Hugleiðingar um votlendi - eru náttúruleg ferli á Íslandi öðruvísi en erlendis? Auður Magnúsdóttir og Árni Bragason skrifar 29. janúar 2018 13:56 Í loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna er endurheimt votlendis ein af þeim aðgerðum sem samningurinn viðurkennir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í mörgum löndum hefur verið farið í aðgerðir til þess að endurheimta votlendi í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka líffræðilegan fjölbreytileika, vernda vatnsbúskap og/eða draga úr útskolun næringarefna. Sem dæmi má nefna Finnland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland og Skotland. Á Íslandi eru stór framræst landsvæði í lítilli notkun. Margir landeigendur, ríki, sveitafélög, bændur og einkaaðilar hafa hug á því að endurheimta þessi landssvæði og stuðla þannig að minni losun gróðurhúsalofttegunda, temprun vatnssveifla og aukinni fjölbreytni í fuglalífi og gróðri á svæðinu. Í Bændablaðinu 25. janúar er opnugrein eftir þá Dr. Þorstein Guðmundsson og Dr. Guðna Þorlvaldsson og umfjöllun á forsíðunni. Þeir félagar draga ýmislegt fram varðandi óvissu og skort á rannsóknum á votlendi og endurheimt en efast ekki um að losun á sér stað á fjölmörgum stöðum. Ekkert af því sem þeir draga fram er nýtt eða kemur á óvart enda allt of lítið fé fengist til rannsókna og mælinga á gasjafnvægi á framræstu landi. Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa sýnt að framræsla mýra á Íslandi hefur sömu áhrif og erlendis, enda engin ástæða til að ætla annað en að sömu náttúrulegu ferlin fari þá í gang þar sem örverur nýta sér lífræna efnið sem safnast hefur upp í mýrum síðastliðin árhundruð til orkumyndunar. Til þess þurfa þær súrefni og losa frá sér koldíoxíð. Þegar mýrin er endurheimt og vatni aftur hleypt á hana, fá örverurnar ekkert súrefni og geta því ekki nýtt lífræna efnið og hætta því að losa koltvísýring. Hægara ferli fer þá í gang þar sem örverur losa metan en það er miklum mun hægara og því er loftslagsávinningurinn við það að endurheimta votlendi mjög mikill. Að auki losnar hlátursgas úr jarðvegi við framræslu í mjög litlum mæli en hefur samt áhrif á heildarjöfnuna þar sem hún er margfalt öflugari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð og metan. Þeir Þorsteinn og Guðni velta fyrir sér hvort ekki sé vænlegra að auka ræktun á framræstu landi til að auka bindingu. Það getur að sjálfsögðu átt við í einhverjum tilvikum þar sem viðkomandi landeigandi á ekki kost á öðru landi. Við viljum og þurfum að ná árangri í loftslagsmálum og teljum því að endurheimta eigi framræst land sem ekki er í notkun og taka til ræktunar lítt gróið og illa farið land eins og fjölmargir bændur eru að gera í samstarfi við Landgræðsluna í verkefnunum Bændur græða landið og í verkefnum Landbótasjóðs. Fráleitt er að halda því fram að endurheimt votlendis hamli möguleikum bænda til túnræktar og annarrar landnýtingar enda er landeigendum frjálst að taka þátt í slíkum aðgerðum. Þar er verið að beita hræðsluáróðri sem á ekki við nein rök að styðjast. Endurheimt votlendis hefur af lítt skiljanlegum ástæðum verið mætt af mikilli andsstöðu á Íslandi og ráðamenn hafa ekki enn tekið af skarið og valið endurheimt votlendis til þess að berjast við loftslagsvána. Þar hafa efasemdarmenn borið fyrir sig skort á rannsóknum á endurheimtaraðgerðum á Íslandi og óvissu í bæði tölum um losun og heildarflatarmál framræstra svæða. Eins og í öllum vísindarannsóknum er óvissa í mælingum og þegar um er að ræða líffræðileg kerfi er óvissan alltaf töluverð. Við vitum þó að á Íslandi voru grafnir tæplega 40 þúsund kílómetrar af skurðum á síðustu öld og af þeim hafa 34 þúsund kílómetrar verið kortlagðir. Flatarmál raskaðra votlenda er því augljóslega mjög stórt og hefur verið vel kortlagt. Við vitum líka að framræst votlendi losar mikið af gróðurhúsalofttegunum vegna ítarlega rannsókna síðastliðinna áratuga erlendis og á Íslandi. Landeigendur á Íslandi sem hafa áhuga á því að endurheimt votlendi í sinni eigu geta því núna strax farið af stað og lagt sitt af mörkum. Brýnt er að tryggja fjármagn til þessa og þar þarf ríkið en einnig einkaaðilar að koma að. Hópur áhugafólks hefur unnið að stofnun Votlendissjóðsins síðastliðna mánuði en hann hefur það markmið að tengja saman þá sem vilja leggja sitt af mörkum fjárhagslega í baráttunni gegn loftslagsvánni og eigendur raskaðra votlenda sem vilja endurheimta þeirra fyrri virkni. Berjumst saman gegn loftslagsvánni afkomendum okkar til heilla.Dr. Auður Magnúsdóttir, forseti Auðlinda og