis. Haukur Örn Birgisson, lögmaður.VÍSIR/STEFÁN Haukur sagði hins vegar að störf dómnefndarinnar væru ekki hafin yfir vafa. Í máli sínu benti hann meðal annars á misræmi í máli Gunnlaugs Claessen, formanns nefndarinnar við skipan landsréttardómara, og vísaði þar til framburðar hans fyrir dómi. Þegar Gunnlaugur var spurður út í það hví ráðherra hefði ekki fengið lista með fleiri nöfnum en fimmtán, en fimmtán embætti dómara voru laus, sagði Gunnlaugur að með því gæti ráðherra gengið fram hjá þeim hæfasta á kostnað einhvers óhæfari. Samt hefði nefndinni ekki þótt ástæða til að skipa hina hæfustu í röð innbyrðis. Þá hefði Gunnlaugur fyrir dómi viðurkennt að matið, og fyrri möt, hefði verið ónákvæmt að hluta. „Í umræðunni virðast margir hafa gengið út frá því að nefndinni geti ekki skeikað en það getur ekki verið svo,“ sagði Haukur. Í dæmaskyni notaðist hann við Excel-skjal landsréttarnefndarinnar og prófaði meðal annars að hækka einn umsækjanda um hálfan í matsliðnum Reynsla af dómarastörfum. Við það hoppaði umsækjandinn úr sextánda sæti í það þrettánda. Benti hann síðan á að það væri nefndin sjálf sem ákvæði vægi einstakra matsþátta. „Hvernig stendur á því [að fjöldi hinna hæfustu er ávallt jafn fjölda umsækjenda]? Jú, að mínu viti er það út af því að þetta ágæta fólk sem situr í þessum nefndum, það vill sjálft ráða því hverjir verði skipaðir dómarar,“ sagði Haukur. „Hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að annar aðili eigi að ákveða þetta á meðan ráðherra ber ábyrgðina?“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira