„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 12:27 Skyggni var um tíma lítið í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og allt norðurland. Veður hefur verið hvað verst í Eyjafirði í morgun, en þar hafa vindhviður hafa farið yfir 45 m/s og hafa björgunarsveitir þurft að sinna nokkrum útköllum. Þá er skyggni slæmt og éljagangur víða um land og hefur því verið gripið til lokana á vegum. Þannig er ófært um Öxnadalsheiði og Þröskulda milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar. Auk þess eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, gerir ráð fyrir að veðrið skáni nokkuð þegar líður á daginn. „Það var smá hvellur á Norðurlandi í morgun. Það gekk mjög kröpp og djúp lægð Norðaustur yfir landið. Það voru víða mjög öflugar vindhviður í Skagafirði, á Tröllaskaga og við Eyjafjörðinn. Það er nú heldur betur að lagast núna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn á þó von á því að áfram verði éljagangur í allan dag. Það sé því ástæða til að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hann segir ekki ráðlegt að halda í mikil ferðalög nema fyrir þeim mun vanari bílstjóra, enda geti skyggni verið afar lítið. „Svo auk auk þess er hálka sumstaðar og leiðinleg færð á köflum þannig að þetta er svona hörkuvetrarveður núna sem gengur yfir landið,“ segir Þorsteinn. Búast megi við miklu vetrarveðri áfram í vikunni. „Það fer í ákveðna norðanátt núna strax á morgun og verður þannig út vikuna. Þá náttúrulega verður éljagangurinn og ofankomin bundin við norðanvert landið en á sunnanverðu landinu verður víða bjart og úrkomulítið í vikunni en kalt. Það er svona heldur að bæta í frostið.“ Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og allt norðurland. Veður hefur verið hvað verst í Eyjafirði í morgun, en þar hafa vindhviður hafa farið yfir 45 m/s og hafa björgunarsveitir þurft að sinna nokkrum útköllum. Þá er skyggni slæmt og éljagangur víða um land og hefur því verið gripið til lokana á vegum. Þannig er ófært um Öxnadalsheiði og Þröskulda milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar. Auk þess eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, gerir ráð fyrir að veðrið skáni nokkuð þegar líður á daginn. „Það var smá hvellur á Norðurlandi í morgun. Það gekk mjög kröpp og djúp lægð Norðaustur yfir landið. Það voru víða mjög öflugar vindhviður í Skagafirði, á Tröllaskaga og við Eyjafjörðinn. Það er nú heldur betur að lagast núna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn á þó von á því að áfram verði éljagangur í allan dag. Það sé því ástæða til að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hann segir ekki ráðlegt að halda í mikil ferðalög nema fyrir þeim mun vanari bílstjóra, enda geti skyggni verið afar lítið. „Svo auk auk þess er hálka sumstaðar og leiðinleg færð á köflum þannig að þetta er svona hörkuvetrarveður núna sem gengur yfir landið,“ segir Þorsteinn. Búast megi við miklu vetrarveðri áfram í vikunni. „Það fer í ákveðna norðanátt núna strax á morgun og verður þannig út vikuna. Þá náttúrulega verður éljagangurinn og ofankomin bundin við norðanvert landið en á sunnanverðu landinu verður víða bjart og úrkomulítið í vikunni en kalt. Það er svona heldur að bæta í frostið.“
Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18
Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18