umhverfisdeildar LbhÍDr. Árni Bragason, landgræðslustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna er endurheimt votlendis ein af þeim aðgerðum sem samningurinn viðurkennir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í mörgum löndum hefur verið farið í aðgerðir til þess að endurheimta votlendi í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka líffræðilegan fjölbreytileika, vernda vatnsbúskap og/eða draga úr útskolun næringarefna. Sem dæmi má nefna Finnland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland og Skotland. Á Íslandi eru stór framræst landsvæði í lítilli notkun. Margir landeigendur, ríki, sveitafélög, bændur og einkaaðilar hafa hug á því að endurheimta þessi landssvæði og stuðla þannig að minni losun gróðurhúsalofttegunda, temprun vatnssveifla og aukinni fjölbreytni í fuglalífi og gróðri á svæðinu. Í Bændablaðinu 25. janúar er opnugrein eftir þá Dr. Þorstein Guðmundsson og Dr. Guðna Þorlvaldsson og umfjöllun á forsíðunni. Þeir félagar draga ýmislegt fram varðandi óvissu og skort á rannsóknum á votlendi og endurheimt en efast ekki um að losun á sér stað á fjölmörgum stöðum. Ekkert af því sem þeir draga fram er nýtt eða kemur á óvart enda allt of lítið fé fengist til rannsókna og mælinga á gasjafnvægi á framræstu landi. Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa sýnt að framræsla mýra á Íslandi hefur sömu áhrif og erlendis, enda engin ástæða til að ætla annað en að sömu náttúrulegu ferlin fari þá í gang þar sem örverur nýta sér lífræna efnið sem safnast hefur upp í mýrum síðastliðin árhundruð til orkumyndunar. Til þess þurfa þær súrefni og losa frá sér koldíoxíð. Þegar mýrin er endurheimt og vatni aftur hleypt á hana, fá örverurnar ekkert súrefni og geta því ekki nýtt lífræna efnið og hætta því að losa koltvísýring. Hægara ferli fer þá í gang þar sem örverur losa metan en það er miklum mun hægara og því er loftslagsávinningurinn við það að endurheimta votlendi mjög mikill. Að auki losnar hlátursgas úr jarðvegi við framræslu í mjög litlum mæli en hefur samt áhrif á heildarjöfnuna þar sem hún er margfalt öflugari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð og metan. Þeir Þorsteinn og Guðni velta fyrir sér hvort ekki sé vænlegra að auka ræktun á framræstu landi til að auka bindingu. Það getur að sjálfsögðu átt við í einhverjum tilvikum þar sem viðkomandi landeigandi á ekki kost á öðru landi. Við viljum og þurfum að ná árangri í loftslagsmálum og teljum því að endurheimta eigi framræst land sem ekki er í notkun og taka til ræktunar lítt gróið og illa farið land eins og fjölmargir bændur eru að gera í samstarfi við Landgræðsluna í verkefnunum Bændur græða landið og í verkefnum Landbótasjóðs. Fráleitt er að halda því fram að endurheimt votlendis hamli möguleikum bænda til túnræktar og annarrar landnýtingar enda er landeigendum frjálst að taka þátt í slíkum aðgerðum. Þar er verið að beita hræðsluáróðri sem á ekki við nein rök að styðjast. Endurheimt votlendis hefur af lítt skiljanlegum ástæðum verið mætt af mikilli andsstöðu á Íslandi og ráðamenn hafa ekki enn tekið af skarið og valið endurheimt votlendis til þess að berjast við loftslagsvána. Þar hafa efasemdarmenn borið fyrir sig skort á rannsóknum á endurheimtaraðgerðum á Íslandi og óvissu í bæði tölum um losun og heildarflatarmál framræstra svæða. Eins og í öllum vísindarannsóknum er óvissa í mælingum og þegar um er að ræða líffræðileg kerfi er óvissan alltaf töluverð. Við vitum þó að á Íslandi voru grafnir tæplega 40 þúsund kílómetrar af skurðum á síðustu öld og af þeim hafa 34 þúsund kílómetrar verið kortlagðir. Flatarmál raskaðra votlenda er því augljóslega mjög stórt og hefur verið vel kortlagt. Við vitum líka að framræst votlendi losar mikið af gróðurhúsalofttegunum vegna ítarlega rannsókna síðastliðinna áratuga erlendis og á Íslandi. Landeigendur á Íslandi sem hafa áhuga á því að endurheimt votlendi í sinni eigu geta því núna strax farið af stað og lagt sitt af mörkum. Brýnt er að tryggja fjármagn til þessa og þar þarf ríkið en einnig einkaaðilar að koma að. Hópur áhugafólks hefur unnið að stofnun Votlendissjóðsins síðastliðna mánuði en hann hefur það markmið að tengja saman þá sem vilja leggja sitt af mörkum fjárhagslega í baráttunni gegn loftslagsvánni og eigendur raskaðra votlenda sem vilja endurheimta þeirra fyrri virkni. Berjumst saman gegn loftslagsvánni afkomendum okkar til heilla.Dr. Auður Magnúsdóttir, forseti Auðlinda og umhverfisdeildar LbhÍDr. Árni Bragason, landgræðslustjóri
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun