Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 11:33 Ítrekuð höfuðhögg geta leitt til heilahrörnunarsjúkdómsins CTE. Hann hefur dregið ruðningsmenn í Bandaríkjunum til dauða. Vísir/Getty Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu höfuðhögg frekar en heilahristingur sem orsaka svonefndan heilakvilla sem hrjáir suma ruðningsleikmenn, knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn sem verða fyrir ítrekuðum höggum á ferlinum. Mikið hefur verið rætt um svonefndan CTE-heilakvilla í tengslum við bandarísku ruðningsíþróttina. Ruðningsmenn hafa látist fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Í fyrstu var talið líklegt að heilahristingur ylli kvillanum. Einkenni CTE geta verið minnistap, kvíði, þunglyndi, aukin árásarhneigð og erfiðleikar með að stjórna hvötum, sjálfsvígshugsanir og vitglöp. NFL-ruðningsdeildin í Bandaríkjunum hefur verið sökuð um að fela áhrif höfuðhögga á leikmenn og neyddist til að greiða þúsundum þeirra milljarða dollara. Ný rannsókn vísindamanna læknaskóla Boston-háskóla leiðir hins vegar annað í ljós. Höfuðhöggin séu orsakavaldurinn. „Heilahristingurinn skiptir í raun engu til að kveikja CTE. Það er raunverulega höggið sem telur,“ segir Lee Goldstein, aðstoðarprófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, við Washington Post.Halda áfram eftir vægari höfuðhöggGoldstein telur niðurstöðurnar skýra hvers vegna fimmtungur íþróttamanna sem þjást af CTE hefur aldrei verið greindur með heilahristing. Áherslan á heilahristing verði til þess að litið sé fram hjá skaðanum sem þeir sem fá ítrekuð vægari höfuðhögg verði fyrir. „Það eru margir leikmenn sem verða fyrir höggi, slasast og fá ekki hjálp vegna þess að það er ljóst að höggin hafi ekki náð alvarleika heilahristings. Heilinn á þeim er ekki í góðu ástandi og þeir halda áfram og fá annað högg og enn annað,“ segir Goldstein. Það eru ekki aðeins íþróttamenn og hermenn sem eru í hættu af þessum sökum að mati Goldstein heldur fólk almennt, ekki síst fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og heimilislausir. NFL Tengdar fréttir UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45 Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30 Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45 NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30 Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15 Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30 Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu höfuðhögg frekar en heilahristingur sem orsaka svonefndan heilakvilla sem hrjáir suma ruðningsleikmenn, knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn sem verða fyrir ítrekuðum höggum á ferlinum. Mikið hefur verið rætt um svonefndan CTE-heilakvilla í tengslum við bandarísku ruðningsíþróttina. Ruðningsmenn hafa látist fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Í fyrstu var talið líklegt að heilahristingur ylli kvillanum. Einkenni CTE geta verið minnistap, kvíði, þunglyndi, aukin árásarhneigð og erfiðleikar með að stjórna hvötum, sjálfsvígshugsanir og vitglöp. NFL-ruðningsdeildin í Bandaríkjunum hefur verið sökuð um að fela áhrif höfuðhögga á leikmenn og neyddist til að greiða þúsundum þeirra milljarða dollara. Ný rannsókn vísindamanna læknaskóla Boston-háskóla leiðir hins vegar annað í ljós. Höfuðhöggin séu orsakavaldurinn. „Heilahristingurinn skiptir í raun engu til að kveikja CTE. Það er raunverulega höggið sem telur,“ segir Lee Goldstein, aðstoðarprófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, við Washington Post.Halda áfram eftir vægari höfuðhöggGoldstein telur niðurstöðurnar skýra hvers vegna fimmtungur íþróttamanna sem þjást af CTE hefur aldrei verið greindur með heilahristing. Áherslan á heilahristing verði til þess að litið sé fram hjá skaðanum sem þeir sem fá ítrekuð vægari höfuðhögg verði fyrir. „Það eru margir leikmenn sem verða fyrir höggi, slasast og fá ekki hjálp vegna þess að það er ljóst að höggin hafi ekki náð alvarleika heilahristings. Heilinn á þeim er ekki í góðu ástandi og þeir halda áfram og fá annað högg og enn annað,“ segir Goldstein. Það eru ekki aðeins íþróttamenn og hermenn sem eru í hættu af þessum sökum að mati Goldstein heldur fólk almennt, ekki síst fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og heimilislausir.
NFL Tengdar fréttir UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45 Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30 Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45 NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30 Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15 Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30 Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45
Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30
Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45
NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30
Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15
Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30
Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45