Látinn borga fyrir fyrri flugleið til að halda þeirri seinni Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. janúar 2018 17:45 Skilmálarnir eru til endurskoðunar segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Vísir/Vilhelm Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda eigi það pantað flug með sama félagi heim. Theódór Hjalti Valsson lenti í slíku en hann greinir frá reynslu sinni á Facebook. Átti Theódór bókað flug til Osló með Icelandair nú í morgun en vegna óhapps, sem varð þess valdandi að hann er nú í gifsi, má hann ekki fljúga. Hann mun því koma sér til Oslóar með öðrum leiðum en á pantað flug heim til Íslands, frá Osló, með flugfélaginu í lok mánaðar og ákvað því í gærkvöldi að hringja til þess að láta vita að hann myndi þó mæta í það flug. Fékk hann þau skilaboð að greiða þyrfti breytingargjald og fargjaldamismun í ofanálag vildi hann geta innritað sig í það flug. Í samtali við Vísi segir hann að upphæðin sem hann þurfti að reiða fram hafi numið tæplega 24 þúsund krónum. Um 16-17 þúsund í breytingargjald og 7 þúsund í fargjaldamismun. „Það var ekki upphæðin sem fór í taugarnar á mér. Þetta er aðallega bara prinsippið,“ segir hann og setur spurningarmerki við gjaldtökuna. „Ég er bara með miða sem gildir og þó ég noti ekki alla þjónustuna þá er það bara mitt vandamál. Ef ég færi til dæmis í bíó væri ekki hægt að meina mér aðgang í hléi.“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir fyrirkomulagið óásættanlegt.mynd/neytendasamtökin„Óásættanlegt fyrirkomulag“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir í samtali við Vísi að hann sjái ekki alveg sjá rökin fyrir slíkri gjaldtöku. Búið er að greiða fyrir sæti báðar leiðir og þrátt fyrir að viðkomandi nýti ekki aðra leið komi það ekki niður á flugfélaginu. Annað hvort selji félagið sætið aftur eða skilur það eftir autt. Búið er að borga fyrir bæði flug og sér hann því ekki hvernig það fæst staðist að forföll í fyrra flug hafi áhrif á það seinna. „Þetta er óásættanlegt fyrirkomulag að mínu mati,“ segir Hrannar að lokum.Endurskoða skilmálanaÍ svari við fyrirspurn Vísis segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki kannast við tiltekið mál og átti því sig ekki fullkomlega á atvikum. Það sé hins vegar þannig að skilmálar flugfarseðla eru mismunandi. Gjarnan séu ódýrustu og þar með algengustu miðarnir með slíkum skilmálum. Það er að segja að ef ekki er mætt í fyrsta legg flugs þá falli þeir leggir sem á eftir koma niður. „Við erum að endurskoða þessa skilmála líkt og mörg önnur alþjóðleg flugfélög,“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver hafi það gilda ástæðu fyrir forföllum. „Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver okkar, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“Lesa má Facebook-færslu Theódórs í heild hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda eigi það pantað flug með sama félagi heim. Theódór Hjalti Valsson lenti í slíku en hann greinir frá reynslu sinni á Facebook. Átti Theódór bókað flug til Osló með Icelandair nú í morgun en vegna óhapps, sem varð þess valdandi að hann er nú í gifsi, má hann ekki fljúga. Hann mun því koma sér til Oslóar með öðrum leiðum en á pantað flug heim til Íslands, frá Osló, með flugfélaginu í lok mánaðar og ákvað því í gærkvöldi að hringja til þess að láta vita að hann myndi þó mæta í það flug. Fékk hann þau skilaboð að greiða þyrfti breytingargjald og fargjaldamismun í ofanálag vildi hann geta innritað sig í það flug. Í samtali við Vísi segir hann að upphæðin sem hann þurfti að reiða fram hafi numið tæplega 24 þúsund krónum. Um 16-17 þúsund í breytingargjald og 7 þúsund í fargjaldamismun. „Það var ekki upphæðin sem fór í taugarnar á mér. Þetta er aðallega bara prinsippið,“ segir hann og setur spurningarmerki við gjaldtökuna. „Ég er bara með miða sem gildir og þó ég noti ekki alla þjónustuna þá er það bara mitt vandamál. Ef ég færi til dæmis í bíó væri ekki hægt að meina mér aðgang í hléi.“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir fyrirkomulagið óásættanlegt.mynd/neytendasamtökin„Óásættanlegt fyrirkomulag“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir í samtali við Vísi að hann sjái ekki alveg sjá rökin fyrir slíkri gjaldtöku. Búið er að greiða fyrir sæti báðar leiðir og þrátt fyrir að viðkomandi nýti ekki aðra leið komi það ekki niður á flugfélaginu. Annað hvort selji félagið sætið aftur eða skilur það eftir autt. Búið er að borga fyrir bæði flug og sér hann því ekki hvernig það fæst staðist að forföll í fyrra flug hafi áhrif á það seinna. „Þetta er óásættanlegt fyrirkomulag að mínu mati,“ segir Hrannar að lokum.Endurskoða skilmálanaÍ svari við fyrirspurn Vísis segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki kannast við tiltekið mál og átti því sig ekki fullkomlega á atvikum. Það sé hins vegar þannig að skilmálar flugfarseðla eru mismunandi. Gjarnan séu ódýrustu og þar með algengustu miðarnir með slíkum skilmálum. Það er að segja að ef ekki er mætt í fyrsta legg flugs þá falli þeir leggir sem á eftir koma niður. „Við erum að endurskoða þessa skilmála líkt og mörg önnur alþjóðleg flugfélög,“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver hafi það gilda ástæðu fyrir forföllum. „Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver okkar, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“Lesa má Facebook-færslu Theódórs í heild hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira