Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði en þar er hvasst, skafrenningur og gengur á með dimmun éljum. Búast má við að vegurin loki aftur um kl.20:00 í kvöld samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar.
Lögreglan á Selfossi varar við því að núna sé ekkert ferðaveður á suðurlandi og í uppsveitum þess vegna mjög lélegs skyggnis og gengur á með talsverðum éljum. Það eigi einnig við þá vegi sem eru ekki skráðir lokaðir hjá vegagerð.
Sjá má myndarlegar éljagarð vestur af landinu sem stefnir á Snæfellsnes, Dali og yfir Holtavörðuheiði með kvöldinu. Hríð samfellt í tvær til þrjár klst og lítið skyggni. Suðvestanlands heldur áfram að ganga á með mjög dimmum éljum þar til í nótt. Á Vestfjörðum versnar snemma í nótt um leið og lægðarmiðjan kemur til baka. NV allt að 20-25 m/s og kafaldsbylur fylgir. Einnig á Ströndum og við Húnaflóa snemma í fyrramálið.
Versnandi veður á Reykjanesbraut
Það er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi.
Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint.
Á Vestfjörðum er búið að opna flesta vegi en sums staðar er þó þæfingsfærð þar sem aðeins er búið að opna einbreitt. Klettsháls er enn ófær en moksturstæki á næsta leiti.
Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði en þar er hvasst, skafrenningur og gengur á með dimmun éljum. Búast má við að vegurin loki aftur um kl.20:00 í kvöld. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt.
Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði.
Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður í Öræfi en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.
Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir

Tengdar fréttir

„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið
Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði.

Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu
Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps.

Víða ófært vegna veðurs
Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs.