Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 14:00 Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Vísir Frá miðjum desember hafa verið framin fjörutíu innbrot á höfuðborgarsvæðinu og er lögreglan engu nær um hver ber ábyrgð á þeim. Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Í síðustu viku var ekkert innbrot tilkynnt í Garðabæ en hins vegar nokkur í Kópavogi og Grafarvogi. „Við höfum ekki handtekið neinn vegna málsins en við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar,“ segir Skúli og því megi leiða að því líkur að sami hópurinn standi að baki mörgum þessara innbrota en ekki sé hægt að útiloka að um sé að ræða fleiri en einn hóp. Í flestum þessum innbrota hafa þjófarnir komist inn í húsin með því að spenna upp glugga eða hurðir baka til. Hafa mörg þeirra verið framin á virkum degi þegar fólk er ýmist í vinnu eða í skóla.Lögreglan hefur fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima.Vísir/GVASegja ekki neitt og þakka fyrir sig Skúli segir lögreglu hafa fengið töluvert af ábendingum frá borgurum um grunsamlegar mannaferðir eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem fólk var beðið um að vera á varðbergi. Skúli segir lögreglu fylgja því eftir og geri allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta þennan faraldur með eftirliti. Hann segir að einhverjum tilviki hafi lögreglan fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. „Þegar svarað er segja þeir ekki neitt og þakka bara fyrir sig,“ segir Skúli.Leita í hjónaherbergi Hann segir hluta af því sem er sammerkt með mörgum af þessum innbrotum er þýfið sem þjófarnir hafa á brott. Þeir hafa að mestu látið stóra muni á borð við sjónvörp og fleira í þeim dúr í friði en beina sjónum sínum frekar að hjónaherbergjum þar sem þeir sækja í peninga eða skartgripi sem þar er geymt. Þeir hafa einnig haft á brott minni raftæki á borð við veglega farsíma, spjaldtölvur og fartölvur.Leitað var með drónum að grunsamlegum mönnum í Garðabæ í síðustu viku.Vísir/Sigurjón ÓlasonDrónaleit skilaði engu Síðastliðinn miðvikudag barst lögreglu ábending um grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ. Tilkynningin var á þá leið að tveir dökkklæddir menn bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi en hlupu á brott þegar í ljós kom að einhver væri heima. Beindist leit lögreglu að Akra – og Mýrarhverfum í Garðabæ þar sem talið var að mennirnir væru í felum. Ákvað lögreglan að setja dróna á loft til að reyna að koma auga á mennina en Skúli segir slíkt tæki nýtast vel við leit að mönnum þar sem dróninn hafi mikla yfirsýn og þannig hægt að sjá hvort þeir feli sig einhvers staðar og þá er auðveldara að vakta leiðir út úr þessum hverfum, sem eru margar. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki. Skúli segir lítið hægt að segja um þá sem standa að baki þessum innbrotum en bendir á að þau halda áfram þó að mikill fréttaflutningur hafi verið af þeim. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Frá miðjum desember hafa verið framin fjörutíu innbrot á höfuðborgarsvæðinu og er lögreglan engu nær um hver ber ábyrgð á þeim. Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Í síðustu viku var ekkert innbrot tilkynnt í Garðabæ en hins vegar nokkur í Kópavogi og Grafarvogi. „Við höfum ekki handtekið neinn vegna málsins en við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar,“ segir Skúli og því megi leiða að því líkur að sami hópurinn standi að baki mörgum þessara innbrota en ekki sé hægt að útiloka að um sé að ræða fleiri en einn hóp. Í flestum þessum innbrota hafa þjófarnir komist inn í húsin með því að spenna upp glugga eða hurðir baka til. Hafa mörg þeirra verið framin á virkum degi þegar fólk er ýmist í vinnu eða í skóla.Lögreglan hefur fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima.Vísir/GVASegja ekki neitt og þakka fyrir sig Skúli segir lögreglu hafa fengið töluvert af ábendingum frá borgurum um grunsamlegar mannaferðir eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem fólk var beðið um að vera á varðbergi. Skúli segir lögreglu fylgja því eftir og geri allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta þennan faraldur með eftirliti. Hann segir að einhverjum tilviki hafi lögreglan fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. „Þegar svarað er segja þeir ekki neitt og þakka bara fyrir sig,“ segir Skúli.Leita í hjónaherbergi Hann segir hluta af því sem er sammerkt með mörgum af þessum innbrotum er þýfið sem þjófarnir hafa á brott. Þeir hafa að mestu látið stóra muni á borð við sjónvörp og fleira í þeim dúr í friði en beina sjónum sínum frekar að hjónaherbergjum þar sem þeir sækja í peninga eða skartgripi sem þar er geymt. Þeir hafa einnig haft á brott minni raftæki á borð við veglega farsíma, spjaldtölvur og fartölvur.Leitað var með drónum að grunsamlegum mönnum í Garðabæ í síðustu viku.Vísir/Sigurjón ÓlasonDrónaleit skilaði engu Síðastliðinn miðvikudag barst lögreglu ábending um grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ. Tilkynningin var á þá leið að tveir dökkklæddir menn bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi en hlupu á brott þegar í ljós kom að einhver væri heima. Beindist leit lögreglu að Akra – og Mýrarhverfum í Garðabæ þar sem talið var að mennirnir væru í felum. Ákvað lögreglan að setja dróna á loft til að reyna að koma auga á mennina en Skúli segir slíkt tæki nýtast vel við leit að mönnum þar sem dróninn hafi mikla yfirsýn og þannig hægt að sjá hvort þeir feli sig einhvers staðar og þá er auðveldara að vakta leiðir út úr þessum hverfum, sem eru margar. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki. Skúli segir lítið hægt að segja um þá sem standa að baki þessum innbrotum en bendir á að þau halda áfram þó að mikill fréttaflutningur hafi verið af þeim.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent