Körfubolti

Westbrook fattaði ekki stafrófið og hélt að hann hefði verið valinn síðastur | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. Vísir/Getty
Stjörnulið NBA-deildarinnar þetta árið voru valin í gær en það voru fyrirliðarnir LeBron James og Stephen Curry sem kusu í lið eins og á skólavellinum í gamla daga.

Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, var valinn í liðið hans LeBron James en þegar að listarnir voru gefnir út í gær var hann neðstur á blaði.

Það var þó ekki vegna þess að hann var valinn síðastur heldur var listinn í stafrófsröð og hann svo óheppinn, eða heppinn, að eftirnafn hans byrjar á W.

„Þetta er kúl. Það er bara gaman að sjá liðin,“ sagði Westbrook við blaðamenn um að vera í liði LeBron eftir sigur OKC í nótt þar sem að hann skoraði 46 stig.

„Ég sá reyndar að ég var valinn síðastur,“ bætti Westbrook við en blaðamannahópurinn var fljótur að útskýra fyrir honum að listinn væri í stafrófsröð.

Westbrook var aðeins létt og kallaði á liðsfélaga sína: „Ég sagði ykkur þetta! Listinn er í stafrófsröð. Auðvitað var ég valinn fyrstur,“ sagði Russell Westbrook.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×