Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2018 20:23 Frambjóðendur í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná að vera í meirihluta í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Nú eru rúmir fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og það má segja að baráttan um borgina hafi að vissu leyti hafist í dag þegar frestur til að skila inn framboðum í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni rann út. Fimm sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Það eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, Eyþór Arnalds athafnamaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og Viðar Gudjohnsen leigusali og athafnamaður. Við hittum á þrjá frambjóðendur þegar þau skiluðu inn framboðum sínum í Valhöll rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Áslaug er eina konan sem býður sig fram í forystusætið. „Mér finnst að hér verði að skera upp herör gegn því andvaraleysi sem er til staðar hjá meirihlutanum. Hér eru biðlistar að lengjast. Fólk fær ekki pláss á leikskólum eða þarf að sitja heima með börnunum út af manneklu,“ segir Áslaug. Kjartan segir þörf á breytingum við stjórn borgarinnar og hann sé góður kostur við að leiða þær breytingar og góðar líkur á að flokkurinn nái að verða í meirihluta. Já svo sannarlega. Við erum með góða stefnu. Þessi stefna á mikinn hljómgrunn meðal fólks í borginni. Það þarf vissulega að leggja að leggja meira á sig til að kynna hana betur fyrir borgarbúum. En ég er sannfærður um að þegar við náum því muni fylgi okkar aukast og góðar líkur á að við lendum í meirihluta,“ segir Kjartan. Eyþór Arnalds hefur ekki komið að stjórn borgarinnar áður en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg um árabil og forseti bæjarstjórnar þar. „Ég tel að það sé ástæða til að breyta í borginni og ég held að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Ég held að það sé af nógu að taka og kannski nýtist reynslan frá Árborg líka til að koma hér breytingum af stað,“ segir Eyþór. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Vala fer ekki fram í Reykjavík Komin undan feldi og svarið er nei. 10. janúar 2018 11:37 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Frambjóðendur í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná að vera í meirihluta í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Nú eru rúmir fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og það má segja að baráttan um borgina hafi að vissu leyti hafist í dag þegar frestur til að skila inn framboðum í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni rann út. Fimm sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Það eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, Eyþór Arnalds athafnamaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og Viðar Gudjohnsen leigusali og athafnamaður. Við hittum á þrjá frambjóðendur þegar þau skiluðu inn framboðum sínum í Valhöll rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Áslaug er eina konan sem býður sig fram í forystusætið. „Mér finnst að hér verði að skera upp herör gegn því andvaraleysi sem er til staðar hjá meirihlutanum. Hér eru biðlistar að lengjast. Fólk fær ekki pláss á leikskólum eða þarf að sitja heima með börnunum út af manneklu,“ segir Áslaug. Kjartan segir þörf á breytingum við stjórn borgarinnar og hann sé góður kostur við að leiða þær breytingar og góðar líkur á að flokkurinn nái að verða í meirihluta. Já svo sannarlega. Við erum með góða stefnu. Þessi stefna á mikinn hljómgrunn meðal fólks í borginni. Það þarf vissulega að leggja að leggja meira á sig til að kynna hana betur fyrir borgarbúum. En ég er sannfærður um að þegar við náum því muni fylgi okkar aukast og góðar líkur á að við lendum í meirihluta,“ segir Kjartan. Eyþór Arnalds hefur ekki komið að stjórn borgarinnar áður en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg um árabil og forseti bæjarstjórnar þar. „Ég tel að það sé ástæða til að breyta í borginni og ég held að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Ég held að það sé af nógu að taka og kannski nýtist reynslan frá Árborg líka til að koma hér breytingum af stað,“ segir Eyþór.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Vala fer ekki fram í Reykjavík Komin undan feldi og svarið er nei. 10. janúar 2018 11:37 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54