Tekst Patriots að klára skylduverkið? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2018 20:12 Tom Brady og Rob Gronkowski hafa verið í miklum ham fyrir Patriots. Vísir/Getty Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er kominn í fullan gang en um helgina mun ráðast hvaða fjögur lið keppa til úrslita í deildunum tveimur innan NFL, Ameríkudeildarinnar og Þjóðardeildarinnar. Átta lið standa eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl sem fer fram í Minnesota þann 4. febrúar næstkomandi. Eitt þeirra lið er Minnesota Vikings sem er að keppast að því að verða fyrsta liðið sem spilar í Super Bowl á heimavelli. Víkingarnir mæta sterku liði New Orleans Saints annað kvöld en í kvöld fara fram tveir hörkuleikir. Öll úrslitakeppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nick Foles.Fyrri viðureign kvöldsins er á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Síðarnefnda liðið komst í Super Bowl í fyrra og var með unnin leik í höndunum gegn Patriots. En Tom Brady og félagar náðu ótrúlegri endurkomu og unnu að lokum í framlengingu. Atlanta hefur verið í sárum síðan en spilaði nógu vel til að komast í úrslitakeppnina. Um síðustu helgi vann liðið svo heldur óvæntan sigur á sjóðheitu liði LA Rams og hefur það gefið vonir um áframhaldandi gott gengi í úrslitakeppninni. Möguleikar Falcons eru talsverðir í kvöld, ekki síst þar sem að Ernirnir frá Philadelphia misstu leikstjórnandann Carson Wentz þegar hann sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Varamaður hans, Nick Foles, hefur ekki þótt spila vel í hans stað og þarf að gera talsvert betur í kvöld ætli Philadelphia - sem tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið - að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.40 en næturleikurinn verður viðureign áðurnefndra meistara í New England Patriots og Tennessee Titans.Tom Brady.Vísir/GettyFlestir reikna með öruggum sigri Patriots enda með bæði sigursælasta leikstjórannda (Tom Brady) og þjálfara (Bill Belichick) NFL-sögunnar í sínu liði. Titans er að sama skapi eitt versta liðið sem kemst í úrslitakeppnina í fjölda ára. Titans náði þó að vinna Kansas City Chiefs um síðustu helgi þrátt fyrir að lenda 21-3 undir. Það mun mæða mikið á leikstjórnandanum Marcus Mariota og hlauparanum Derrick Henry í kvöld, enda er vörn Patriots líklega veiki hlekkur liðsins. Það eina sem skyggir á Patriots þessa dagana er umdeild frétt ESPN sem fullyrðir að það hrikti í stoðum félagsins, ekki síst samstarfi þeirra Brady, Belichick og eigandans Robert Kraft. Allir hafa þó þvertekið fyrir innihald fréttarinnar og segja samstarf þeirra gott sem endranær. Bæði Patriots og Eagles sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mæta því úthvíld til leiks í kvöld. NFL Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er kominn í fullan gang en um helgina mun ráðast hvaða fjögur lið keppa til úrslita í deildunum tveimur innan NFL, Ameríkudeildarinnar og Þjóðardeildarinnar. Átta lið standa eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl sem fer fram í Minnesota þann 4. febrúar næstkomandi. Eitt þeirra lið er Minnesota Vikings sem er að keppast að því að verða fyrsta liðið sem spilar í Super Bowl á heimavelli. Víkingarnir mæta sterku liði New Orleans Saints annað kvöld en í kvöld fara fram tveir hörkuleikir. Öll úrslitakeppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nick Foles.Fyrri viðureign kvöldsins er á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Síðarnefnda liðið komst í Super Bowl í fyrra og var með unnin leik í höndunum gegn Patriots. En Tom Brady og félagar náðu ótrúlegri endurkomu og unnu að lokum í framlengingu. Atlanta hefur verið í sárum síðan en spilaði nógu vel til að komast í úrslitakeppnina. Um síðustu helgi vann liðið svo heldur óvæntan sigur á sjóðheitu liði LA Rams og hefur það gefið vonir um áframhaldandi gott gengi í úrslitakeppninni. Möguleikar Falcons eru talsverðir í kvöld, ekki síst þar sem að Ernirnir frá Philadelphia misstu leikstjórnandann Carson Wentz þegar hann sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Varamaður hans, Nick Foles, hefur ekki þótt spila vel í hans stað og þarf að gera talsvert betur í kvöld ætli Philadelphia - sem tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið - að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.40 en næturleikurinn verður viðureign áðurnefndra meistara í New England Patriots og Tennessee Titans.Tom Brady.Vísir/GettyFlestir reikna með öruggum sigri Patriots enda með bæði sigursælasta leikstjórannda (Tom Brady) og þjálfara (Bill Belichick) NFL-sögunnar í sínu liði. Titans er að sama skapi eitt versta liðið sem kemst í úrslitakeppnina í fjölda ára. Titans náði þó að vinna Kansas City Chiefs um síðustu helgi þrátt fyrir að lenda 21-3 undir. Það mun mæða mikið á leikstjórnandanum Marcus Mariota og hlauparanum Derrick Henry í kvöld, enda er vörn Patriots líklega veiki hlekkur liðsins. Það eina sem skyggir á Patriots þessa dagana er umdeild frétt ESPN sem fullyrðir að það hrikti í stoðum félagsins, ekki síst samstarfi þeirra Brady, Belichick og eigandans Robert Kraft. Allir hafa þó þvertekið fyrir innihald fréttarinnar og segja samstarf þeirra gott sem endranær. Bæði Patriots og Eagles sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mæta því úthvíld til leiks í kvöld.
NFL Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira