LeBron James, sem skoraði 26 stig í leiknum í nótt, og félagar töpuðu með 28 stiga mun fyrir Minnesota á mánudagskvöld og hefur liðið nú fengið á sig minnst 127 stig í þremur leikjum í röð.
Þessi lægð hjá Cleveland hófst með tapi fyrir meisturum Golden State Warriors á jóladag og virðist tapið hafa slegið leikmenn út af laginu. Isaiah Thomas fann sig ekki í nótt og klikkaði á fyrstu ellefu skotum sínum í leiknum.
Fred VanVleet skoraði 22 stig fyrir Toronto sem var þrátt fyrir sigurinn án tveggja byrjunarliðsmanna í nótt - Kyle Lowry og Serge Ibaka.
Boston vann Philadelphia, 114-103, en leikurinn fór fram í London í Englandi. Philadelphia náði 22 stiga forystu í leiknum en Boston náði að snúa leiknum sér í vil.
Kyrie Irving skoraði 20 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst en þetta var sjöundi sigur Boston í röð.
JJ Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia sem byrjaði frábærlega gegn frábærri vörn Boston.
LA Lakers vann San Antonio, 93-81, og þar með þriðja leik sinn í röð. Þetta í er í fyrsta sinn á tímabilinu sem Lakers vinnur þrjá leiki í röð. Brandon Ingram skoraði 26 stig fyrir Lakers og Lonzo Ball átján.
Úrslit næturinnar:
Philadelphia - Boston 103-1174
Toronto - Cleveland 133-99
Sacramento - LA Clippers 115-121
LA Lakers - San Antonio 93-81