NBA: Golden State vann LeBron og félaga aftur og núna í Cleveland | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 07:30 Kevin Durant treður yfir LeBron James í nótt. Vísir/Getty Sigurganga NBA-meistara Golden State hélt áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Warriors liðið heimsótti erkifjendur sína í Cleveland Cavaliers í uppgjöri liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár. Golden State Warriors vann leikinn með tíu stigunm, 118-108, en þetta var þrettándi útisigur liðsins í röð og um leið endaði liðið þrettán leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Golden State liðið hefur nú ekki tapað útileik síðan 22. nóvember og er aðeins þriðja liðið í sögu NBA sem nær að vinna 20 af fyrstu 23 útileikjum sínum á tímabili en hin eru lið Los Angeles Lakers frá 1971-72 og lið Boston Celtics frá 1964-65. Þetta var líka annar sigur Golden State á Cleveland á stuttum tíma en Golden State vann einnig leik liðanna á Jóladag. Frá og með því tapi hefur Cavaliers liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum og nokkrum þeirra stórt. Golden State var aðeins 93-91 yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá lokaðist hreinlega karfan fyrir leikmenn Cleveland sem klikkuðu á sautján af næstu nítján skotum sem gaf gestunum tækifæri til að gera út um leikinn á sama tíma. Kevin Durant skoraði 32 stig og 8 stoðsendingar fyrir Golden State og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. Draymond Green vantaði bara eina stoðsendingu til að ná þrennunni en hann endaði með 11 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Isiah Thomas skoraði 19 stig úr 21 skoti og Kevin Love var með 17 stig og 7 fráköst.Lou Williams skoraði 31 stig og Blake Griffin bætti við 29 stigum áður en hann var rekinn út úr húsi í 113-102 sigri Los Angeles Clippers á Houston Rockets. Chris Paul snéri þarna aftur á heimavöll síns gamla liðs og var með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var þrettándi leikurinn í röð sem Lou Williams skorar 20 stig eða meira.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 20 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 104-95 útisigur á Washington Wizards.Russell Westbrook var með 19 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar í 95-88 sigri Oklahoma City Thunder á Sacramento Kings en Westbrook var einnig rekinn út úr húsi.Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 117-111 sigur á Toronto Raptors. Fimmti sigur 76ers í síðustu sex leikjum.Justin Holiday skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls endaði sjö leikja sigurgöngu Miami Heat en Zach LaVine var með 18 stig fyrir Chicago í sínum öðrum leik á leiktíðinni. LaVine sleit krossband í fyrra en er að koma sterkur til baka.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 113-102 Utah Jazz - Indiana Pacers 94-109 Cleveland Cavaliers - Golden State Warriors 108-118 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 95-88 Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 123-114 Chicago Bulls - Miami Heat 119-111 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 102-99 Brooklyn Nets - New York Knicks 104-119 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 95-104 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 117-111 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 107-118 NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Sigurganga NBA-meistara Golden State hélt áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Warriors liðið heimsótti erkifjendur sína í Cleveland Cavaliers í uppgjöri liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár. Golden State Warriors vann leikinn með tíu stigunm, 118-108, en þetta var þrettándi útisigur liðsins í röð og um leið endaði liðið þrettán leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Golden State liðið hefur nú ekki tapað útileik síðan 22. nóvember og er aðeins þriðja liðið í sögu NBA sem nær að vinna 20 af fyrstu 23 útileikjum sínum á tímabili en hin eru lið Los Angeles Lakers frá 1971-72 og lið Boston Celtics frá 1964-65. Þetta var líka annar sigur Golden State á Cleveland á stuttum tíma en Golden State vann einnig leik liðanna á Jóladag. Frá og með því tapi hefur Cavaliers liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum og nokkrum þeirra stórt. Golden State var aðeins 93-91 yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá lokaðist hreinlega karfan fyrir leikmenn Cleveland sem klikkuðu á sautján af næstu nítján skotum sem gaf gestunum tækifæri til að gera út um leikinn á sama tíma. Kevin Durant skoraði 32 stig og 8 stoðsendingar fyrir Golden State og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. Draymond Green vantaði bara eina stoðsendingu til að ná þrennunni en hann endaði með 11 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Isiah Thomas skoraði 19 stig úr 21 skoti og Kevin Love var með 17 stig og 7 fráköst.Lou Williams skoraði 31 stig og Blake Griffin bætti við 29 stigum áður en hann var rekinn út úr húsi í 113-102 sigri Los Angeles Clippers á Houston Rockets. Chris Paul snéri þarna aftur á heimavöll síns gamla liðs og var með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var þrettándi leikurinn í röð sem Lou Williams skorar 20 stig eða meira.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 20 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 104-95 útisigur á Washington Wizards.Russell Westbrook var með 19 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar í 95-88 sigri Oklahoma City Thunder á Sacramento Kings en Westbrook var einnig rekinn út úr húsi.Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 117-111 sigur á Toronto Raptors. Fimmti sigur 76ers í síðustu sex leikjum.Justin Holiday skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls endaði sjö leikja sigurgöngu Miami Heat en Zach LaVine var með 18 stig fyrir Chicago í sínum öðrum leik á leiktíðinni. LaVine sleit krossband í fyrra en er að koma sterkur til baka.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 113-102 Utah Jazz - Indiana Pacers 94-109 Cleveland Cavaliers - Golden State Warriors 108-118 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 95-88 Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 123-114 Chicago Bulls - Miami Heat 119-111 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 102-99 Brooklyn Nets - New York Knicks 104-119 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 95-104 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 117-111 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 107-118
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira