Leikskólamál eru réttlætismál Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2018 13:51 Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum. Sem starfsmaður á einum af leikskólum borgarinnar til margra ára hef ég bæði áhuga og þekkingu á málefninu og ætla því að leggja orð í belg. Nær öll börn sem búa á Íslandi sækja leikskóla og hvergi í veröldinni dvelja þau lengur á leikskólunum en hér, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að Ísland er það sem kalla má alvinnusamfélag: Næstum allt fullorðið fólk er í fullri vinnu, flest fram á gamals aldur. Samkvæmt skýrslu OECD um leikskólamál frá árinu 2017 eyðir starfsfólk íslensku leikskólanna líka mestum tíma í starfi með börnunum, samanborið við önnur lönd sem skoðuð voru. En þrátt fyrir þessar staðreyndir; að börnin okkar eyði svo miklum tíma á leikskólunum og með starfsfólki þar og að þessi mikla viðvera hafi mótandi áhrif á allt þeirra líf, hefur enginn flokkur eða stjórnmálahreyfing í Reykjavík sýnt vilja til að gerast talsmaður þessara hópa. Í stað þess að gera allt sem þarf til að gæta að hagsmunum reykvískra barna hefur grimmilegri niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar verið framfylgt árum saman, sama hverjir fara með völd og sama hverjar afleiðingarnar eru. Með þessu hefur yfirstjórn borgarinnar tekið að sér hlutverk útsendara kapítalistanna; í stað þess að standa með börnum samfélagsins og gera sitt til að vernda þau fyrir afleiðingum manngerðra hörmunga sem alltaf dynja yfir með reglulegu millibili í samfélagi sem er bundið á klafa auðvaldsins er látið eins og ekkert komi til greina annað en svokölluð hagræðing. Skeytingarleysi gagnvart fólki er jú innbyggt í kapítalismann og hjá þeim sem aðhyllast þá hugmyndafræði er sjálfsagt að „hagræða“ í daglegu lífi barna. Sífellt fleirum verður nú ljóst að samfélagsgerð kapítalismans, með öllum sínum árásum á velferðarkerfið í formi sparnaðar og niðurskurðar og svo auðvitað hinni viðbjóðslegu auðsöfnun fárra á kostnað allra annara, er mannfjandsamleg samfélagsgerð. Við þurfum að sammælast um að stíga hið mikilvæga skref; að koma leikskólunum undan hugmyndafræði fíflsins svo að krónu- og aura þráhyggja peningaaðdáenda fái ekki lengur að stýra gæðum í starfi með börnum. Við getum ekki boðið börnum samfélagsins eða okkur sjálfum upp á brútalisma hins kapítalíska kerfis sem stendur á sama um allt, svo lengi sem auðæfi samfélagsins halda áfram að safnast á hendur fárra. Það er eitt helsta réttlætismál samtímans og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg tryggi að öll börn njóti sín í leikskólum borgarinnar við bestu mögulegu aðstæður, að þar eigi þau rólega, þroskandi og áhyggjulausa daga, að þar starfi fjölbreyttur hópur fólks með metnað og áhuga á starfinu, að starfsfólkinu séu greidd mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af, að ströngustu viðhaldskröfum sé fylgt þegar kemur að húsnæði og nægilegt pláss sé til staðar fyrir allt það fjölbreytta mennta og menningarstarf sem unnið er, að ávallt sé í boði nóg af bragðgóðum og næringarríkum mat fyrir alla, að nægilegt fjármagn sé tryggt svo hægt sé að endurnýja leikföng og skólagögn og síðast en ekki síst; að rausnarlega sé úthlutað af fé í sérkennslu og stuðning svo öll þau börn sem eiga rétt á sértækri þjónustu, í öllum leikskólum borgarinnar, fái hana alltaf, án undantekninga. Leikskólar borgarinnar eiga ekki að vera undirseldir „lögmálum“ efnahagsgerðar sem er gjörsamlega ófær um að taka tillit til þarfa barna og rekstur leikskóla er ekki kostnaðarsöm kvöð á borg og sveitarfélög, þvert á móti: Fyrsta flokks leikskóli fyrir öll börn er samfélagslegt réttlætismál, mál sem Reykvíkingar hljóta að geta sameinast um. Höfundur er ófaglærður