NBA: Boston tapaði aftur og Cleveland slapp með skrekkinn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 07:15 Joel Embiid. Vísir/Getty Joel Embiid hélt upp á það að hafa verið kosinn í byrjunarlið Stjörnuleiksins með stórleik á móti Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Isaiah Thomas tryggði Cleveland Cavaliers eins stigs sigur á vítalínunni.Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 16 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 89-80 útisigur á Boston Celtics. Boston menn réðu ekkert við Embiid sem var einnig með 6 stoðsendingar og 2 varin skot. Dario Saric bætti við 16 stigum fyrir Philadelphia liðið sem vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum. T.J. McConnell skoraði líka 15 stig og komu þau öll í seinni hálfleik. Kyrie Irving var ekki með Boston liðinu í leiknum en þeir Al Horford og Marcus Morrisvoru stigahæstir með 14 stig hvor. Þetta var annar tapleikur Boston í röð en þar á undan var liðið á sjö leikja sigurgöngu.Isaiah Thomas setti niður tvö víti þegar ellefu sekúndur voru eftir og tryggði Cleveland Cavaliers 104-103 sigur á Orlando Magic. Orlando átti lokasóknina og Aaron Gordon hélt að hann hefði tryggt Magic liðinu sigur en dómararar dæmdu leikbrot og körfuna þar með af. Cleveland slapp því með skrekkinn en liðið hafði misst niður 23 stiga forystu. Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Cavaliers með 21 stig en LeBron James skoraði 16 stig. Cleveland hafði tapað fjórum leikjum í röð og átta af tíu en náði loksins í sigur. Elfrid Payton var stigahæstur hjá Orlando með 19 stig en Orlando liðið hefur nú tapað 17 af síðustu 19 leikjum sínum.James Harden snéri aftur til baka eftir meiðsli þegar Houston Rockets vann 116-98 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden hafði ekki spilað leik á nýju ári eftir að hafa tognað aftan í læri á síðasta degi ársins 2017. Harden endaði með 10 stig og 7 stoðsendingar en hann hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum. Chris Paul var með 19 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst og Clint Capela bætti við 20 stigum. Jimmy Butler var stigahæstur hjá með 23 stig en Karl-Anthony Towns var með 22 stig, 16 fráköst og 5 varin skot.Úrslit úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 100-86 Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 116-98 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 80-89 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 104-103 NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Sjá meira
Joel Embiid hélt upp á það að hafa verið kosinn í byrjunarlið Stjörnuleiksins með stórleik á móti Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Isaiah Thomas tryggði Cleveland Cavaliers eins stigs sigur á vítalínunni.Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 16 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 89-80 útisigur á Boston Celtics. Boston menn réðu ekkert við Embiid sem var einnig með 6 stoðsendingar og 2 varin skot. Dario Saric bætti við 16 stigum fyrir Philadelphia liðið sem vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum. T.J. McConnell skoraði líka 15 stig og komu þau öll í seinni hálfleik. Kyrie Irving var ekki með Boston liðinu í leiknum en þeir Al Horford og Marcus Morrisvoru stigahæstir með 14 stig hvor. Þetta var annar tapleikur Boston í röð en þar á undan var liðið á sjö leikja sigurgöngu.Isaiah Thomas setti niður tvö víti þegar ellefu sekúndur voru eftir og tryggði Cleveland Cavaliers 104-103 sigur á Orlando Magic. Orlando átti lokasóknina og Aaron Gordon hélt að hann hefði tryggt Magic liðinu sigur en dómararar dæmdu leikbrot og körfuna þar með af. Cleveland slapp því með skrekkinn en liðið hafði misst niður 23 stiga forystu. Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Cavaliers með 21 stig en LeBron James skoraði 16 stig. Cleveland hafði tapað fjórum leikjum í röð og átta af tíu en náði loksins í sigur. Elfrid Payton var stigahæstur hjá Orlando með 19 stig en Orlando liðið hefur nú tapað 17 af síðustu 19 leikjum sínum.James Harden snéri aftur til baka eftir meiðsli þegar Houston Rockets vann 116-98 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden hafði ekki spilað leik á nýju ári eftir að hafa tognað aftan í læri á síðasta degi ársins 2017. Harden endaði með 10 stig og 7 stoðsendingar en hann hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum. Chris Paul var með 19 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst og Clint Capela bætti við 20 stigum. Jimmy Butler var stigahæstur hjá með 23 stig en Karl-Anthony Towns var með 22 stig, 16 fráköst og 5 varin skot.Úrslit úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 100-86 Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 116-98 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 80-89 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 104-103
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga