Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2018 18:34 Jón Páll Hreinsson með skóflu í hönd í Bolungarvík. Það hefur snjóað heldur hressilega á Vestfjörðum síðastliðna daga og hafa Bolvíkingar ekki farið varhluta af því. Snjódýpt þar mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hafa bæjarstarfsmenn og íbúar Bolungarvíkur því haft í nógu að snúast við snjómokstur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ákvað fyrr í dag að bjóða fram aðstoð sína við að moka frá húsum eða losa bíla úr bílastæðum. Jón Páll sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist viss um að einhverjir væru eflaust í vandræðum með að losa bíla sína úr bílastæðum eða bara moka frá þannig að hægt sé að komast út úr húsi. „Einhverjir sem vegna aldurs, sjúkdóma eða annars sem gerir þeim erfitt fyrir,“ skrifaði Jón Páll. Hann sagðist viss um að í Bolungarvík væri fullt af hraustu og viljugu fólki sem væri til í að moka auka tröppur eða losa einn bíl í viðbót fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Ég hvet alla Bolvíkinga sem hafa getu og tíma til að bjóða nágrönnum og samborgurum hjálparhönd og moka einar aukatröppur eða eitt viðbótar bílastæði. Það er á svona dögum sem samfélag eins og okkar er sterkast,“ skrifaði Jón Páll um leið og hann bauð fram aðstoð sína.Einhvern tímann snjóað meira Þegar Vísir heyrði í Jóni Páli á sjötta tímanum í dag hafði enginn haft samband en hann vissi hins vegar af einni fjölskyldu sem hafði verið í burtu í einhvern tíma og ekki væri ekki væntanlegt í bæinn fyrr en seint í kvöld. Hann mokaði því frá húsi fjölskyldunnar eftir vinnu í dag. Jón Páll segir að vissulega hafi snjóað mikið í Bolungarvík. „En það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira. Það er samt ekki búið að vera óveður og bærinn ekki ófær. Það hefur gengið vel að moka og það er ennþá verið að moka,“ segir Jón Páll. Hann segir að því sé vart saman að líkja þegar snjóar svo mikið í Bolungarvík í dag og fyrir einhverjum árum þegar Bolvíkingar gátu ekki treyst á jarðgöng og snjóflóðavarnargarð sem verndar byggðina. „Þetta er allt annað mál. Maður finnur alveg að umræðan í dag byggist ekki á ótta eða stressi. Það er náttúrlega ótrúlegur munur,“ segir Jón Páll.Stefnir í gott blót Hjón og sambúðarfólk munu blóta þorra í Félagsheimilinu í Bolungarvík næstkomandi laugardag en það var fyrst haldið árið 1944 en þetta er 73. blótið en það hefur aðeins tvisvar sinnum fallið niður í 74 ára sögu þess. Jón Páll segir veðurspána fyrir laugardag vera góða og því litlar líkur á að það muni frestast eða falla niður í ár en spáð er froststillu í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld. Alvöru vetur í víkinni A post shared by Anna Karen Guðmundsdóttir (@annaguudmunds) on Jan 16, 2018 at 8:57am PST Veður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Það hefur snjóað heldur hressilega á Vestfjörðum síðastliðna daga og hafa Bolvíkingar ekki farið varhluta af því. Snjódýpt þar mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hafa bæjarstarfsmenn og íbúar Bolungarvíkur því haft í nógu að snúast við snjómokstur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ákvað fyrr í dag að bjóða fram aðstoð sína við að moka frá húsum eða losa bíla úr bílastæðum. Jón Páll sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist viss um að einhverjir væru eflaust í vandræðum með að losa bíla sína úr bílastæðum eða bara moka frá þannig að hægt sé að komast út úr húsi. „Einhverjir sem vegna aldurs, sjúkdóma eða annars sem gerir þeim erfitt fyrir,“ skrifaði Jón Páll. Hann sagðist viss um að í Bolungarvík væri fullt af hraustu og viljugu fólki sem væri til í að moka auka tröppur eða losa einn bíl í viðbót fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Ég hvet alla Bolvíkinga sem hafa getu og tíma til að bjóða nágrönnum og samborgurum hjálparhönd og moka einar aukatröppur eða eitt viðbótar bílastæði. Það er á svona dögum sem samfélag eins og okkar er sterkast,“ skrifaði Jón Páll um leið og hann bauð fram aðstoð sína.Einhvern tímann snjóað meira Þegar Vísir heyrði í Jóni Páli á sjötta tímanum í dag hafði enginn haft samband en hann vissi hins vegar af einni fjölskyldu sem hafði verið í burtu í einhvern tíma og ekki væri ekki væntanlegt í bæinn fyrr en seint í kvöld. Hann mokaði því frá húsi fjölskyldunnar eftir vinnu í dag. Jón Páll segir að vissulega hafi snjóað mikið í Bolungarvík. „En það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira. Það er samt ekki búið að vera óveður og bærinn ekki ófær. Það hefur gengið vel að moka og það er ennþá verið að moka,“ segir Jón Páll. Hann segir að því sé vart saman að líkja þegar snjóar svo mikið í Bolungarvík í dag og fyrir einhverjum árum þegar Bolvíkingar gátu ekki treyst á jarðgöng og snjóflóðavarnargarð sem verndar byggðina. „Þetta er allt annað mál. Maður finnur alveg að umræðan í dag byggist ekki á ótta eða stressi. Það er náttúrlega ótrúlegur munur,“ segir Jón Páll.Stefnir í gott blót Hjón og sambúðarfólk munu blóta þorra í Félagsheimilinu í Bolungarvík næstkomandi laugardag en það var fyrst haldið árið 1944 en þetta er 73. blótið en það hefur aðeins tvisvar sinnum fallið niður í 74 ára sögu þess. Jón Páll segir veðurspána fyrir laugardag vera góða og því litlar líkur á að það muni frestast eða falla niður í ár en spáð er froststillu í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld. Alvöru vetur í víkinni A post shared by Anna Karen Guðmundsdóttir (@annaguudmunds) on Jan 16, 2018 at 8:57am PST
Veður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira