Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 23:04 Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. Verjandi mannsins segir árásina hafa verið með öllu tilefnislausa. Árásin átti sér stað í útivistartíma fanga og mun hún hafa verið einstaklega hrottaleg. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og hefur meðal annars myndbandsupptökur úr fangelsinu til skoðunar. Fanginn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður en hann er með brotnar tennur og illa marinn. Árásarþolinn er ungur hælisleitandi sem sat inni á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Hann er fyrrum skjólstæðingur hjá Rauða krossinum en hann kom hingað til lands haustið 2016. Svo virðist sem árásin í gær sé ekki sú fyrsta sem maðurinn hefur orðið fyrir. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Veistu hvort hann er ennþá á Litla Hrauni? „Nei, mér skilst að hann hafi verið fluttur á Hólmsheiði.“ Guðríður þekkir ekki öll atvik málsins en segir ljóst að það þurfi að líta alvarlegum augum. „Mér skilst að hann hafi borið það fyrir sig þegar hann óskaði eftir að vera fluttur að ástæða síðustu árásar hafi verið kynþáttahatur.“ Í sama streng tekur Lilja Olsen, verjandi mannsins, en í samtali við fréttastofu segir hún árásina vera algjörlega tilefnislausa og byggi að öllum líkindum á kynþáttahatri og einelti. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt og mjög sorglegt atvik. Það verður að sjálfsögðu að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona geti gerst.“ Flóttamenn Lögreglumál Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. Verjandi mannsins segir árásina hafa verið með öllu tilefnislausa. Árásin átti sér stað í útivistartíma fanga og mun hún hafa verið einstaklega hrottaleg. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og hefur meðal annars myndbandsupptökur úr fangelsinu til skoðunar. Fanginn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður en hann er með brotnar tennur og illa marinn. Árásarþolinn er ungur hælisleitandi sem sat inni á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Hann er fyrrum skjólstæðingur hjá Rauða krossinum en hann kom hingað til lands haustið 2016. Svo virðist sem árásin í gær sé ekki sú fyrsta sem maðurinn hefur orðið fyrir. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Veistu hvort hann er ennþá á Litla Hrauni? „Nei, mér skilst að hann hafi verið fluttur á Hólmsheiði.“ Guðríður þekkir ekki öll atvik málsins en segir ljóst að það þurfi að líta alvarlegum augum. „Mér skilst að hann hafi borið það fyrir sig þegar hann óskaði eftir að vera fluttur að ástæða síðustu árásar hafi verið kynþáttahatur.“ Í sama streng tekur Lilja Olsen, verjandi mannsins, en í samtali við fréttastofu segir hún árásina vera algjörlega tilefnislausa og byggi að öllum líkindum á kynþáttahatri og einelti. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt og mjög sorglegt atvik. Það verður að sjálfsögðu að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona geti gerst.“
Flóttamenn Lögreglumál Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20