Litlar væntingar en möguleikar fyrir hendi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Varnarleikur Íslands þarf að vera góður á EM. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á tíunda Evrópumótinu í röð á morgun. Þá mæta strákarnir okkar Svíum sem Íslendingurinn Kristján Andrésson þjálfar. Auk Svíþjóðar er Ísland í riðli með Króatíu og Serbíu. Þrjú efstu liðin komast í milliriðla. Ísland rúllaði yfir Japan, 42-25, í fyrsta leiknum fyrir EM en tapaði svo tveimur leikjum gegn Evrópumeisturum Þýskalands með samtals 16 mörkum. Þjóðverjar eru með gríðarlega sterkt lið sem þykir líklegt til afreka á EM. Þrátt fyrir það olli frammistaða Íslendinga í leikjunum tveimur vonbrigðum. Vörnin var slök í fyrri leiknum en í þeim seinni brást sóknin. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir að væntingastuðullinn fyrir EM í Króatíu sé ekkert rosalega hár. „Það eru ekki miklar væntingar til liðsins. En stundum hefur gengið vel í undirbúningsleikjunum en svo allt annað verið uppi á teningnum í mótinu sjálfu. Og svo öfugt,“ sagði Stefán en skemmst er að minnast þess að Ísland vann Þýskaland á útivelli í undirbúningnum fyrir EM 2016. Íslendingar komust svo ekki upp úr sínum riðli á EM á meðan Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar. „Það er erfitt verkefni fyrir höndum en það er alveg möguleiki að gera eitthvað. Ég held að fyrsti leikurinn gegn Svíum sé galopinn og okkar menn munu mæta gríðarlega vel stemmdir.“ Aron Pálmarsson lék ekki með Íslandi í seinni leiknum gegn Þýskalandi vegna meiðsla í baki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Aron verður með á EM en líkurnar á því þykja meiri en minni. „Það breytir öllu að hann sé með. Það er einn dagur á milli leikja í riðlakeppninni og það hjálpar,“ sagði Stefán en án Arons er skotógnin fyrir utan hjá Íslandi ekki jafn mikil og þegar hans nýtur við. „Þjóðverjarnir voru mjög aftarlega gegn okkur í seinni leiknum og stigu ekkert út. Skotógnin fyrir utan var ekki nægilega mikil. Án Arons verður þetta brekka en með hann getum við unnið alla, ef allt gengur upp.“ Síðan Geir Sveinsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrir tæpum tveimur árum hefur varnarleikur þess verið nokkuð sterkur. Það voru hins vegar miklar brotalamir í honum í leiknum gegn Þjóðverjum. „Það er algjört lykilatriði að við höfum vörn og markvörslu til að byggja á,“ sagði Stefán sem telur allar líkur á því að Ísland byrji í sinni hefðbundnu 6-0 vörn en geti breytt yfir í 5-1 vörnina, sem liðið hefur spilað með ágætum árangri að undanförnu, ef þörf krefur. Stefán telur að möguleikar Íslands liggi í leikjunum gegn Svíþjóð og Serbíu. „Króatarnir verða gífurlega erfiðir á heimavelli og ég held að það sé klárt að þeir fari í það minnsta í undanúrslit,“ sagði Stefán sem var hrifinn af sænska liðinu á HM í fyrra. „Það eru ekkert rosalega margir þekktir leikmenn hjá þeim. Þeir eru vel spilandi og með sitt á hreinu. En ég held að það sé ekkert verra að mæta þeim í fyrsta leik. Það er mikil hvatning fyrir okkur og það er gaman að spila gegn Svíunum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á tíunda Evrópumótinu í röð á morgun. Þá mæta strákarnir okkar Svíum sem Íslendingurinn Kristján Andrésson þjálfar. Auk Svíþjóðar er Ísland í riðli með Króatíu og Serbíu. Þrjú efstu liðin komast í milliriðla. Ísland rúllaði yfir Japan, 42-25, í fyrsta leiknum fyrir EM en tapaði svo tveimur leikjum gegn Evrópumeisturum Þýskalands með samtals 16 mörkum. Þjóðverjar eru með gríðarlega sterkt lið sem þykir líklegt til afreka á EM. Þrátt fyrir það olli frammistaða Íslendinga í leikjunum tveimur vonbrigðum. Vörnin var slök í fyrri leiknum en í þeim seinni brást sóknin. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir að væntingastuðullinn fyrir EM í Króatíu sé ekkert rosalega hár. „Það eru ekki miklar væntingar til liðsins. En stundum hefur gengið vel í undirbúningsleikjunum en svo allt annað verið uppi á teningnum í mótinu sjálfu. Og svo öfugt,“ sagði Stefán en skemmst er að minnast þess að Ísland vann Þýskaland á útivelli í undirbúningnum fyrir EM 2016. Íslendingar komust svo ekki upp úr sínum riðli á EM á meðan Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar. „Það er erfitt verkefni fyrir höndum en það er alveg möguleiki að gera eitthvað. Ég held að fyrsti leikurinn gegn Svíum sé galopinn og okkar menn munu mæta gríðarlega vel stemmdir.“ Aron Pálmarsson lék ekki með Íslandi í seinni leiknum gegn Þýskalandi vegna meiðsla í baki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Aron verður með á EM en líkurnar á því þykja meiri en minni. „Það breytir öllu að hann sé með. Það er einn dagur á milli leikja í riðlakeppninni og það hjálpar,“ sagði Stefán en án Arons er skotógnin fyrir utan hjá Íslandi ekki jafn mikil og þegar hans nýtur við. „Þjóðverjarnir voru mjög aftarlega gegn okkur í seinni leiknum og stigu ekkert út. Skotógnin fyrir utan var ekki nægilega mikil. Án Arons verður þetta brekka en með hann getum við unnið alla, ef allt gengur upp.“ Síðan Geir Sveinsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrir tæpum tveimur árum hefur varnarleikur þess verið nokkuð sterkur. Það voru hins vegar miklar brotalamir í honum í leiknum gegn Þjóðverjum. „Það er algjört lykilatriði að við höfum vörn og markvörslu til að byggja á,“ sagði Stefán sem telur allar líkur á því að Ísland byrji í sinni hefðbundnu 6-0 vörn en geti breytt yfir í 5-1 vörnina, sem liðið hefur spilað með ágætum árangri að undanförnu, ef þörf krefur. Stefán telur að möguleikar Íslands liggi í leikjunum gegn Svíþjóð og Serbíu. „Króatarnir verða gífurlega erfiðir á heimavelli og ég held að það sé klárt að þeir fari í það minnsta í undanúrslit,“ sagði Stefán sem var hrifinn af sænska liðinu á HM í fyrra. „Það eru ekkert rosalega margir þekktir leikmenn hjá þeim. Þeir eru vel spilandi og með sitt á hreinu. En ég held að það sé ekkert verra að mæta þeim í fyrsta leik. Það er mikil hvatning fyrir okkur og það er gaman að spila gegn Svíunum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira