Gekk á þjófinn og endurheimti pelsinn Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2018 11:19 Margrét fann þjófinn eftir mikla leit, gekk á manninn sem sá sér þann kost vænstan í stöðunni að skila flíkinni. Útaf stendur sími og húslyklar sem Margrét ætlar sér að endurheimta. Margrét Bjarnadóttir hefur endurheimt pels sinn þann sem var stolið á nýársfagnaði fyrir rúmri viku. Vísir greindi frá þjófnaðinum. Margrét þurfti að sýna talsverða hugkvæmni, djörfung og dug við að endurheimta flíkina. Atburðarásin er reyndar æsispennandi. „Já, loksins. Eftir mikla vinnu, tíma sem ég lagði í þetta og símtöl þá fann ég manninn sem stal pelsinum,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Hún fann vitni, eitt af öðru sem svo sáu manninn um kvöldið. Rakti sig áfram. „Það tók mig fjóra daga að finna út hver maðurinn er. Ég fékk aðstoð við að safna upplýsingum og fann hann loksins. Hann skilaði pelsinum og bíllyklum. Ég veit að hann er með restina af dótinu en hann vill ekki kannast við það. En, ég ætla mér að ná þessu öllu saman til baka. Vonandi kemst það í réttar hendur,“ segir Margrét en er þar einkum að vísa til síma og húslykla sem voru í pelsinum.Margrét ánægð að hafa endurheimt pelsinn. Hún rakti sig áfram þar til hún fann þjófinn og gekk á hann.Baldvin afi ánægður með sína stelpu Það er ljóst að Margrét gefst ekki svo auðveldlega upp þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur. En, þess má geta að hún er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnuðar. Baldvin Jónsson, sem að undanförnu hefur fengist við markaðssetningu íslensks lambakjöts í Bandaríkjunum, er þannig afi Margrétar og hann er ánægður með sína stelpu. Og segir á Facebooksíðu hennar, í tilefni af þessu, laggott: „Wonderwoman!“ „Já, þetta hefur verið ótrúlegt allt saman. Ég fékk smávægilega aðstoð frá lögreglu, til að sigta út hver hann væri. Ég vildi síst af öllu ganga á rangan mann,“ segir Margrét létt í bragði. „Jájá, ég lagði mig alla fram, er frekar þrjósk og það borgaði sig sannarlega í þetta skiptið.“Þjófurinn á fertugsaldri Aðspurð segir Margrét þjófinn ekki vera það sem heitir að vera góðkunningi lögreglunnar. „Nei. En, ef þetta skilar sér ekki allt aftur þá er ekki um annað að ræða í stöðunni en afhenda lögreglunni öll gögn í málinu.“ Margrét vildi ekki að svo stöddu máli upplýsa nánar um þjófinn. Hún telur það ekki rétt. Hún segist aðspurð ekki hafa verið hrædd, en þjófurinn var á fertugsaldri. Margrét telur að hann hafi metið það svo að ekki hafi verið annað í stöðunni fyrir sig en skila þýfinu.Ég efa að karlmaður vilji að það sé gert veður yfir því að hann hafi verið að ræna kvenmannspelsi af stelpu á þrítugsaldri. Þá fyrst yrði málið vandræðalegt fyrir hann. En, núna vona ég bara að húslyklar og sími skili sér.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Margrét Bjarnadóttir hefur endurheimt pels sinn þann sem var stolið á nýársfagnaði fyrir rúmri viku. Vísir greindi frá þjófnaðinum. Margrét þurfti að sýna talsverða hugkvæmni, djörfung og dug við að endurheimta flíkina. Atburðarásin er reyndar æsispennandi. „Já, loksins. Eftir mikla vinnu, tíma sem ég lagði í þetta og símtöl þá fann ég manninn sem stal pelsinum,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Hún fann vitni, eitt af öðru sem svo sáu manninn um kvöldið. Rakti sig áfram. „Það tók mig fjóra daga að finna út hver maðurinn er. Ég fékk aðstoð við að safna upplýsingum og fann hann loksins. Hann skilaði pelsinum og bíllyklum. Ég veit að hann er með restina af dótinu en hann vill ekki kannast við það. En, ég ætla mér að ná þessu öllu saman til baka. Vonandi kemst það í réttar hendur,“ segir Margrét en er þar einkum að vísa til síma og húslykla sem voru í pelsinum.Margrét ánægð að hafa endurheimt pelsinn. Hún rakti sig áfram þar til hún fann þjófinn og gekk á hann.Baldvin afi ánægður með sína stelpu Það er ljóst að Margrét gefst ekki svo auðveldlega upp þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur. En, þess má geta að hún er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnuðar. Baldvin Jónsson, sem að undanförnu hefur fengist við markaðssetningu íslensks lambakjöts í Bandaríkjunum, er þannig afi Margrétar og hann er ánægður með sína stelpu. Og segir á Facebooksíðu hennar, í tilefni af þessu, laggott: „Wonderwoman!“ „Já, þetta hefur verið ótrúlegt allt saman. Ég fékk smávægilega aðstoð frá lögreglu, til að sigta út hver hann væri. Ég vildi síst af öllu ganga á rangan mann,“ segir Margrét létt í bragði. „Jájá, ég lagði mig alla fram, er frekar þrjósk og það borgaði sig sannarlega í þetta skiptið.“Þjófurinn á fertugsaldri Aðspurð segir Margrét þjófinn ekki vera það sem heitir að vera góðkunningi lögreglunnar. „Nei. En, ef þetta skilar sér ekki allt aftur þá er ekki um annað að ræða í stöðunni en afhenda lögreglunni öll gögn í málinu.“ Margrét vildi ekki að svo stöddu máli upplýsa nánar um þjófinn. Hún telur það ekki rétt. Hún segist aðspurð ekki hafa verið hrædd, en þjófurinn var á fertugsaldri. Margrét telur að hann hafi metið það svo að ekki hafi verið annað í stöðunni fyrir sig en skila þýfinu.Ég efa að karlmaður vilji að það sé gert veður yfir því að hann hafi verið að ræna kvenmannspelsi af stelpu á þrítugsaldri. Þá fyrst yrði málið vandræðalegt fyrir hann. En, núna vona ég bara að húslyklar og sími skili sér.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56