Vilja bæta samfélagið með þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. janúar 2018 13:45 Frá leik Leiknis þar sem krakkar með ólíkan uppruna fengu að leiða leikmenn inn á völlinn. Vísir/Ernir Reykjavíkurborg ætlar að fara af stað með tilraunaverkefni í Breiðholti þar sem stefnt er að því að fjölga börnum á aldrinum 7-15 ára í íþróttum með sérstökum áherslum á börn af erlendum uppruna. Verkefnið ber heitið TUFF sem stendur fyrir The Unity of Faiths Foundation og gengur út á að nota tómstundir og íþróttir markvisst til þess að styrkja sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna og ungmenna, kynna viðurkennd gildi íslensks samfélags og grunnréttindi þeirra og skyldur. TUFF hefur skipulagt sambærileg verkefni víðsvegar í London frá árinu 2013 ásamt því að reka þau í Brussel og Ástralíu. Á heimasíðu TUFF segir að takmark verkefnisins sé að sameina fólk úr öllum öngum samfélagsins óháð trúarbrögðum eða menningar- og félagslegum bakgrunni. Hverfisstjóri Breiðholts, Óskar Dýrmundur Ólafsson, fer með umsjón verkefnisins sem er rekið af Reykjavíkurborg. Þjónustumiðstöðin í Breiðholti mun stýra verkefninu en að því koma grummskólar, tómstundamiðstöðvar, íþróttafélög, Lögreglustjórinn í Reykjavík, mannréttindaskrifstofa, ÍTR og ÍBR. Þá hafa ÍSÍ og KSÍ lýst yfir stuðningi sínum við verkefnið. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts„Þetta er nálgun sem hefur ekki verið reynd hér áður. Við þekkjum vel til íþróttastarfs hér á Íslandi, sem er frábært og uppbyggilegt, en við erum að horfa upp á það að samfélagið er að breytast. Breytingin birtist sérstaklega í borgum, það eru margir nýir að flytjast í Breiðholtið alls staðar að úr heiminum,“ sagði Óskar Dýrmundur í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni. „Við viljum vinna að því að fá krakkana til þess að starfa betur saman og tala betur saman í gegnum íþróttir. Víðast hefur það verið fótbolti, en þetta fellur undir allar íþróttir.“ Hann sagði að þó að aðalmarkmið verkefnisins sé ekki að fjölga krökkum í fótbolta í Leikni og ÍR þá sé ætlast til þess að með verkefninu fjölgi krökkum í íþróttum. „Íþróttir eru grunnurinn að góðu forvarnarstarfi og undirbýr fólk fyrir lífið.“ „Aðalmarkmiðið er það að fá krakkana til þess að skilja betur hvort annað og þá foreldrana í leiðinni. Verkefnið á að ganga út á það að styðja börnin til þess að verða betri manneskjur sem taka þátt í samfélaginu fyrir sig, fjölskyldu sína og fyrir Ísland,“ sagði Óskar. Unnið verður með öllum trúfélögum samfélagsins en þrátt fyrir að TUFF standi fyrir Unity of Faiths þá er þetta ekki trúarlegt verkefni. Kostnaður við verkefnið er áætlaður um 5 milljónir króna. Verkefnið er þriggja mánaða prógramm sem er ekki hafið enn þó undirbúningsvinna sé komin af stað. Það mun hefjast með því að bjóða þjálfurum og þeim sem koma að starfi með börnum og unglingum á námskeið, jafnframt sem verður farið í kynningar í grunnskólunum. Óskar vildi ítreka það að þó áherslan sé á að ná til barna af erlendum uppruna þá sér verkefnið opið öllum börnum í Breiðholti, íslenskum eða erlendum. „Íþróttahreyfingin hefur virkilega tekið þetta verkefni í fangið og það er áhugavert að vinna í gegnum þennan miðil sem íþróttirnar eru til þess að hjálpa einstaklingum að þroskast og bæta samfélagið í leiðinni,“ sagði Óskar Dýrmundur Ólafsson. Aðrar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að fara af stað með tilraunaverkefni í Breiðholti þar sem stefnt er að því að fjölga börnum á aldrinum 7-15 ára í íþróttum með sérstökum áherslum á börn af erlendum uppruna. Verkefnið ber heitið TUFF sem stendur fyrir The Unity of Faiths Foundation og gengur út á að nota tómstundir og íþróttir markvisst til þess að styrkja sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna og ungmenna, kynna viðurkennd gildi íslensks samfélags og grunnréttindi þeirra og skyldur. TUFF hefur skipulagt sambærileg verkefni víðsvegar í London frá árinu 2013 ásamt því að reka þau í Brussel og Ástralíu. Á heimasíðu TUFF segir að takmark verkefnisins sé að sameina fólk úr öllum öngum samfélagsins óháð trúarbrögðum eða menningar- og félagslegum bakgrunni. Hverfisstjóri Breiðholts, Óskar Dýrmundur Ólafsson, fer með umsjón verkefnisins sem er rekið af Reykjavíkurborg. Þjónustumiðstöðin í Breiðholti mun stýra verkefninu en að því koma grummskólar, tómstundamiðstöðvar, íþróttafélög, Lögreglustjórinn í Reykjavík, mannréttindaskrifstofa, ÍTR og ÍBR. Þá hafa ÍSÍ og KSÍ lýst yfir stuðningi sínum við verkefnið. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts„Þetta er nálgun sem hefur ekki verið reynd hér áður. Við þekkjum vel til íþróttastarfs hér á Íslandi, sem er frábært og uppbyggilegt, en við erum að horfa upp á það að samfélagið er að breytast. Breytingin birtist sérstaklega í borgum, það eru margir nýir að flytjast í Breiðholtið alls staðar að úr heiminum,“ sagði Óskar Dýrmundur í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni. „Við viljum vinna að því að fá krakkana til þess að starfa betur saman og tala betur saman í gegnum íþróttir. Víðast hefur það verið fótbolti, en þetta fellur undir allar íþróttir.“ Hann sagði að þó að aðalmarkmið verkefnisins sé ekki að fjölga krökkum í fótbolta í Leikni og ÍR þá sé ætlast til þess að með verkefninu fjölgi krökkum í íþróttum. „Íþróttir eru grunnurinn að góðu forvarnarstarfi og undirbýr fólk fyrir lífið.“ „Aðalmarkmiðið er það að fá krakkana til þess að skilja betur hvort annað og þá foreldrana í leiðinni. Verkefnið á að ganga út á það að styðja börnin til þess að verða betri manneskjur sem taka þátt í samfélaginu fyrir sig, fjölskyldu sína og fyrir Ísland,“ sagði Óskar. Unnið verður með öllum trúfélögum samfélagsins en þrátt fyrir að TUFF standi fyrir Unity of Faiths þá er þetta ekki trúarlegt verkefni. Kostnaður við verkefnið er áætlaður um 5 milljónir króna. Verkefnið er þriggja mánaða prógramm sem er ekki hafið enn þó undirbúningsvinna sé komin af stað. Það mun hefjast með því að bjóða þjálfurum og þeim sem koma að starfi með börnum og unglingum á námskeið, jafnframt sem verður farið í kynningar í grunnskólunum. Óskar vildi ítreka það að þó áherslan sé á að ná til barna af erlendum uppruna þá sér verkefnið opið öllum börnum í Breiðholti, íslenskum eða erlendum. „Íþróttahreyfingin hefur virkilega tekið þetta verkefni í fangið og það er áhugavert að vinna í gegnum þennan miðil sem íþróttirnar eru til þess að hjálpa einstaklingum að þroskast og bæta samfélagið í leiðinni,“ sagði Óskar Dýrmundur Ólafsson.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira