Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 22:45 Eyþór tók strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir í grein sinni í Morgunblaðinu á mánudag. Vísir/Samsett mynd Twitter-notendur keppast nú við að sýna fram á mikilvægi strætisvagna í Reykjavík undir myllumerkinu #TómirVagnar. Myllumerkið er svar við grein eftir Eyþór Arnalds, sem gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Greinin birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. Í grein sinni, Reykvíkingar eiga betra skilið, gagnrýndi Eyþór borgaryfirvöld fyrir að setja hugmyndir um borgarlínu fram sem lausn við samgönguvandanum í Reykjavík og sagði yfirvöld jafnframt hafa „markvisst þrengt að fjölskyldubílnum.“ Þá tók Eyþór strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir og vísaði þar í árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins sem ætlað var til samgöngubóta í Reykjavík. Borgaryfirvöld afþökkuðu framlagið árið 2013 og láta renna til reksturs Strætó. Fyrirkomulagið sagði Eyþór misheppnaða tilraun. „Markmið samningsins var að auka almenningssamgöngur sem hlutfall af ferðum úr 4% í 6%. Nú, fimm árum síðar er hlutfallið ennþá um 4% og hefur því ekkert vaxið. Fimm milljarðar hafa farið forgörðum í þetta tilraunaverkefni og er ljóst að tilraunin hefur mistekist.“ Twitter-notendur sem ferðast með strætó eru, að því er virðist, hreint ekki á því að tilraun borgaryfirvalda hafi mistekist. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, hvatti til notkunar á hinu kaldhæðnislega myllumerki #TómirVagnar sem sýna á fram á hversu margir taka í raun strætisvagna í Reykjavík.Ein pæling. (Sorrí með allt þetta borgardæmi)Væru notendur @straetobs til í að pósta myndum á samfélagsmiðlum af tómu vögnunum sínum? Nota jafnvel #TómirVagnar ??— Björn Teitsson (@bjornteits) January 18, 2018 Hér að neðan má svo sjá fleiri tíst undir myllumerkinu en Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, var til að mynda einn þeirra sem svaraði með mynd af strætisvagni fullum af fólki. pic.twitter.com/j62RV7hM2m— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 18, 2018 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, lét sitt heldur ekki eftir liggja.#tomirvagnar pic.twitter.com/0aQNvuX3MF— Johannes Runarsson (@JRunarsson) January 18, 2018 Kristófer Alex skoraði á Eyþór að taka sjálfur einhvern tímann strætó.Eyþór Arnalds, frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins, segir að í strætó séu #TómirVagnar. Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó. pic.twitter.com/KBnYylBYEJ— stófi (@KristoferAlex) January 18, 2018 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur spurði hvar tómu vagnana væri að finna.Vitið þið hvar maður finnur þessa tómu vagna? #tómirvagnar pic.twitter.com/eI2Kjwk1lP— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) January 18, 2018 Una deildi skjáskoti af leið númer 6, sem dreifð var víðsvegar um borgina.Þessir #tómirvagnar eru allir á leiðinni á Hlemm pic.twitter.com/qqBhxpBuJA— Una Hildardóttir (@unaballuna) January 18, 2018 Hér fyrir neðan má síðan sjá fleiri myndir úr Strætó teknar víðsvegar um borgina. #tomirvagnar Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Twitter-notendur keppast nú við að sýna fram á mikilvægi strætisvagna í Reykjavík undir myllumerkinu #TómirVagnar. Myllumerkið er svar við grein eftir Eyþór Arnalds, sem gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Greinin birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. Í grein sinni, Reykvíkingar eiga betra skilið, gagnrýndi Eyþór borgaryfirvöld fyrir að setja hugmyndir um borgarlínu fram sem lausn við samgönguvandanum í Reykjavík og sagði yfirvöld jafnframt hafa „markvisst þrengt að fjölskyldubílnum.“ Þá tók Eyþór strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir og vísaði þar í árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins sem ætlað var til samgöngubóta í Reykjavík. Borgaryfirvöld afþökkuðu framlagið árið 2013 og láta renna til reksturs Strætó. Fyrirkomulagið sagði Eyþór misheppnaða tilraun. „Markmið samningsins var að auka almenningssamgöngur sem hlutfall af ferðum úr 4% í 6%. Nú, fimm árum síðar er hlutfallið ennþá um 4% og hefur því ekkert vaxið. Fimm milljarðar hafa farið forgörðum í þetta tilraunaverkefni og er ljóst að tilraunin hefur mistekist.“ Twitter-notendur sem ferðast með strætó eru, að því er virðist, hreint ekki á því að tilraun borgaryfirvalda hafi mistekist. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, hvatti til notkunar á hinu kaldhæðnislega myllumerki #TómirVagnar sem sýna á fram á hversu margir taka í raun strætisvagna í Reykjavík.Ein pæling. (Sorrí með allt þetta borgardæmi)Væru notendur @straetobs til í að pósta myndum á samfélagsmiðlum af tómu vögnunum sínum? Nota jafnvel #TómirVagnar ??— Björn Teitsson (@bjornteits) January 18, 2018 Hér að neðan má svo sjá fleiri tíst undir myllumerkinu en Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, var til að mynda einn þeirra sem svaraði með mynd af strætisvagni fullum af fólki. pic.twitter.com/j62RV7hM2m— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 18, 2018 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, lét sitt heldur ekki eftir liggja.#tomirvagnar pic.twitter.com/0aQNvuX3MF— Johannes Runarsson (@JRunarsson) January 18, 2018 Kristófer Alex skoraði á Eyþór að taka sjálfur einhvern tímann strætó.Eyþór Arnalds, frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins, segir að í strætó séu #TómirVagnar. Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó. pic.twitter.com/KBnYylBYEJ— stófi (@KristoferAlex) January 18, 2018 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur spurði hvar tómu vagnana væri að finna.Vitið þið hvar maður finnur þessa tómu vagna? #tómirvagnar pic.twitter.com/eI2Kjwk1lP— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) January 18, 2018 Una deildi skjáskoti af leið númer 6, sem dreifð var víðsvegar um borgina.Þessir #tómirvagnar eru allir á leiðinni á Hlemm pic.twitter.com/qqBhxpBuJA— Una Hildardóttir (@unaballuna) January 18, 2018 Hér fyrir neðan má síðan sjá fleiri myndir úr Strætó teknar víðsvegar um borgina. #tomirvagnar
Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30