Leigubílstjórar hvergi bangnir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Ástgeir Þorsteinsson er formaður bifreiðastjórafélagsins Frama. „Þetta leggst misvel í menn enda menn mismunandi en heildin hræðist þetta ekki,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, um næturakstur Strætó bs. sem hófst í nótt. Framtakinu virðist almennt hafa verið vel tekið en heyrst hefur að leigubílstjórar séu margir fullir efasemda og lítist illa á samkeppnina. Ástgeir bendir réttilega á að næturakstur Strætó hafi áður verið reyndur fyrir nokkrum árum og lítið sé við því að gera þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. „Menn gáfust upp á þessu þá og við verðum að sjá hvað setur.“ Næturaksturinn mun þó hafa það í för með sér að leigubílaröðin við Lækjartorg heyri sögunni til þar sem næturvagnarnir stöðva þar. Leigubílar munu eftir sem áður hafa aðstöðu neðst í Hverfisgötu, í Aðalstræti og við Lækjargötu hjá Bernhöftstorfu. Ástgeir segir að leigubílstjórar óttist ekki að missa spón úr aski sínum. „Við eigum ekki von á því, miðað við fyrri reynslu af svona akstri, þá gerðist það alls ekki. Við getum lítið gert, þeim er þetta heimilt. Við eigum þetta ekki. En við verðum áfram með bíla í fullri þjónustu. Það breytist ekkert og við horfum bjartsýnir fram á veginn í þessum málum eins og öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
„Þetta leggst misvel í menn enda menn mismunandi en heildin hræðist þetta ekki,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, um næturakstur Strætó bs. sem hófst í nótt. Framtakinu virðist almennt hafa verið vel tekið en heyrst hefur að leigubílstjórar séu margir fullir efasemda og lítist illa á samkeppnina. Ástgeir bendir réttilega á að næturakstur Strætó hafi áður verið reyndur fyrir nokkrum árum og lítið sé við því að gera þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. „Menn gáfust upp á þessu þá og við verðum að sjá hvað setur.“ Næturaksturinn mun þó hafa það í för með sér að leigubílaröðin við Lækjartorg heyri sögunni til þar sem næturvagnarnir stöðva þar. Leigubílar munu eftir sem áður hafa aðstöðu neðst í Hverfisgötu, í Aðalstræti og við Lækjargötu hjá Bernhöftstorfu. Ástgeir segir að leigubílstjórar óttist ekki að missa spón úr aski sínum. „Við eigum ekki von á því, miðað við fyrri reynslu af svona akstri, þá gerðist það alls ekki. Við getum lítið gert, þeim er þetta heimilt. Við eigum þetta ekki. En við verðum áfram með bíla í fullri þjónustu. Það breytist ekkert og við horfum bjartsýnir fram á veginn í þessum málum eins og öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira