Víðines minnir á geðveikrahæli Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án stuðnings. Hér er hann með Gylfa Ægissyni. vísir/hanna „Ég er búinn að vera hérna á fjórðu viku og finnst velferðarsvið borgarinnar alls ekki sinna okkur nógu vel hérna í Víðinesi,“ segir Kjartan Theódórsson, einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi. „Ég er nú farinn að halda að þetta hafi aðallega snúist um að losna við okkur Gylfa [Ægisson] vegna þess að við vorum svo mikið í fjölmiðlum. Núna eru allt að því níu herbergi laus sem mætti nýta enda fullt af heimilislausu fólki á hálfgerðum vergangi.“ Þeir Gylfi segjast þannig ekki skilja hvers vegna Gylfa hefur verið gert að yfirgefa staðinn þar sem nóg er þar af lausum herbergjum. Kjartan segir Víðinesið vera algert neyðarúrræði og alls ekki eftirsóknarverðan dvalarstað. „Hér er engin afþreying. Ekki einu sinni sjónvarp. Sjö kílómetra gangur á næstu strætóstoppistöð og félagsleg einangrun mikil. Fyrir okkur sem erum bíllaus er síðan meiri háttar mál að komast í búð og kaupa í matinn.“ Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án nokkurs stuðnings. „Þetta lítur út eins og geðveikrahæli. Hér eru engir ráðgjafar en hingað eru andlega veikir menn sendir. Hingað kom til dæmis strákur beint af geðdeild og á svo bara að redda sér sjálfur á AA-fundi. Hann sprakk um helgina. Lögreglan þurfti að koma hingað tvisvar um helgina. Hér var einn, á einhverjum ofskynjunarlyfjum, sem hringdi sjálfur á lögregluna. Sagði að hér væru hryðjuverkamenn, lík og sprengjur úti um allt.“ Kjartan segist ekkert skilja í því hvers vegna félagsráðgjafar eða geðlæknir komi ekki reglulega á staðinn og veiti þeim sem þess þurfa stuðning. „Fólk þarf hjálp til þess að stíga fyrstu sporin. Þegar ég kom hingað var ég búinn að vera sex mánuði á götunni og þótt maður fái hérna inni er samt ákveðið áfall að vera hérna í einangruninni. Þetta er ákveðin frelsissvipting.“ Kjartan og Gylfi Ægisson telja samninginn sem fólki í Víðinesi er gert að skrifa undir undarlegan og að það fái lítið fyrir þær 50.000 krónur sem það greiðir mánaðarlega fyrir dvölina. „Okkur var bara stillt upp við vegg. Tekin fyrir eitt í einu og sagt að skrifa undir eða pakka annars saman og koma okkur burt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna á fjórðu viku og finnst velferðarsvið borgarinnar alls ekki sinna okkur nógu vel hérna í Víðinesi,“ segir Kjartan Theódórsson, einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi. „Ég er nú farinn að halda að þetta hafi aðallega snúist um að losna við okkur Gylfa [Ægisson] vegna þess að við vorum svo mikið í fjölmiðlum. Núna eru allt að því níu herbergi laus sem mætti nýta enda fullt af heimilislausu fólki á hálfgerðum vergangi.“ Þeir Gylfi segjast þannig ekki skilja hvers vegna Gylfa hefur verið gert að yfirgefa staðinn þar sem nóg er þar af lausum herbergjum. Kjartan segir Víðinesið vera algert neyðarúrræði og alls ekki eftirsóknarverðan dvalarstað. „Hér er engin afþreying. Ekki einu sinni sjónvarp. Sjö kílómetra gangur á næstu strætóstoppistöð og félagsleg einangrun mikil. Fyrir okkur sem erum bíllaus er síðan meiri háttar mál að komast í búð og kaupa í matinn.“ Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án nokkurs stuðnings. „Þetta lítur út eins og geðveikrahæli. Hér eru engir ráðgjafar en hingað eru andlega veikir menn sendir. Hingað kom til dæmis strákur beint af geðdeild og á svo bara að redda sér sjálfur á AA-fundi. Hann sprakk um helgina. Lögreglan þurfti að koma hingað tvisvar um helgina. Hér var einn, á einhverjum ofskynjunarlyfjum, sem hringdi sjálfur á lögregluna. Sagði að hér væru hryðjuverkamenn, lík og sprengjur úti um allt.“ Kjartan segist ekkert skilja í því hvers vegna félagsráðgjafar eða geðlæknir komi ekki reglulega á staðinn og veiti þeim sem þess þurfa stuðning. „Fólk þarf hjálp til þess að stíga fyrstu sporin. Þegar ég kom hingað var ég búinn að vera sex mánuði á götunni og þótt maður fái hérna inni er samt ákveðið áfall að vera hérna í einangruninni. Þetta er ákveðin frelsissvipting.“ Kjartan og Gylfi Ægisson telja samninginn sem fólki í Víðinesi er gert að skrifa undir undarlegan og að það fái lítið fyrir þær 50.000 krónur sem það greiðir mánaðarlega fyrir dvölina. „Okkur var bara stillt upp við vegg. Tekin fyrir eitt í einu og sagt að skrifa undir eða pakka annars saman og koma okkur burt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira