Eldur í Hellisheiðarvirkjun Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2018 11:44 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu var sent á staðinn. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Eldur kom upp í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar um klukkan hálftólf í morgun. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Slökkvilið kom fljótt á staðinn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu, í samræmi við viðbragðsáætlanir. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að hann telji að slökkvilið hafi náð tökum á eldinum en ljóst sé að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Búast má við að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi langt fram á kvöld þar sem þeir tryggja að eldur taki sig ekki aftur upp og sinna verðmætabjörgun.Sjá einnig: Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“Frá slökkvistarfi við Hellisheiðarvirkjun.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFrekari truflanir hafa ekki orðið á orkuvinnslunni frá í morgun. Verði ekki frekari röskun á vinnslunni eiga viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Tveir gestir voru í Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar, sem er í virkjuninni. Þeim virtist ekki mikið brugðið og héldu áfram leið sinni út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi. Jarðhitasýningin verður lokuð á morgun, að minnsta kosti, en enn er ekki vitað um tjón vegna eldsins, hvorki þar né annars staðar innan stokks. Tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna eldsins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það ekki hafa áhrif á afhendingaröryggi raforku til skamms tíma. Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir í samtali við Vísi að það muni ekki hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu til skammst tíma. Eiríkur segir í samtali við Vísi að eldsvoðinn hafi ekki haft áhrif á stafsemi fyrirtækja sem fá orku frá Hellisheiðarvirkjun og teljast til stórnotenda. Eiríkur segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa náð að skila orku til þeirra fyrirtækja eftir öðrum leiðum. Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:09Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/StefánVísir/Jói K.Vísir/SindriVísir/Jói KVísir/Jói K. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Eldur kom upp í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar um klukkan hálftólf í morgun. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Slökkvilið kom fljótt á staðinn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu, í samræmi við viðbragðsáætlanir. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að hann telji að slökkvilið hafi náð tökum á eldinum en ljóst sé að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Búast má við að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi langt fram á kvöld þar sem þeir tryggja að eldur taki sig ekki aftur upp og sinna verðmætabjörgun.Sjá einnig: Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“Frá slökkvistarfi við Hellisheiðarvirkjun.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFrekari truflanir hafa ekki orðið á orkuvinnslunni frá í morgun. Verði ekki frekari röskun á vinnslunni eiga viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Tveir gestir voru í Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar, sem er í virkjuninni. Þeim virtist ekki mikið brugðið og héldu áfram leið sinni út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi. Jarðhitasýningin verður lokuð á morgun, að minnsta kosti, en enn er ekki vitað um tjón vegna eldsins, hvorki þar né annars staðar innan stokks. Tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna eldsins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það ekki hafa áhrif á afhendingaröryggi raforku til skamms tíma. Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir í samtali við Vísi að það muni ekki hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu til skammst tíma. Eiríkur segir í samtali við Vísi að eldsvoðinn hafi ekki haft áhrif á stafsemi fyrirtækja sem fá orku frá Hellisheiðarvirkjun og teljast til stórnotenda. Eiríkur segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa náð að skila orku til þeirra fyrirtækja eftir öðrum leiðum. Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:09Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/StefánVísir/Jói K.Vísir/SindriVísir/Jói KVísir/Jói K.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira