Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. janúar 2018 16:28 Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. Vísir/Samsett Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. „Engey er ónotað byggingarland á stærð við Vatnsmýri,“ segir Jón og spyr hvort ekki mætti ganga lengra í landfyllingu við Granda og byggja brú yfir. Í samtali við Vísi segir Jón að hann hafi aldrei skilið af hverju byggð bæði í Engey og Viðey væri aldrei til umræðu. „Ég skil ekki af hverju byggð þarna hefur aldrei komið til tals. Á Norðurlöndunum er yfirleitt blómleg byggð í þessum eyjum fyrir utan borgirnar. Þetta er alveg flennistórt verðmætt byggingarland,“ segir hann.„Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“Að sögn Jóns kom aldrei til tals þegar hann var borgarstjóri að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vera að pæla í einhverju svona á þeim tíma,“ segir hann. „Það fór ofboðslegur tími í að reyna að greiða úr fyrirhuguðum uppbyggingum sem féllu um sjálfar sig við hrunið. Ég hafði ekki þennan tíma sem ég hef núna til að pæla í svona. Mér finnst allt í lagi að ræða þetta. Það er verið að ræða fáránlegri hluti,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þá nefnir hann að stöðugt sé meira um að vera út á Granda. „Grandi er meira og minna landfylling og nú er Grandi meira og meira að verða „happening“ hverfi. Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ spyr Jón.Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey.Vísir/ErnirEngey væri sjálfbært og bíllaust hverfiJón segist ekki hafa skoðað allar hliðar málsins vel en vert sé þó að skoða málið betur. „Ég hef aldrei setið fund um byggð í Engey þannig að það getur vel verið að þarna séu hrygningarstöðvar lúðunnar eða eitthvað svoleiðis. Ég vil alls ekki trufla lúðuna í sínum hrygningum,“ segir hann. Fyrrum borgarstjórinn telur að það verði sífellt verðmætara að hverfi séu bíllaus og að Engey væri tilvalin staðsetning fyrir hverfi sem væri skipulagt með það fyrir augum. „Nú er verið að gera tilraunir í mörgum borgum með sjálfbær og vistvæn hverfi. Væri ekki hægt að byggja hverfi í Engey sem væri bíllaust og fólk færi frá eyjunni gangandi eða hjólandi og endurnýtti allan úrgang?“Kæmi honum ekki á óvart ef Eyþór Arnalds myndi horfa til EngeyjarHugmyndin er ekki ný af nálinni en borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borginni. Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. „Ég held að hann þurfi að horfa út um allt. Eyþór er líka svona kraftmikill maður og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi horfa til Engeyjar,“ segir Jón. Skipulag Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. „Engey er ónotað byggingarland á stærð við Vatnsmýri,“ segir Jón og spyr hvort ekki mætti ganga lengra í landfyllingu við Granda og byggja brú yfir. Í samtali við Vísi segir Jón að hann hafi aldrei skilið af hverju byggð bæði í Engey og Viðey væri aldrei til umræðu. „Ég skil ekki af hverju byggð þarna hefur aldrei komið til tals. Á Norðurlöndunum er yfirleitt blómleg byggð í þessum eyjum fyrir utan borgirnar. Þetta er alveg flennistórt verðmætt byggingarland,“ segir hann.„Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“Að sögn Jóns kom aldrei til tals þegar hann var borgarstjóri að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vera að pæla í einhverju svona á þeim tíma,“ segir hann. „Það fór ofboðslegur tími í að reyna að greiða úr fyrirhuguðum uppbyggingum sem féllu um sjálfar sig við hrunið. Ég hafði ekki þennan tíma sem ég hef núna til að pæla í svona. Mér finnst allt í lagi að ræða þetta. Það er verið að ræða fáránlegri hluti,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þá nefnir hann að stöðugt sé meira um að vera út á Granda. „Grandi er meira og minna landfylling og nú er Grandi meira og meira að verða „happening“ hverfi. Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ spyr Jón.Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey.Vísir/ErnirEngey væri sjálfbært og bíllaust hverfiJón segist ekki hafa skoðað allar hliðar málsins vel en vert sé þó að skoða málið betur. „Ég hef aldrei setið fund um byggð í Engey þannig að það getur vel verið að þarna séu hrygningarstöðvar lúðunnar eða eitthvað svoleiðis. Ég vil alls ekki trufla lúðuna í sínum hrygningum,“ segir hann. Fyrrum borgarstjórinn telur að það verði sífellt verðmætara að hverfi séu bíllaus og að Engey væri tilvalin staðsetning fyrir hverfi sem væri skipulagt með það fyrir augum. „Nú er verið að gera tilraunir í mörgum borgum með sjálfbær og vistvæn hverfi. Væri ekki hægt að byggja hverfi í Engey sem væri bíllaust og fólk færi frá eyjunni gangandi eða hjólandi og endurnýtti allan úrgang?“Kæmi honum ekki á óvart ef Eyþór Arnalds myndi horfa til EngeyjarHugmyndin er ekki ný af nálinni en borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borginni. Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. „Ég held að hann þurfi að horfa út um allt. Eyþór er líka svona kraftmikill maður og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi horfa til Engeyjar,“ segir Jón.
Skipulag Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?