Stefna á nýja ríkisstjórn um páska Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2018 20:08 Reiknað er með að ný ríkisstjórn geti tekið við í Þýskalandi í kring um páska en Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar náðu samkomulagi í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Angela Merkel kanslari boðar nýjar tillögur um þróun Evrópusamvinnunnar í stjórnarsáttmálanum. Nú sér fyrir endann á lengstu stjórnarkreppu í sögu Þýskalands á eftirstríðsárunum en ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum um miðjan september. Leiðtogar gömlu stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata flokks Angelu Merkel, systurflokks þeirra og Sósíaldemókrata tilkynntu í morgun að samkomulag hefði tekist í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Merkel sagði umheiminn ekki bíða eftir Þýskalandi. „Að því er varðar Evrópu sérstaklega þá erum við sannfærð um að gefa þurfi upp á í nýtt í málefnum ESB. Við höfum lagt mikið í hugmyndavinnu og fullt traust hefur ríkt, sérstaklega milli formanna flokkanna. Því er ég sannfærð um að við finnum nýjar leiðir til að vinna með Frakklandi,“ sagði Merkel í dag. En stjórn Macron Frakklandsforseta hefur sett fram hugmyndir um þróun Evrópusamvinnunnar á næstu árum og áratugum. Sósíaldemókratar hafa verið tregir til að endurnýja samstarf sitt við Merkel og flokk hennar, enda beið flokkurinn mesta afhroð í sögu sinni í kosningunum í september. Eftir lok óformlegar viðræðna í nótt gaf framkvæmdastjórn flokksins forystunni hins vegar fullt umboð til að mynda stjórn með Kristilegum demókrötum. „Mig langar að segja að Evrópukaflinn í þessum könnunarviðræðum er nýtt upphaf fyrir Evrópu. Á þessum grunni mun Þýskaland halda styrk sínum innan ESB og næsta ríkisstjórn Þýskalands mun byggja á þessu skjali,“ sagði Martin Schulz, leiðtogi Sósíaldemókrata. En þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá kosningum ætla leiðtogarnir ekki að rasa um ráð fram við myndun nýrrar ríkisstjórnar ef marka má yfirlýsingar Horst Seehofer formanns systurflokks Merkel. „Ég tel að ef þetta gengur upp og ef viðræður flokkanna fara síðan fram þannig að við getum haldið hraðanum uppi gætum við hugsanlega myndað ríkisstjórn fyrir páska,“ sagði Horst Seehofer. Flokkarnir leggja allir áherslu á að Þýskaland verði áfram sterkt og efnahagslega leiðandi innan Evrópusamvinnunnar. Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Reiknað er með að ný ríkisstjórn geti tekið við í Þýskalandi í kring um páska en Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar náðu samkomulagi í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Angela Merkel kanslari boðar nýjar tillögur um þróun Evrópusamvinnunnar í stjórnarsáttmálanum. Nú sér fyrir endann á lengstu stjórnarkreppu í sögu Þýskalands á eftirstríðsárunum en ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum um miðjan september. Leiðtogar gömlu stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata flokks Angelu Merkel, systurflokks þeirra og Sósíaldemókrata tilkynntu í morgun að samkomulag hefði tekist í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Merkel sagði umheiminn ekki bíða eftir Þýskalandi. „Að því er varðar Evrópu sérstaklega þá erum við sannfærð um að gefa þurfi upp á í nýtt í málefnum ESB. Við höfum lagt mikið í hugmyndavinnu og fullt traust hefur ríkt, sérstaklega milli formanna flokkanna. Því er ég sannfærð um að við finnum nýjar leiðir til að vinna með Frakklandi,“ sagði Merkel í dag. En stjórn Macron Frakklandsforseta hefur sett fram hugmyndir um þróun Evrópusamvinnunnar á næstu árum og áratugum. Sósíaldemókratar hafa verið tregir til að endurnýja samstarf sitt við Merkel og flokk hennar, enda beið flokkurinn mesta afhroð í sögu sinni í kosningunum í september. Eftir lok óformlegar viðræðna í nótt gaf framkvæmdastjórn flokksins forystunni hins vegar fullt umboð til að mynda stjórn með Kristilegum demókrötum. „Mig langar að segja að Evrópukaflinn í þessum könnunarviðræðum er nýtt upphaf fyrir Evrópu. Á þessum grunni mun Þýskaland halda styrk sínum innan ESB og næsta ríkisstjórn Þýskalands mun byggja á þessu skjali,“ sagði Martin Schulz, leiðtogi Sósíaldemókrata. En þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá kosningum ætla leiðtogarnir ekki að rasa um ráð fram við myndun nýrrar ríkisstjórnar ef marka má yfirlýsingar Horst Seehofer formanns systurflokks Merkel. „Ég tel að ef þetta gengur upp og ef viðræður flokkanna fara síðan fram þannig að við getum haldið hraðanum uppi gætum við hugsanlega myndað ríkisstjórn fyrir páska,“ sagði Horst Seehofer. Flokkarnir leggja allir áherslu á að Þýskaland verði áfram sterkt og efnahagslega leiðandi innan Evrópusamvinnunnar.
Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira