Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2018 17:41 Innes lét á það reyna hvort 76 prósenta tollur íslenska ríkisins á innfluttar franskar væri löglegur. Vísir/Pjetur „Niðurstaðan er að sjálfsögðu vonbrigði og allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um dóm Hæstaréttar í máli Innes ehf. gegn íslenska ríkinu. Þar var látið á það reyna hvort að 76 prósenta tollur á franskar kartöflur sé lögmætur. Félag atvinnurekenda tekur fram í tilkynningu um málið að um sé að ræða hæsta prósentutollinn í íslensku tollskránni. Innes reisti kröfu sína á því að gjaldtaka tollsins færi í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar og skorti lagastoð sem gild skattlagningarheimild. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt tollalögum væri það meginregla að af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skyldi greiða toll eins og mælt væri fyrir um í tollskrá. Var tekið fram að gjaldið teldist vera skattur enda væri það lagt á tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins án þess að sérstakt endurgjald ætti að koma fyrir. Þá kom fram að ákvörðun um framangreindan verðtoll leiddi af tollabindingum samkvæmt samningsskuldbindingum íslenska ríkisins. Fallist var á með íslenska ríkinu að ákvörðun tollsins hefði rúmast innan þeirra marka sem fjárstjórnarvaldi Alþingis væri sett. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu Innes ehf. Félag atvinnurekenda segir ríkið hafa haldið því fram fyrir dómi að tollurinn væri ætlaður til almennrar tekjuöflunar en ekki sem verndartollur fyrir innlenda framleiðslu. Í málsvörn ríkisins hafi hins vegar ekki komið fram neinar skýringar á því hvers vegna tollurinn væri svona hár eða hvers vegna franskar kartöflur ættu að vera tekjulind fyrir ríkið umfram aðrar vörur. „Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur. Hér liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar sem fastbindur þessa afstöðu íslenska ríkisins og frá henni verður því ekki horfið. Tollurinn verndar einfaldlega ekkert. Það þýðir það eitt að Alþingi er í lófa lagið að afnema þennan toll, rétt eins og 59% toll á snakk sem var aflagður fyrir rúmu ári með tilheyrandi hagsbótum fyrir neytendur. Það sama á við um þessa tvo tolla; þeir vernda enga innlenda landbúnaðarframleiðslu og eru fyrst og fremst vernd fyrir innlenda iðnaðarframleiðslu, sem notar að stórum hluta innflutt hráefni,“ segir Ólafur Stephensen í tilkynningu vegna dómsins. Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
„Niðurstaðan er að sjálfsögðu vonbrigði og allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um dóm Hæstaréttar í máli Innes ehf. gegn íslenska ríkinu. Þar var látið á það reyna hvort að 76 prósenta tollur á franskar kartöflur sé lögmætur. Félag atvinnurekenda tekur fram í tilkynningu um málið að um sé að ræða hæsta prósentutollinn í íslensku tollskránni. Innes reisti kröfu sína á því að gjaldtaka tollsins færi í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar og skorti lagastoð sem gild skattlagningarheimild. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt tollalögum væri það meginregla að af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skyldi greiða toll eins og mælt væri fyrir um í tollskrá. Var tekið fram að gjaldið teldist vera skattur enda væri það lagt á tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins án þess að sérstakt endurgjald ætti að koma fyrir. Þá kom fram að ákvörðun um framangreindan verðtoll leiddi af tollabindingum samkvæmt samningsskuldbindingum íslenska ríkisins. Fallist var á með íslenska ríkinu að ákvörðun tollsins hefði rúmast innan þeirra marka sem fjárstjórnarvaldi Alþingis væri sett. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu Innes ehf. Félag atvinnurekenda segir ríkið hafa haldið því fram fyrir dómi að tollurinn væri ætlaður til almennrar tekjuöflunar en ekki sem verndartollur fyrir innlenda framleiðslu. Í málsvörn ríkisins hafi hins vegar ekki komið fram neinar skýringar á því hvers vegna tollurinn væri svona hár eða hvers vegna franskar kartöflur ættu að vera tekjulind fyrir ríkið umfram aðrar vörur. „Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur. Hér liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar sem fastbindur þessa afstöðu íslenska ríkisins og frá henni verður því ekki horfið. Tollurinn verndar einfaldlega ekkert. Það þýðir það eitt að Alþingi er í lófa lagið að afnema þennan toll, rétt eins og 59% toll á snakk sem var aflagður fyrir rúmu ári með tilheyrandi hagsbótum fyrir neytendur. Það sama á við um þessa tvo tolla; þeir vernda enga innlenda landbúnaðarframleiðslu og eru fyrst og fremst vernd fyrir innlenda iðnaðarframleiðslu, sem notar að stórum hluta innflutt hráefni,“ segir Ólafur Stephensen í tilkynningu vegna dómsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49