Myndband af björgunaraðgerðum á Mosfellsheiði: „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt“ Þórdís Valsdóttir skrifar 16. janúar 2018 20:30 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði fjölda fólks sem sat fast í óveðri á Mosfellsheiði. Skyggni var einungis um tíu metrar. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í tvo klukkutíma á Mosfellsheiði síðdegis í dag. Tvær rútur sátu fastar þvert á veginn og hindruðu umferð um heiðina. Heiðin er enn lokuð. „Staðan þannig að það er allt björgunarsveitarfólk komið niður af Mosfellsheiðinni. Það voru reyndar einhverjir bílar skildir eftir en báðar rúturnar eru komnar upp á veginn þannig að hægt er að keyra þær niður,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Um sjötíu manns komu að björgunaraðgerðum á svæðinu í dag. Einungis var um tíu metra skyggni á svæðinu og aðstæður erfiðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt. Björgunarsveitarfólk voru í tvo tíma að vinna og það tók smá tíma að fá yfirsýn yfir hvað voru margir bílar á heiðinni,“ segir Davíð Már. Um fimmtíu farþegar sátu fastir í rútunum og fluttu björgunarsveitarmenn þá niður í Mosfellsdal að sögn Davíðs. „Rúturnar virðast hafa farið svona í hálkunni á sitt hvorum enda heiðarinnar og svo voru bílar þar á milli. Það voru sem betur fer engin slys á fólki,“ segir Davíð Már. Veður skipaðist fljótt í lofti á Mosfellsheiðinni og björgunarsveitir urðu að bregðast hratt við. „Þetta er gott dæmi um hvað veðrið getur skollið á með stuttum fyrirvara og það sýnir sig hvað það er mikilvægt forvarnarstarf sem er unnið þegar það tekst að loka vegum áður en svona verður,“ segir Davíð Már. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.Rúturnar sem þveruðu veginn hafa nú verið fluttar niður af MosfellsheiðiVísir/JóhannLöng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi áður en Hellisheiði var opnuð klukkan rúmlega 20.Hellisheiði opin til vesturs Hellisheiði var lokað síðdegis í dag og hefur nú verið opnað fyrir umferð um heiðina. Löng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi á meðan beðið var eftir því að heiðin yrði opnuð til austurs. Snjómoksturstæki ruddi leiðina til vesturs til að byrja með og sneri svo við og hélt til austurs og leiddi þannig röðina yfir heiðina. Þrengslunum var einnig lokað á fimmta tímanum í dag og verða líklega opnuð síðar í kvöld. Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29 Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Björgunaraðgerðir stóðu yfir í tvo klukkutíma á Mosfellsheiði síðdegis í dag. Tvær rútur sátu fastar þvert á veginn og hindruðu umferð um heiðina. Heiðin er enn lokuð. „Staðan þannig að það er allt björgunarsveitarfólk komið niður af Mosfellsheiðinni. Það voru reyndar einhverjir bílar skildir eftir en báðar rúturnar eru komnar upp á veginn þannig að hægt er að keyra þær niður,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Um sjötíu manns komu að björgunaraðgerðum á svæðinu í dag. Einungis var um tíu metra skyggni á svæðinu og aðstæður erfiðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt. Björgunarsveitarfólk voru í tvo tíma að vinna og það tók smá tíma að fá yfirsýn yfir hvað voru margir bílar á heiðinni,“ segir Davíð Már. Um fimmtíu farþegar sátu fastir í rútunum og fluttu björgunarsveitarmenn þá niður í Mosfellsdal að sögn Davíðs. „Rúturnar virðast hafa farið svona í hálkunni á sitt hvorum enda heiðarinnar og svo voru bílar þar á milli. Það voru sem betur fer engin slys á fólki,“ segir Davíð Már. Veður skipaðist fljótt í lofti á Mosfellsheiðinni og björgunarsveitir urðu að bregðast hratt við. „Þetta er gott dæmi um hvað veðrið getur skollið á með stuttum fyrirvara og það sýnir sig hvað það er mikilvægt forvarnarstarf sem er unnið þegar það tekst að loka vegum áður en svona verður,“ segir Davíð Már. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.Rúturnar sem þveruðu veginn hafa nú verið fluttar niður af MosfellsheiðiVísir/JóhannLöng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi áður en Hellisheiði var opnuð klukkan rúmlega 20.Hellisheiði opin til vesturs Hellisheiði var lokað síðdegis í dag og hefur nú verið opnað fyrir umferð um heiðina. Löng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi á meðan beðið var eftir því að heiðin yrði opnuð til austurs. Snjómoksturstæki ruddi leiðina til vesturs til að byrja með og sneri svo við og hélt til austurs og leiddi þannig röðina yfir heiðina. Þrengslunum var einnig lokað á fimmta tímanum í dag og verða líklega opnuð síðar í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29 Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29
Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15