Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:47 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá því að fjórði maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við málið á vef DV. Upphaflega voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Öðrum þeirra var sleppt í liðinni viku en hinn úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna.Fréttablaðið greindi svo frá því á laugardaginn að þriðji maðurinn hefði verið handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins er um sama mann að ræða og var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Maðurinn situr hins vegar nú í gæsluvarðhaldi hér heima vegna gruns um aðild að fíkniefnamálinu auk þriðja mannsins sem einnig sætir vikulöngu gæsluvarðhaldi. Margeir vildi aðspurður ekki fara út í það hversu mikið magn fíkniefna málið snýst um eða um hvaða efni er að ræða. Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í stórum skákmunum og fór lögreglan meðal annars í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands vegna málsins. Starfsmenn sambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Lögreglumál Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47 Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá því að fjórði maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við málið á vef DV. Upphaflega voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Öðrum þeirra var sleppt í liðinni viku en hinn úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna.Fréttablaðið greindi svo frá því á laugardaginn að þriðji maðurinn hefði verið handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins er um sama mann að ræða og var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Maðurinn situr hins vegar nú í gæsluvarðhaldi hér heima vegna gruns um aðild að fíkniefnamálinu auk þriðja mannsins sem einnig sætir vikulöngu gæsluvarðhaldi. Margeir vildi aðspurður ekki fara út í það hversu mikið magn fíkniefna málið snýst um eða um hvaða efni er að ræða. Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í stórum skákmunum og fór lögreglan meðal annars í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands vegna málsins. Starfsmenn sambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47 Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47
Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30