Tom Brady og félagar í New England Patriots mæta Philadelphia Eagles í stærsta íþróttaviðburði Bandaríkjanna hvert ár, leik um Super Bowl eða Ofurskálina.
Borgarráð Reykjavíkur leyfði American Bar að hafa opið til fjögur um nóttina á fundi sínum í síðustu viku eins og Keiluhöllinni Egilshöll, Lebowski Bar og Dubliner.
Enski barinn, Bjarni Fel, Ægisgarður og Ölver fá að hafa opið hálftíma lengur eða til 04.30.
Svo virðist sem NFL-stuðningsmenn á Íslandi séu prúðir með eindæmum en í áliti sem lögreglan gaf kom í ljós að engar kvartanir höfðu borist inn á borð til hennar.
Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næsta sunnudagskvöld. Beina útsendingin hefst klukkan 22.00.
Leyfin fyrir Super Bowl dottin í hús

Tengdar fréttir

Hjónin fögnuðu bæði sigri á sama tíma | Grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar af eiginmanninum
Þetta eru engin venjuleg hjón og þau sönnuðu það í gærkvöldi með glæsilegri frammistöðu með liðum sínum á stóra sviðinu.