Minnka sykur í kóki til að bregðast við offituvandanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð. Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, var haldin í dag undir yfirskriftinni „Ábyrgð er arðsöm". Þar kynnti yfirmaður samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola áform fyrirtækisins um að draga úr sykurnotkun í vörum sínum hér á landi. Hann segir Coca-cola þurfa að axla sína ábyrgð á offituvandanum. „Við erum hluti vandans en það eru margar leiðir til að nálgast sykur og fleiri þættir valda offitu. En við þurfum að vera hluti lausnarinnar og þess vegna erum við að skuldbinda okkur með þessum hætti," segir Per Hynne, yfirmaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola European Partners. Markmiðið er að draga úr heildarsykurnotkun Coca-Cola á Íslandi um 10% fyrir árið 2020 en sykurnotkunin hefur þegar dregist saman um 15% frá árinu 2010. Hinar klassísku vörur Coca-Cola verða áfram eins en til þess að ná markmiðinu verður lögð áhersla á hollari valkosti. „Við munum passa upp á upphaflegu vörurnar til þess að fólk geti ennþá keypt þær. En auk þess að breyta uppskriftum til þess að draga úr sykurmagni ætlum við að fjárfesta meira í kynningu á vörum sem eru sykurlausar og gefa þeim meira vægi," segir Per. Þetta þýðir einnig að nýjar og hollari vörur verða kynntar á næstu misserum. „Förum úr því að einblína bara á gos og yfir í nýjar vörur, það gætu verið mjólkurvörur eða úr plöntum. Það eru að minnsta kosti nýjar vörur á leiðinni," segir Per. Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð. Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, var haldin í dag undir yfirskriftinni „Ábyrgð er arðsöm". Þar kynnti yfirmaður samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola áform fyrirtækisins um að draga úr sykurnotkun í vörum sínum hér á landi. Hann segir Coca-cola þurfa að axla sína ábyrgð á offituvandanum. „Við erum hluti vandans en það eru margar leiðir til að nálgast sykur og fleiri þættir valda offitu. En við þurfum að vera hluti lausnarinnar og þess vegna erum við að skuldbinda okkur með þessum hætti," segir Per Hynne, yfirmaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola European Partners. Markmiðið er að draga úr heildarsykurnotkun Coca-Cola á Íslandi um 10% fyrir árið 2020 en sykurnotkunin hefur þegar dregist saman um 15% frá árinu 2010. Hinar klassísku vörur Coca-Cola verða áfram eins en til þess að ná markmiðinu verður lögð áhersla á hollari valkosti. „Við munum passa upp á upphaflegu vörurnar til þess að fólk geti ennþá keypt þær. En auk þess að breyta uppskriftum til þess að draga úr sykurmagni ætlum við að fjárfesta meira í kynningu á vörum sem eru sykurlausar og gefa þeim meira vægi," segir Per. Þetta þýðir einnig að nýjar og hollari vörur verða kynntar á næstu misserum. „Förum úr því að einblína bara á gos og yfir í nýjar vörur, það gætu verið mjólkurvörur eða úr plöntum. Það eru að minnsta kosti nýjar vörur á leiðinni," segir Per.
Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira