Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. janúar 2018 07:15 Betur má ef duga skal, segir lögregla, sem ætlar að spýta í lófana í þessum efnum og leggja meiri áherslu á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Fréttablaðið/Stefán Íslensk lögregluyfirvöld hafa á síðustu tveimur árum haldlagt tæplega 78 milljónir króna, oftast nær í málum er varða fíkniefnaviðskipti. Búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár eftir umfangsmiklar aðgerðir hér á landi sem leiddu til upptöku á hátt í 200 milljónum króna. Haldlagðir fjármunir renna beint í ríkissjóð eftir að dómur þess efnis fellur. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50,4 milljónir króna í níutíu málum árið 2016 og um 27 milljónir króna í 87 málum í fyrra. Oftast er um að ræða fíkniefnamál, en einnig fölsunarmál auk annarra fjársvikamála. Inni í þessum tölum eru ekki þeir fjármunir sem gerðir voru upptækir í Euro Market-málinu svokallaða, en þeir eru taldir nema um 200 milljónum íslenskra króna. Inni í þeim eru húseignir og hlutir í fyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton BrinkGrímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að mikil áhersla sé lögð á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Hins vegar megi alltaf betur fara og að hafin sé vinna við að breyta verkferlum innan lögreglunnar. „Ég get ekki sagt að við séum ánægð með þennan árangur, því við teljum að það sé meiri afrakstur af skipulagðri brotastarfsemi en svo að við náum nema litlu broti af henni. Og það er það sem við viljum gera – að ná afrakstrinum. Við erum að breyta skipulagi okkar þannig að við getum náð betri árangri í þessum efnum,“ segir hann. Tveir pólskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem talin eru hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mennirnir tveir eigandi og framkvæmdastjóri smávöruverslunarinnar Euro Market í Hamraborg og eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnainnflutning, peningaþvætti og fjársvik. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í vikulok en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið á undanförnum vikum og rannsókn þess ólokið. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru fjármunir sem gerðir eru upptækir samkvæmt dómi ekki eyrnamerktir. Hins vegar séu tvær undantekningar; ef um er að ræða fiskveiðilagabrot rennur andvirði afla og veiðarfæra í landhelgissjóð, og ef maður hefur hlotið tjón af broti geti uppteknu fé verið ráðstafað til hans. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08 Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa á síðustu tveimur árum haldlagt tæplega 78 milljónir króna, oftast nær í málum er varða fíkniefnaviðskipti. Búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár eftir umfangsmiklar aðgerðir hér á landi sem leiddu til upptöku á hátt í 200 milljónum króna. Haldlagðir fjármunir renna beint í ríkissjóð eftir að dómur þess efnis fellur. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50,4 milljónir króna í níutíu málum árið 2016 og um 27 milljónir króna í 87 málum í fyrra. Oftast er um að ræða fíkniefnamál, en einnig fölsunarmál auk annarra fjársvikamála. Inni í þessum tölum eru ekki þeir fjármunir sem gerðir voru upptækir í Euro Market-málinu svokallaða, en þeir eru taldir nema um 200 milljónum íslenskra króna. Inni í þeim eru húseignir og hlutir í fyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton BrinkGrímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að mikil áhersla sé lögð á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Hins vegar megi alltaf betur fara og að hafin sé vinna við að breyta verkferlum innan lögreglunnar. „Ég get ekki sagt að við séum ánægð með þennan árangur, því við teljum að það sé meiri afrakstur af skipulagðri brotastarfsemi en svo að við náum nema litlu broti af henni. Og það er það sem við viljum gera – að ná afrakstrinum. Við erum að breyta skipulagi okkar þannig að við getum náð betri árangri í þessum efnum,“ segir hann. Tveir pólskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem talin eru hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mennirnir tveir eigandi og framkvæmdastjóri smávöruverslunarinnar Euro Market í Hamraborg og eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnainnflutning, peningaþvætti og fjársvik. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í vikulok en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið á undanförnum vikum og rannsókn þess ólokið. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru fjármunir sem gerðir eru upptækir samkvæmt dómi ekki eyrnamerktir. Hins vegar séu tvær undantekningar; ef um er að ræða fiskveiðilagabrot rennur andvirði afla og veiðarfæra í landhelgissjóð, og ef maður hefur hlotið tjón af broti geti uppteknu fé verið ráðstafað til hans.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08 Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08
Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15