starfsmaður í leikskóla, ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum. Sem starfsmaður á einum af leikskólum borgarinnar til margra ára hef ég bæði áhuga og þekkingu á málefninu og ætla því að leggja orð í belg. Nær öll börn sem búa á Íslandi sækja leikskóla og hvergi í veröldinni dvelja þau lengur á leikskólunum en hér, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að Ísland er það sem kalla má alvinnusamfélag: Næstum allt fullorðið fólk er í fullri vinnu, flest fram á gamals aldur. Samkvæmt skýrslu OECD um leikskólamál frá árinu 2017 eyðir starfsfólk íslensku leikskólanna líka mestum tíma í starfi með börnunum, samanborið við önnur lönd sem skoðuð voru. En þrátt fyrir þessar staðreyndir; að börnin okkar eyði svo miklum tíma á leikskólunum og með starfsfólki þar og að þessi mikla viðvera hafi mótandi áhrif á allt þeirra líf, hefur enginn flokkur eða stjórnmálahreyfing í Reykjavík sýnt vilja til að gerast talsmaður þessara hópa. Í stað þess að gera allt sem þarf til að gæta að hagsmunum reykvískra barna hefur grimmilegri niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar verið framfylgt árum saman, sama hverjir fara með völd og sama hverjar afleiðingarnar eru. Með þessu hefur yfirstjórn borgarinnar tekið að sér hlutverk útsendara kapítalistanna; í stað þess að standa með börnum samfélagsins og gera sitt til að vernda þau fyrir afleiðingum manngerðra hörmunga sem alltaf dynja yfir með reglulegu millibili í samfélagi sem er bundið á klafa auðvaldsins er látið eins og ekkert komi til greina annað en svokölluð hagræðing. Skeytingarleysi gagnvart fólki er jú innbyggt í kapítalismann og hjá þeim sem aðhyllast þá hugmyndafræði er sjálfsagt að „hagræða“ í daglegu lífi barna. Sífellt fleirum verður nú ljóst að samfélagsgerð kapítalismans, með öllum sínum árásum á velferðarkerfið í formi sparnaðar og niðurskurðar og svo auðvitað hinni viðbjóðslegu auðsöfnun fárra á kostnað allra annara, er mannfjandsamleg samfélagsgerð. Við þurfum að sammælast um að stíga hið mikilvæga skref; að koma leikskólunum undan hugmyndafræði fíflsins svo að krónu- og aura þráhyggja peningaaðdáenda fái ekki lengur að stýra gæðum í starfi með börnum. Við getum ekki boðið börnum samfélagsins eða okkur sjálfum upp á brútalisma hins kapítalíska kerfis sem stendur á sama um allt, svo lengi sem auðæfi samfélagsins halda áfram að safnast á hendur fárra. Það er eitt helsta réttlætismál samtímans og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg tryggi að öll börn njóti sín í leikskólum borgarinnar við bestu mögulegu aðstæður, að þar eigi þau rólega, þroskandi og áhyggjulausa daga, að þar starfi fjölbreyttur hópur fólks með metnað og áhuga á starfinu, að starfsfólkinu séu greidd mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af, að ströngustu viðhaldskröfum sé fylgt þegar kemur að húsnæði og nægilegt pláss sé til staðar fyrir allt það fjölbreytta mennta og menningarstarf sem unnið er, að ávallt sé í boði nóg af bragðgóðum og næringarríkum mat fyrir alla, að nægilegt fjármagn sé tryggt svo hægt sé að endurnýja leikföng og skólagögn og síðast en ekki síst; að rausnarlega sé úthlutað af fé í sérkennslu og stuðning svo öll þau börn sem eiga rétt á sértækri þjónustu, í öllum leikskólum borgarinnar, fái hana alltaf, án undantekninga. Leikskólar borgarinnar eiga ekki að vera undirseldir „lögmálum“ efnahagsgerðar sem er gjörsamlega ófær um að taka tillit til þarfa barna og rekstur leikskóla er ekki kostnaðarsöm kvöð á borg og sveitarfélög, þvert á móti: Fyrsta flokks leikskóli fyrir öll börn er samfélagslegt réttlætismál, mál sem Reykvíkingar hljóta að geta sameinast um. Höfundur er ófaglærður starfsmaður í leikskóla, ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun