Rússar stofnuðu á annað hundrað Facebook-viðburða fyrir bandarísku forsetakosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. janúar 2018 20:03 Útsendarar rússneskra stjórnvalda greiddu fyrir Facebook-færslur í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Markmiðið var að ala á sundrungu bandarísku þjóðarinnar. Vísir/AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook segir að rússneskir útsendarar hafi stofnað 129 viðburði sem tengdust forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rúmlega sextíu þúsund Bandaríkjamenn boðuðu komu sína á viðburðina. Þetta kom fram í skriflegu svari fyrirtækisins til Bandaríkjaþings frá því fyrr í þessum mánuði. Alls sáu 338.300 bandarískir Facebook-notendur viðburðina. Facebook hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort eitthvað hafi orðið af viðburðunum. CNN-fréttastöðin segist aftur á móti hafa fundið vísbendingar um að Bandaríkjamenn hafi mætt á mótmæli sem rússneskir útsendarar boðuðu til á Facebook. Viðburðirnar snerust sumir um hitamál í bandarísku samfélagi eins og innflytjendamál, samskipti kynþáttanna og fleira, að því er segir í frétt Reuters. Þeim er sagt hafa verið ætlað að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna. Facebook hefur áður sagt að 126 milljónir Bandaríkjamanna gætu hafa séð áróður frá rússneskum útsendurum á síðunni.„Óveruleg“ skörun við auglýsingar Trump-framboðsinsBandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Donald Trump sigur. Facebook sagðist einnig hafa fundið „skörun“ á milli auglýsinga rússneskra útsendara og framboðs Trump en segir hana „óverulega“. Fyrirtækið sé ekki í aðstöðu til að skera úr um hvort að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra. Það er viðfangsefni rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump hefur hafnað því alfarið að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa og kallar rannsóknina „nornaveiðar“. Þrír fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókina. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52 Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook segir að rússneskir útsendarar hafi stofnað 129 viðburði sem tengdust forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rúmlega sextíu þúsund Bandaríkjamenn boðuðu komu sína á viðburðina. Þetta kom fram í skriflegu svari fyrirtækisins til Bandaríkjaþings frá því fyrr í þessum mánuði. Alls sáu 338.300 bandarískir Facebook-notendur viðburðina. Facebook hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort eitthvað hafi orðið af viðburðunum. CNN-fréttastöðin segist aftur á móti hafa fundið vísbendingar um að Bandaríkjamenn hafi mætt á mótmæli sem rússneskir útsendarar boðuðu til á Facebook. Viðburðirnar snerust sumir um hitamál í bandarísku samfélagi eins og innflytjendamál, samskipti kynþáttanna og fleira, að því er segir í frétt Reuters. Þeim er sagt hafa verið ætlað að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna. Facebook hefur áður sagt að 126 milljónir Bandaríkjamanna gætu hafa séð áróður frá rússneskum útsendurum á síðunni.„Óveruleg“ skörun við auglýsingar Trump-framboðsinsBandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Donald Trump sigur. Facebook sagðist einnig hafa fundið „skörun“ á milli auglýsinga rússneskra útsendara og framboðs Trump en segir hana „óverulega“. Fyrirtækið sé ekki í aðstöðu til að skera úr um hvort að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra. Það er viðfangsefni rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump hefur hafnað því alfarið að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa og kallar rannsóknina „nornaveiðar“. Þrír fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókina.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52 Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52
Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52
Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00