Sterkt móðursjúkrahús Svandís Svavarsdóttir og heilbrigðisráðherra. skrifa 18. janúar 2018 06:00 Á mínum fyrstu dögum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt þess kost að heimsækja nokkrar helstu stofnanir heilbrigðiskerfisins og stefni að því að ná að ljúka þeirri yfirferð á næstu vikum. Landspítalinn sjálfur, móðursjúkrahúsið, gegnir meginhlutverki sem bakhjarl heilbrigðisþjónustu um land allt. Þetta hlutverk tekur Landspítalinn mjög alvarlega og vill efla það með því að bæta aðgengi landsmanna allra að þjónustu sinni og með því að fara með sérfræðiþjónustu út um land. Landspítalinn er nú öflugri en hann hefur nokkurn tíma verið. Búið er að taka upp fjölda nýrra meðferða og aðgerða og verið að sinna miklu veikara fólki, með betri árangri, en áður. Jafnframt er spítalinn að sinna miklu fleirum en nokkurn tímann áður. Á spítalanum eru hátt í tvö hundruð deildir og einingar og starfsmenn rúmlega 5.100 talsins úr fjölmörgum starfsgreinum enda sinnir spítalinn fjölmörgum verkefnum auk hinnar hefðbundnu heilbrigðisþjónustu. Eldhús, þvottahús, saumastofa og dauðhreinsun; allt þarf að virka. Og gerir það. Spítalinn hefur lagt áherslu á öryggis- og gæðamál allt frá 2011 og hefur dregið úr sóun og sparað fé umtalsvert, stytt biðlista og bætt árangur. Þessi árangur hefur meðal annars verið mældur í lifun eftir kransæðaaðgerðir og ótrúlega lágri spítalasýkingartíðni. Einnig hefur spítalinn nú sinnt sívaxandi fjölda ferðamanna sem veikjast og slasa sig og er stór þáttur í því að Ísland geti þróast áfram sem ferðamannaland með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á þjóðartekjur. Loks sinnir spítalinn hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús þar sem heilbrigðisstéttir njóta leiðsagnar, öðlast reynslu og menntun til að geta sinnt sínum verkefnum í fyllingu tímans sem þátttakendur í vaxandi heilbrigðisþjónustu. Það er einstaklega góð tilfinning að finna fyrir faglegum metnaði, styrkri stjórn, öflugu starfsfólki og skýrri forystu í þessari lykilstofnun í íslensku samfélagi. Gott samfélag þarf gott heilbrigðiskerfi og gott heilbrigðiskerfi þarf sterkt móðursjúkrahús. Landspítalinn er slík stofnun. Ég hlakka til áframhaldandi sóknar í þágu heilbrigðisþjónustunnar þar sem Landspítalinn gegnir meginhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á mínum fyrstu dögum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt þess kost að heimsækja nokkrar helstu stofnanir heilbrigðiskerfisins og stefni að því að ná að ljúka þeirri yfirferð á næstu vikum. Landspítalinn sjálfur, móðursjúkrahúsið, gegnir meginhlutverki sem bakhjarl heilbrigðisþjónustu um land allt. Þetta hlutverk tekur Landspítalinn mjög alvarlega og vill efla það með því að bæta aðgengi landsmanna allra að þjónustu sinni og með því að fara með sérfræðiþjónustu út um land. Landspítalinn er nú öflugri en hann hefur nokkurn tíma verið. Búið er að taka upp fjölda nýrra meðferða og aðgerða og verið að sinna miklu veikara fólki, með betri árangri, en áður. Jafnframt er spítalinn að sinna miklu fleirum en nokkurn tímann áður. Á spítalanum eru hátt í tvö hundruð deildir og einingar og starfsmenn rúmlega 5.100 talsins úr fjölmörgum starfsgreinum enda sinnir spítalinn fjölmörgum verkefnum auk hinnar hefðbundnu heilbrigðisþjónustu. Eldhús, þvottahús, saumastofa og dauðhreinsun; allt þarf að virka. Og gerir það. Spítalinn hefur lagt áherslu á öryggis- og gæðamál allt frá 2011 og hefur dregið úr sóun og sparað fé umtalsvert, stytt biðlista og bætt árangur. Þessi árangur hefur meðal annars verið mældur í lifun eftir kransæðaaðgerðir og ótrúlega lágri spítalasýkingartíðni. Einnig hefur spítalinn nú sinnt sívaxandi fjölda ferðamanna sem veikjast og slasa sig og er stór þáttur í því að Ísland geti þróast áfram sem ferðamannaland með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á þjóðartekjur. Loks sinnir spítalinn hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús þar sem heilbrigðisstéttir njóta leiðsagnar, öðlast reynslu og menntun til að geta sinnt sínum verkefnum í fyllingu tímans sem þátttakendur í vaxandi heilbrigðisþjónustu. Það er einstaklega góð tilfinning að finna fyrir faglegum metnaði, styrkri stjórn, öflugu starfsfólki og skýrri forystu í þessari lykilstofnun í íslensku samfélagi. Gott samfélag þarf gott heilbrigðiskerfi og gott heilbrigðiskerfi þarf sterkt móðursjúkrahús. Landspítalinn er slík stofnun. Ég hlakka til áframhaldandi sóknar í þágu heilbrigðisþjónustunnar þar sem Landspítalinn gegnir meginhlutverki.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun