Pynta flóttamenn í Líbíu og krefjast lausnargjalds Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Flóttamenn sæta ómannúðlegri meðferð í Líbýu. Nordicphotos/AFP Fjórir voru handteknir í líbísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frelsaðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Bandaríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu myndböndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsökunar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfirvöld hófu í kjölfar umfjöllunar síðasta árs rannsókn á meintu þrælahaldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukinheldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er miðillinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum Western Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harðlega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“ Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Fjórir voru handteknir í líbísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frelsaðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Bandaríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu myndböndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsökunar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfirvöld hófu í kjölfar umfjöllunar síðasta árs rannsókn á meintu þrælahaldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukinheldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er miðillinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum Western Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harðlega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira