Rottur fá uppreist æru eftir aldalangar deilur Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2018 06:46 Vísindamenn frá Noregi og Ítalíu telja rotturnar ekki geta hafa borið hitann og þungann af útbreiðslu svartadauða. Vísir/Getty Svo virðist sem rottur beri ekki mesta ábyrgð þegar kom að útbreiðslu svartadauða, sem varð tugmilljónum að bana á fjórtándu og fimmtándu öld, ef marka má nýja rannsókn vísindamanna frá Noregi og Ítalíu. Dreifing plágunnar hefur verið vinsælt þrætuepli vísindamanna og hefur fjöldi þeirra reynt að færa sönnur á að rottum og flóm á skrokkum þeirra hafi verið um að kenna. Rannsókn vísindmanna frá háskólunum í Osló og Ferrara bendir hins vegar til að dreifingu plágunnar megi „í meginatriðum“ rekja til flóa og lúsa á mönnum. Rannsóknin, sem birt var í hinu virta Proceedings of the National Academy of Science, byggir á ítarlegri gagnaöflun um fyrstu bylgju svartadauða sem dró rúmlega 25 milljón manns til dauða í Evrópu á árunum 1357 til 1351. Pestin gekk á Íslandi frá 1402 og 1404 og varð stórum hluta þjóðarinnar að bana. Sóttin gaus aftur upp í Evrópu hvað eftir annað fram á 18. öld en varð þó aldrei eins skæð og þegar hún gekk fyrst yfir. Haft er eftir prófessornum Nils Stenseth á vef breska ríkisútvarpsins að vísindmennirnir hafi náð að hanna líkön um dreifingu út frá dánartölum níu evrópskra borga. Með líkönunum hafi þeir kannað hvernig dreifing sjúkdómsins hefði verið ef hann hefði borist með rottum, í andrúmsloftinu eða sníkjudýrum á líkömum manna. Í sjö af níu borgum hafi sníkjudýradæmið gengið best upp. „Niðurstöðurnar voru mjög skýrar, lúsalíkanið passaði best,“ segir Stenseth. „Það verður að teljast ólíklegt að svartidauði hefði breiðst jafn hratt út ef rottur hefðu borið hann á milli. Plágan hefði þurft þannig að fara í gegnum eina breytu til viðbótar í stað þess að dreifast bara beint á milli einstaklinga.“ Þrátt fyrir að rannsóknin sé fyrst og fremst ætlað að auka sögulega þekkingu okkar á þessari mannskæðu plágu vona vísindamennirnir að niðurstöðurnar verði til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu sambærilegra sótta í framtíðinni. Þar leiki hreinlæti lykilhlutverk. „Niðurstöðurnar benda einnig til þess að ef þú ert veik/ur þá ættirðu ekki að komast í snertingu við of marga einstaklinga. Ef veikindi ber að garði, haltu þig þá heima,“ segir Stenseth. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Svo virðist sem rottur beri ekki mesta ábyrgð þegar kom að útbreiðslu svartadauða, sem varð tugmilljónum að bana á fjórtándu og fimmtándu öld, ef marka má nýja rannsókn vísindamanna frá Noregi og Ítalíu. Dreifing plágunnar hefur verið vinsælt þrætuepli vísindamanna og hefur fjöldi þeirra reynt að færa sönnur á að rottum og flóm á skrokkum þeirra hafi verið um að kenna. Rannsókn vísindmanna frá háskólunum í Osló og Ferrara bendir hins vegar til að dreifingu plágunnar megi „í meginatriðum“ rekja til flóa og lúsa á mönnum. Rannsóknin, sem birt var í hinu virta Proceedings of the National Academy of Science, byggir á ítarlegri gagnaöflun um fyrstu bylgju svartadauða sem dró rúmlega 25 milljón manns til dauða í Evrópu á árunum 1357 til 1351. Pestin gekk á Íslandi frá 1402 og 1404 og varð stórum hluta þjóðarinnar að bana. Sóttin gaus aftur upp í Evrópu hvað eftir annað fram á 18. öld en varð þó aldrei eins skæð og þegar hún gekk fyrst yfir. Haft er eftir prófessornum Nils Stenseth á vef breska ríkisútvarpsins að vísindmennirnir hafi náð að hanna líkön um dreifingu út frá dánartölum níu evrópskra borga. Með líkönunum hafi þeir kannað hvernig dreifing sjúkdómsins hefði verið ef hann hefði borist með rottum, í andrúmsloftinu eða sníkjudýrum á líkömum manna. Í sjö af níu borgum hafi sníkjudýradæmið gengið best upp. „Niðurstöðurnar voru mjög skýrar, lúsalíkanið passaði best,“ segir Stenseth. „Það verður að teljast ólíklegt að svartidauði hefði breiðst jafn hratt út ef rottur hefðu borið hann á milli. Plágan hefði þurft þannig að fara í gegnum eina breytu til viðbótar í stað þess að dreifast bara beint á milli einstaklinga.“ Þrátt fyrir að rannsóknin sé fyrst og fremst ætlað að auka sögulega þekkingu okkar á þessari mannskæðu plágu vona vísindamennirnir að niðurstöðurnar verði til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu sambærilegra sótta í framtíðinni. Þar leiki hreinlæti lykilhlutverk. „Niðurstöðurnar benda einnig til þess að ef þú ert veik/ur þá ættirðu ekki að komast í snertingu við of marga einstaklinga. Ef veikindi ber að garði, haltu þig þá heima,“ segir Stenseth.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira