Lögreglan varar við ástarsvindli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 11:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við sérstaklega ljótu svindli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svokölluðu ástarsvindli á Facebooksíðu sinni. Ástarsvindl (e. Romance scam) er sérstaklega ljótt að sögn lögreglu því þá er markvisst unnið að því að ávinna sér traust sem síðan er brotið, ásamt vonum brotaþola. Lögreglan segist vita til þess að fólk á Íslandi hafi orðið fyrir því að missa pening til óprúttinna aðila sem stundi ástarsvindl. Lögreglan segir að þessi tegund svindls sé eldri en Internetið en tekur fram að með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlaranna að fólki stóraukist.„Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk,“ segir lögreglan til útskýringar. Lögreglan segir að þegar svindlararnir hafi náð að ávinna sér traust hjá brotaþola þá biðji þeir um greiða og geta lygarnar verið margvíslegar eins og að biðja um peninga fyrir flugi til að geta hitt viðkomandi, biðja um peninga fyrir óvæntum spítalaútgjöldum og þá er oft sagt að viðkomandi sé á ferðalagi og að öllu hafi verið stolið af honum/henni. Þá kemur fram að svindlararnir vilji gjarnan senda pakka á undan sér en allt í einu berist reikningar sem viðtakandinn eigi að greiða. Lögreglan segir að það sé algengt að brotaþolar finni fyrir skammartilfinningu þegar þeir lendi í slíku svindli. Það gæti ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. Lögreglan vill taka fram að brotin séu alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beiti oft háþróuðum aðferðum til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum.Nokkrar góðar venjur að mati lögreglunnarHún brýnir fyrir fólki að velja vini sína vandlega á samfélagsmiðlum. Hún segir að varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum. Gott getur verið að skoða myndir á heimasvæðum þess sem sendir vinabeiðni og að gera leit af þeim á netinu. Lögreglan varar fólk við því að deila með ókunnugum viðkvæmum upplýsingum eins og myndum af vegabréfum og þess háttar því hægt er að nota það í svindl. Þá eigi ekki að senda peninga til ókunnugra.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu lögreglunnar í heild sinni. Lögreglumál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svokölluðu ástarsvindli á Facebooksíðu sinni. Ástarsvindl (e. Romance scam) er sérstaklega ljótt að sögn lögreglu því þá er markvisst unnið að því að ávinna sér traust sem síðan er brotið, ásamt vonum brotaþola. Lögreglan segist vita til þess að fólk á Íslandi hafi orðið fyrir því að missa pening til óprúttinna aðila sem stundi ástarsvindl. Lögreglan segir að þessi tegund svindls sé eldri en Internetið en tekur fram að með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlaranna að fólki stóraukist.„Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk,“ segir lögreglan til útskýringar. Lögreglan segir að þegar svindlararnir hafi náð að ávinna sér traust hjá brotaþola þá biðji þeir um greiða og geta lygarnar verið margvíslegar eins og að biðja um peninga fyrir flugi til að geta hitt viðkomandi, biðja um peninga fyrir óvæntum spítalaútgjöldum og þá er oft sagt að viðkomandi sé á ferðalagi og að öllu hafi verið stolið af honum/henni. Þá kemur fram að svindlararnir vilji gjarnan senda pakka á undan sér en allt í einu berist reikningar sem viðtakandinn eigi að greiða. Lögreglan segir að það sé algengt að brotaþolar finni fyrir skammartilfinningu þegar þeir lendi í slíku svindli. Það gæti ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. Lögreglan vill taka fram að brotin séu alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beiti oft háþróuðum aðferðum til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum.Nokkrar góðar venjur að mati lögreglunnarHún brýnir fyrir fólki að velja vini sína vandlega á samfélagsmiðlum. Hún segir að varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum. Gott getur verið að skoða myndir á heimasvæðum þess sem sendir vinabeiðni og að gera leit af þeim á netinu. Lögreglan varar fólk við því að deila með ókunnugum viðkvæmum upplýsingum eins og myndum af vegabréfum og þess háttar því hægt er að nota það í svindl. Þá eigi ekki að senda peninga til ókunnugra.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu lögreglunnar í heild sinni.
Lögreglumál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira