Krabbameinssjúklingar eyða stórfé í frjósemismeðferðir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 20:00 Fyrsta maí síðastliðinn tók nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu gildi þar sem ákveðið þak er á greiðslum. Aftur á móti er allur annar kostnaður, sem tengist þó veikindum fólks beint, enn óniðurgreiddur að mestu. Af þeim sökum sækja margir um styrk í neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og sýna þá reikninga sína síðustu tvö ár. Hér er eitt lýsandi dæmi frá síðasta hausti um reikninga námsmanns í krabbameinsmeðferð. Lækniskostnaður: 133.239 Lyfjakaup: 80.261 Frjósemismeðferð: 707.000 Hjálpartæki: 23.854 Sálfræðikostnaður: 29.000Samtals 973.354Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts er eiginkona manns sem hefur barist við krabbamein í fimm ár. Hún segir undarlegt að ekki skuli vera þak á lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga en einnig að ungt fólk með krabbamein skuli ekki fá fjárhagslegan stuðning við frjósemismeðferðir en lyfjameðferðir geta valdið ófrjósemi. „Þetta er gífurlegur kostnaður. Það þarf að greiða fyrir eggheimtu, hormónameðferð, uppsetningu og alls kyns annan kostnað sem fylgir þessu. Þetta er bæði erfitt líkamlega og andlega.“Lífið er núna!Ástrós segir einnig erfitt og sligandi að safna pening í fleiri mánuði og jafnvel ár til að eignast barn þegar krabbameinið og bati eru efst í huga sjúklinga og aðstandenda. „Af því að þú þarft að sneiða frá svo miklu til að hafa efni á meðferðinni. Ein meðferð hefur kostað okkur hjónin 900 þúsund og það þarf oft margar meðferðir. En ég er ólétt í dag þannig að þetta tókst! Sem betur fer eigum við góða að sem hafa hjálpað okkur fjárhagslega - annars hefðum við ekki getað látið þennan draum rætast,“ segir Ástrós Rut. Þessa dagana er Kraftur með átak þar sem sjónum er einmitt beint að aðstæðum ungs fólks með krabbamein og aflað er fjár, til að mynda fyrir neyðarsjóðinn, með sölu armbanda þar sem stendur „Lífið er núna.“ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Fyrsta maí síðastliðinn tók nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu gildi þar sem ákveðið þak er á greiðslum. Aftur á móti er allur annar kostnaður, sem tengist þó veikindum fólks beint, enn óniðurgreiddur að mestu. Af þeim sökum sækja margir um styrk í neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og sýna þá reikninga sína síðustu tvö ár. Hér er eitt lýsandi dæmi frá síðasta hausti um reikninga námsmanns í krabbameinsmeðferð. Lækniskostnaður: 133.239 Lyfjakaup: 80.261 Frjósemismeðferð: 707.000 Hjálpartæki: 23.854 Sálfræðikostnaður: 29.000Samtals 973.354Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts er eiginkona manns sem hefur barist við krabbamein í fimm ár. Hún segir undarlegt að ekki skuli vera þak á lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga en einnig að ungt fólk með krabbamein skuli ekki fá fjárhagslegan stuðning við frjósemismeðferðir en lyfjameðferðir geta valdið ófrjósemi. „Þetta er gífurlegur kostnaður. Það þarf að greiða fyrir eggheimtu, hormónameðferð, uppsetningu og alls kyns annan kostnað sem fylgir þessu. Þetta er bæði erfitt líkamlega og andlega.“Lífið er núna!Ástrós segir einnig erfitt og sligandi að safna pening í fleiri mánuði og jafnvel ár til að eignast barn þegar krabbameinið og bati eru efst í huga sjúklinga og aðstandenda. „Af því að þú þarft að sneiða frá svo miklu til að hafa efni á meðferðinni. Ein meðferð hefur kostað okkur hjónin 900 þúsund og það þarf oft margar meðferðir. En ég er ólétt í dag þannig að þetta tókst! Sem betur fer eigum við góða að sem hafa hjálpað okkur fjárhagslega - annars hefðum við ekki getað látið þennan draum rætast,“ segir Ástrós Rut. Þessa dagana er Kraftur með átak þar sem sjónum er einmitt beint að aðstæðum ungs fólks með krabbamein og aflað er fjár, til að mynda fyrir neyðarsjóðinn, með sölu armbanda þar sem stendur „Lífið er núna.“
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira