„Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. janúar 2018 17:30 Guðmundur B. Ólafsson ásamt stuðningsmönnum landsliðsins í Split í dag en karlalandsliðið mætir Króötum í kvöld. Vísir/Ernir Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. Bryndís Bjarnadóttir, fyrrverandi handboltakona hjá Val, sagði þar frá því að hún hafði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum. Sagðist hún vera óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot á annarri konu en var svo ráðin hjá öðru liði. „Það er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft, t.d. til sjálfboðavinnu.“Sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þessÞá segir í tilkynningunni að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald sé hjá félögunum sjálfum. „Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í um það bil tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni,“ kemur fram í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að umræddur aðili hafi hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan. Þá segir einnig í tilkynningunni frá stjórninni að sambandið hafi þegar brugðist við gagnrýninni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.Manninum boðið til Katar af HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfestir það í samtali við Vísi að manninum hafi vissulega verið boðið til Katar af HSÍ en að sambandið hafi ekki borgað ferðina fyrir hann. „Þegar þessi Katar ferð kemur til er hann aftur byrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá okkur. Alþjóðahandknattleikssambandið tók upp á því að bjóða fimmtán stuðningmönnum til Katar svo HSÍ bar ekki kostnaðinn af því,“ segir Guðmundur. Segir hann jafnframt að aðilarnir hafi þurft að fara út og vera í þrjár vikur en að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi haft stuttan fyrirvara á þessu. „Við buðum þeim sjálfboðaliðum sem voru við störf á þessum tíma. Þannig kemur það til að hann var þar með.“ MeToo Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. Bryndís Bjarnadóttir, fyrrverandi handboltakona hjá Val, sagði þar frá því að hún hafði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum. Sagðist hún vera óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot á annarri konu en var svo ráðin hjá öðru liði. „Það er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft, t.d. til sjálfboðavinnu.“Sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þessÞá segir í tilkynningunni að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald sé hjá félögunum sjálfum. „Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í um það bil tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni,“ kemur fram í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að umræddur aðili hafi hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan. Þá segir einnig í tilkynningunni frá stjórninni að sambandið hafi þegar brugðist við gagnrýninni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.Manninum boðið til Katar af HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfestir það í samtali við Vísi að manninum hafi vissulega verið boðið til Katar af HSÍ en að sambandið hafi ekki borgað ferðina fyrir hann. „Þegar þessi Katar ferð kemur til er hann aftur byrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá okkur. Alþjóðahandknattleikssambandið tók upp á því að bjóða fimmtán stuðningmönnum til Katar svo HSÍ bar ekki kostnaðinn af því,“ segir Guðmundur. Segir hann jafnframt að aðilarnir hafi þurft að fara út og vera í þrjár vikur en að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi haft stuttan fyrirvara á þessu. „Við buðum þeim sjálfboðaliðum sem voru við störf á þessum tíma. Þannig kemur það til að hann var þar með.“
MeToo Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira