Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 19:39 Andstaða við borgarlínuna innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á skjön við stefnu flokksins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi almenningssamgöngur á svæðinu. Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. Borgarlínan er langtímaverkefni til næstu tuttugu ára sem miðar að því að koma upp hröðum og tíðum almenningssamgöngum frá útjöðrum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu inn að miðju þess. Sveitarfélögin hafa öll sameinast um verkefnið sem í heild sinni mun kosta tugi milljarða króna. Hugmyndafræðileg sátt hefur verið um borgarlínu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, einnig innan Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. En Eyþór Arnalds sem býður sig fram til forystu í Reykjavík hefur sett fram miklar efasemdir um borgarlínuna. Ríkisstjórnin er hins vegar með í stjórnarsáttmála sínum að styðja borgarlínuna. Eyþór Arnalds sem býður sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að fyrst og fremst sé hægt að bæta almenningssamgöngur með því að bæta gatnakerfið.Eyþór Arnalds segir að borgarlínan muni ekki koma til með að leysa umferðarvandann í Reykjavík.„Borgarlínan getur hentað fyrir Kópavog og Mosfellsbæ til að tengjast Reykjavík en hún leysir ekki umferðarvanda Reykvíkinga. Þannig að ef við tökum bara hluta af þessum 75 milljörðum sem eiga að fara í borgarlínuna og setjum þáí að leysa umferðarvandan hér í borginni, bæði fyrir fólksbílana og strætó, held ég að við séum að gera miklu betri hluti,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn í meirihlutasamstarfi í öðrum sveitarfélögum styðja hins vegar borgarlínuna og það gerir Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, einnig. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir borgarlínuna mikilvægt langtímaverkefni sem flokkarnir í bæjarstjórn séu einhuga um. En mikilvægt sé að greina fjárhagslegar forsendur verkefnisins. „Við þurfum frekara samtal við íbúana. Við eigum eftir að ákveða með þeim hvernig legan verður hér í Hafnarfirði. Ég legg áherslu á að þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að fá íbúana með okkur í,“ segir Rósa.Rósa Guðbjartsdóttir segir mikilvægt að samgöngumálin séu skoðuð með heildstæðum hætti. Einnig þurfi að taka sem fyrst um viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málinu og brýnt sé að huga að öðrum samgöngubótum samhliða þessum hugmyndum. Til að mynda þurfi að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. „Því miður er enn ekki gert ráð fyrir fjármagni í það. En við erum að berjast fyrir því að það verði gert. Það er okkar helsta baráttumál. En þetta er ekki annað hvort eða. Þetta er ekki annað hvort samgöngubætur fyrir einkabílinn versus almennings samgöngur. Við þurfum að skoða þetta heildstætt og hvoru tveggja í fullkominni sátt og taka þannig ákvarðanir inn í framtíðina,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Andstaða við borgarlínuna innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á skjön við stefnu flokksins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi almenningssamgöngur á svæðinu. Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. Borgarlínan er langtímaverkefni til næstu tuttugu ára sem miðar að því að koma upp hröðum og tíðum almenningssamgöngum frá útjöðrum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu inn að miðju þess. Sveitarfélögin hafa öll sameinast um verkefnið sem í heild sinni mun kosta tugi milljarða króna. Hugmyndafræðileg sátt hefur verið um borgarlínu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, einnig innan Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. En Eyþór Arnalds sem býður sig fram til forystu í Reykjavík hefur sett fram miklar efasemdir um borgarlínuna. Ríkisstjórnin er hins vegar með í stjórnarsáttmála sínum að styðja borgarlínuna. Eyþór Arnalds sem býður sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að fyrst og fremst sé hægt að bæta almenningssamgöngur með því að bæta gatnakerfið.Eyþór Arnalds segir að borgarlínan muni ekki koma til með að leysa umferðarvandann í Reykjavík.„Borgarlínan getur hentað fyrir Kópavog og Mosfellsbæ til að tengjast Reykjavík en hún leysir ekki umferðarvanda Reykvíkinga. Þannig að ef við tökum bara hluta af þessum 75 milljörðum sem eiga að fara í borgarlínuna og setjum þáí að leysa umferðarvandan hér í borginni, bæði fyrir fólksbílana og strætó, held ég að við séum að gera miklu betri hluti,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn í meirihlutasamstarfi í öðrum sveitarfélögum styðja hins vegar borgarlínuna og það gerir Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, einnig. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir borgarlínuna mikilvægt langtímaverkefni sem flokkarnir í bæjarstjórn séu einhuga um. En mikilvægt sé að greina fjárhagslegar forsendur verkefnisins. „Við þurfum frekara samtal við íbúana. Við eigum eftir að ákveða með þeim hvernig legan verður hér í Hafnarfirði. Ég legg áherslu á að þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að fá íbúana með okkur í,“ segir Rósa.Rósa Guðbjartsdóttir segir mikilvægt að samgöngumálin séu skoðuð með heildstæðum hætti. Einnig þurfi að taka sem fyrst um viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málinu og brýnt sé að huga að öðrum samgöngubótum samhliða þessum hugmyndum. Til að mynda þurfi að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. „Því miður er enn ekki gert ráð fyrir fjármagni í það. En við erum að berjast fyrir því að það verði gert. Það er okkar helsta baráttumál. En þetta er ekki annað hvort eða. Þetta er ekki annað hvort samgöngubætur fyrir einkabílinn versus almennings samgöngur. Við þurfum að skoða þetta heildstætt og hvoru tveggja í fullkominni sátt og taka þannig ákvarðanir inn í framtíðina,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira