Sjálfsbjörg gagnrýnir sinnuleysi Vesturbyggðar um akstursaðstoð Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. vísir/jón sigurður Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, er ósáttur við málsmeðferð og úrræðaleysi Vesturbyggðar gagnvart hreyfihamlaðri konu í sveitarfélaginu sem nú er látin. Segir Bergur orð bæjarstjóra um að bærinn hafi alla tíð reynt að vinna löglega að málinu ekki í takt við raunveruleikann. Kona, sem fæddist árið 1930 en er nú látin, lamaðist árið 2011. Sótti hún um akstursaðstoð frá bænum en var hafnað. Fékk hún samt sem áður akstur til og frá dvalarstað í tómstundir fyrir aldraða.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar.„Sú fullyrðing bæjarstjóra Vesturbyggðar að sveitarfélagið hafi verið að starfa eftir ramma laganna og að það hafi verið staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála hvað varðar mál konu sem nú er látin og sóttist eftir ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Vesturbyggð tel ég ekki standast skoðun,“ segir Bergur Þorri. „Ekki einungis hvað varðar þjónustuna sem átti að veita heldur sérstaklega þegar litið er til málsmeðferðar og þess tíma sem málið tók á sínum tíma.“ Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu nú á dögunum að Vesturbyggð hafi verið óheimilt að takmarka akstursþjónustu aðeins við félagsmiðstöðina í bænum. „Við höfum alla tíð reynt að fylgja lögum í þessu máli og það var staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála. Málið snýst ekki um akstur fatlaðra því við höfum sinnt honum um árabil. Þetta snýst um það hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sinna akstri einstaklinga sem búa á heilbrigðisstofnun,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. „Ég efa að önnur sveitarfélög sjái um slíkt í dag. Við höfum aldrei skotið okkur undan þeirri ábyrgð að sjá um málefni fatlaðra eða sinna þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, er ósáttur við málsmeðferð og úrræðaleysi Vesturbyggðar gagnvart hreyfihamlaðri konu í sveitarfélaginu sem nú er látin. Segir Bergur orð bæjarstjóra um að bærinn hafi alla tíð reynt að vinna löglega að málinu ekki í takt við raunveruleikann. Kona, sem fæddist árið 1930 en er nú látin, lamaðist árið 2011. Sótti hún um akstursaðstoð frá bænum en var hafnað. Fékk hún samt sem áður akstur til og frá dvalarstað í tómstundir fyrir aldraða.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar.„Sú fullyrðing bæjarstjóra Vesturbyggðar að sveitarfélagið hafi verið að starfa eftir ramma laganna og að það hafi verið staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála hvað varðar mál konu sem nú er látin og sóttist eftir ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Vesturbyggð tel ég ekki standast skoðun,“ segir Bergur Þorri. „Ekki einungis hvað varðar þjónustuna sem átti að veita heldur sérstaklega þegar litið er til málsmeðferðar og þess tíma sem málið tók á sínum tíma.“ Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu nú á dögunum að Vesturbyggð hafi verið óheimilt að takmarka akstursþjónustu aðeins við félagsmiðstöðina í bænum. „Við höfum alla tíð reynt að fylgja lögum í þessu máli og það var staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála. Málið snýst ekki um akstur fatlaðra því við höfum sinnt honum um árabil. Þetta snýst um það hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sinna akstri einstaklinga sem búa á heilbrigðisstofnun,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. „Ég efa að önnur sveitarfélög sjái um slíkt í dag. Við höfum aldrei skotið okkur undan þeirri ábyrgð að sjá um málefni fatlaðra eða sinna þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira