Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2018 08:00 Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er. Fréttablaðið/Ernir Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. Fimm manna fjölskylda flúði húsið og heldur til í leiguhúsnæði. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hafa síðustu mánuðir fjölskyldunnar farið í að berjast fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra steinhús á lóðinni í stað hins ónýta bárujárnsklædda timburhúss. Í október sagði Anna Gyða Pétursdóttir, eigandi hússins, í Fréttablaðinu að þau litu svo á að kröfur þeirra væru raunhæfar og að um væri að ræða steinhús í gömlum stíl sem passi vel inn í virðulega götumyndina. „Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna, sem væri bara galið.“Sjá einnig: Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það viðhorf kemur einmitt fram í athugasemd Björns Péturssonar, bæjarminjavarðar Hafnarfjarðar, við breytingarnar sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og byggingarráðs bæjarins á þriðjudag ásamt athugasemdum tveggja nágranna. Þar leggur Björn til að leitað verði allra leiða til að vernda hið ónýta hús og gera það upp í upprunalegri mynd. Ef svo „ólíklega vill til“ að það sé ekki gerlegt verði gerð krafa um að sams konar bárujárnsklætt timburhús verði byggt svo það raski ekki götumyndinni. Íbúi í næsta húsi við Austurgötu 36 leggst gegn nýbyggingunni þar sem hún muni auka skuggavarp á lóð hans og að hún stríði þannig gegn hagsmunum hans. Nágranni í Mjóasundi 3 bendir á að eign hans sé friðuð og kjallari hlaðinn úr grjóti án styrkingar. Fyrirhuguð stækkun og dýpkun á grunni Austurgötu 36 muni því líklega valda tjóni á hans eign. Þá mælist hann einnig til að beðið verði með frekari ákvarðanir varðandi hið nýja hús þar til málaferli núverandi eigenda Austurgötu 36 við fyrri eigendur eru til lykta leidd. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. Fimm manna fjölskylda flúði húsið og heldur til í leiguhúsnæði. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hafa síðustu mánuðir fjölskyldunnar farið í að berjast fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra steinhús á lóðinni í stað hins ónýta bárujárnsklædda timburhúss. Í október sagði Anna Gyða Pétursdóttir, eigandi hússins, í Fréttablaðinu að þau litu svo á að kröfur þeirra væru raunhæfar og að um væri að ræða steinhús í gömlum stíl sem passi vel inn í virðulega götumyndina. „Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna, sem væri bara galið.“Sjá einnig: Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það viðhorf kemur einmitt fram í athugasemd Björns Péturssonar, bæjarminjavarðar Hafnarfjarðar, við breytingarnar sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og byggingarráðs bæjarins á þriðjudag ásamt athugasemdum tveggja nágranna. Þar leggur Björn til að leitað verði allra leiða til að vernda hið ónýta hús og gera það upp í upprunalegri mynd. Ef svo „ólíklega vill til“ að það sé ekki gerlegt verði gerð krafa um að sams konar bárujárnsklætt timburhús verði byggt svo það raski ekki götumyndinni. Íbúi í næsta húsi við Austurgötu 36 leggst gegn nýbyggingunni þar sem hún muni auka skuggavarp á lóð hans og að hún stríði þannig gegn hagsmunum hans. Nágranni í Mjóasundi 3 bendir á að eign hans sé friðuð og kjallari hlaðinn úr grjóti án styrkingar. Fyrirhuguð stækkun og dýpkun á grunni Austurgötu 36 muni því líklega valda tjóni á hans eign. Þá mælist hann einnig til að beðið verði með frekari ákvarðanir varðandi hið nýja hús þar til málaferli núverandi eigenda Austurgötu 36 við fyrri eigendur eru til lykta leidd.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45
Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27