Jómfrú stal stíl forsætisráðherra Þórarinn Þórarinsson skrifar 26. janúar 2018 08:00 Una Hildardóttir, varaþingmaður VG, í pontu Alþingis í gær. Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í peysu sem kom þingheimi kunnuglega fyrir sjónir þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og flokkssystir Unu, hefur staðið í ræðustól í nákvæmlega eins flík. Una segir um tilviljun að ræða og fánalituð peysan sé ekki nýr einkennisbúningur VG á þingi og þær Katrín deili heldur ekki sömu peysunni. „Þetta eru tvær peysur. Þetta er ekki alveg svo gott að ég hafi þurft að fá lánaða peysu hjá Katrínu,“ segir Una sem ákvað fyrir allnokkru að halda sína fyrstu þingræðu í peysunni.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, einnig í peysunni Hilda frá Geysi.vísir/ernir„Ég frétti fyrir áramót að ég myndi fara inn á þing á næstunni. Ég hafði séð þessa peysu í búðarglugga fyrir löngu og ákvað þá að vera í henni þegar ég flytti jómfrúrræðu mína. Þessi jómfrúrræða var mjög góð afsökun til að fara í Geysi og kaupa mér nýja peysu.“ Una segir peysuna síðan hafa hangið og beðið eftir stóra deginum. Í millitíðinni fóru henni að berast myndir af Katrínu í eins peysu, meðal annars frá móður sinni og vinum. „Ég hugsaði mig því vel og lengi um hvort ég ætti að fara og skipta henni og fá nýja en fyrst ég var löngu búin að ákveða þetta lét ég slag standa.“Hér fyrir neðan má horfa á upptöku af ræðu Unu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sjá meira
Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í peysu sem kom þingheimi kunnuglega fyrir sjónir þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og flokkssystir Unu, hefur staðið í ræðustól í nákvæmlega eins flík. Una segir um tilviljun að ræða og fánalituð peysan sé ekki nýr einkennisbúningur VG á þingi og þær Katrín deili heldur ekki sömu peysunni. „Þetta eru tvær peysur. Þetta er ekki alveg svo gott að ég hafi þurft að fá lánaða peysu hjá Katrínu,“ segir Una sem ákvað fyrir allnokkru að halda sína fyrstu þingræðu í peysunni.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, einnig í peysunni Hilda frá Geysi.vísir/ernir„Ég frétti fyrir áramót að ég myndi fara inn á þing á næstunni. Ég hafði séð þessa peysu í búðarglugga fyrir löngu og ákvað þá að vera í henni þegar ég flytti jómfrúrræðu mína. Þessi jómfrúrræða var mjög góð afsökun til að fara í Geysi og kaupa mér nýja peysu.“ Una segir peysuna síðan hafa hangið og beðið eftir stóra deginum. Í millitíðinni fóru henni að berast myndir af Katrínu í eins peysu, meðal annars frá móður sinni og vinum. „Ég hugsaði mig því vel og lengi um hvort ég ætti að fara og skipta henni og fá nýja en fyrst ég var löngu búin að ákveða þetta lét ég slag standa.“Hér fyrir neðan má horfa á upptöku af ræðu Unu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sjá meira