Oprah Winfrey kallar áhrifakonur á sinn fund Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 23:26 Oprah Winfrey stýrði á dögunum pallborðsumræðum um kvennabyltingu í Hollywood. Vísir/EPA Oprah Winfrey kallaði á sinn fund áhrifakonur í skemmtana-og kvikmyndageiranum til að ræða um áhrif „Time's up-átaksins“ svokallaða sem hefur vakið talsverða athygli. Átakinu er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem hefur ríkt bæði í skemmtana- og kvikmyndaðinaðinum og á almennum og opinberum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. America Ferrera, Natalie Portman, Tracee Ellis-Ross, Reese Witherspoon, Shonda Rhimes, Kathleen Kennedy og Nina Shaw sátu fyrir svörum og voru mættar til þess að ræða opinskátt um átakið og markmið þess. Pallborðsumræðunum, sem Oprah Winfrey stýrir, verður sjónvarpað í þættinum „Sunday Morning“ þann fjórtánda janúar á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Þrátt fyrir að þátturinn verði sýndur á morgun gaf sjónvarpsstöðin áhorfendum sýnishorn af honum. Í sýnishorninu spyr Oprah Winfrey leikkonuna Reese Witherspoon út í kynferðislega árás sem hún varð fyrir af hendi leikstjóra þegar hún var sextán ára gömul. Reese Witherspoon er lítur framtíðina björtum augum og vonar að konur haldi áfram að vera hugrakkar að segja frá. Reese vitnaði í Elie Wiesel til að leggja áherslu á mál sitt: „Við verðum að taka afstöðu. Hlutleysi hjálpar kúgaranum en aldrei þolandanum. Þögn hvetur kvalara en aldrei þá sem kveljast.“Reese sagði að á stundum þyrftu þolendur að vega og meta hvort þögnin sé þeirra val og að einu sinni hafi það verið raunveruleikinn. „Sá tími er liðinn,“ sagði Reese staðföst. MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir „Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30 Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Oprah Winfrey kallaði á sinn fund áhrifakonur í skemmtana-og kvikmyndageiranum til að ræða um áhrif „Time's up-átaksins“ svokallaða sem hefur vakið talsverða athygli. Átakinu er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem hefur ríkt bæði í skemmtana- og kvikmyndaðinaðinum og á almennum og opinberum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. America Ferrera, Natalie Portman, Tracee Ellis-Ross, Reese Witherspoon, Shonda Rhimes, Kathleen Kennedy og Nina Shaw sátu fyrir svörum og voru mættar til þess að ræða opinskátt um átakið og markmið þess. Pallborðsumræðunum, sem Oprah Winfrey stýrir, verður sjónvarpað í þættinum „Sunday Morning“ þann fjórtánda janúar á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Þrátt fyrir að þátturinn verði sýndur á morgun gaf sjónvarpsstöðin áhorfendum sýnishorn af honum. Í sýnishorninu spyr Oprah Winfrey leikkonuna Reese Witherspoon út í kynferðislega árás sem hún varð fyrir af hendi leikstjóra þegar hún var sextán ára gömul. Reese Witherspoon er lítur framtíðina björtum augum og vonar að konur haldi áfram að vera hugrakkar að segja frá. Reese vitnaði í Elie Wiesel til að leggja áherslu á mál sitt: „Við verðum að taka afstöðu. Hlutleysi hjálpar kúgaranum en aldrei þolandanum. Þögn hvetur kvalara en aldrei þá sem kveljast.“Reese sagði að á stundum þyrftu þolendur að vega og meta hvort þögnin sé þeirra val og að einu sinni hafi það verið raunveruleikinn. „Sá tími er liðinn,“ sagði Reese staðföst.
MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir „Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30 Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
„Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30
Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00