Mengun í höfuðborginni mældist tvöföld á við mengunina frá Eyjafjallajökli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. janúar 2018 20:00 Mengunarmet var líklega slegið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar loftmengunin mældist tvöföld á við mengunina sem stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mengunarský lagðist yfir höfuðborgina í nótt þegar sprengjugleðin náði hámarki í miklu hægviðri. Að sögn veðurfræðings var einungis um 700 metra skyggni í nótt en vanalega er það um 40 til 50 kílómetrar. Sérfræðingur í loftgæðum segir að nýtt mengunarmet í höfuðborginni hafi líklega verið slegið við mælistöðina við Dalsmára í Kópavogi. „Hér mældist hæsta 10 mínútna gildið 4500 míkrógrömm á rúmmetra. Þó við séum ekki búin að rýna mikið í tölur í morgun man ég ekki eftir svona háu gildi. Þannig líklega er þetta met hérna á höfuðborgarsvæðinu," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Er þetta ríflega tvöfalt meiri mengun en stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í höfuðborginni. „Í Eyjafjallajökli mældist mengunin líklega um tvö þúsund, þannig að þetta er hærra en það. Þar var reyndar að mælast hærra í nágrenni við fjallið," segir Þorsteinn. Flugeldamengunin er þá einnig skaðlegri. „Þetta er meira af skaðlegum efnum, þetta er meira sót og fín efni sem hafa verri heilsufarsáhrif," segir Þorsteinn. Mengunarskýið var ennþá greinilegt yfir höfuðborginni í dag en sökum veðurs er það lengi að leysast upp. „Það má kannski segja að það sé met líka að því leyti hvað mengunin er lengi, þó hún hafi lækkað mikið er hún ennþá viðvarandi og í þessari áttleysu er hún bara að fjúka fram og til baka um höfuðborgarsvæðið," segir Þorsteinn. Þungmálmar sem sitja eftir í umhverfinu eru í flugeldum og telur Þorsteinn að skoða mætti umhverfisvænni flugelda sem innihalda minna blýmagn. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikill hluti þetta er af þungmálmalosun Íslands en í sumum löndum hafa menn reiknað sig niður á tölu sem er verulegur hluti sem skiptir máli," segir Þorsteinn. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Mengunarmet var líklega slegið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar loftmengunin mældist tvöföld á við mengunina sem stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mengunarský lagðist yfir höfuðborgina í nótt þegar sprengjugleðin náði hámarki í miklu hægviðri. Að sögn veðurfræðings var einungis um 700 metra skyggni í nótt en vanalega er það um 40 til 50 kílómetrar. Sérfræðingur í loftgæðum segir að nýtt mengunarmet í höfuðborginni hafi líklega verið slegið við mælistöðina við Dalsmára í Kópavogi. „Hér mældist hæsta 10 mínútna gildið 4500 míkrógrömm á rúmmetra. Þó við séum ekki búin að rýna mikið í tölur í morgun man ég ekki eftir svona háu gildi. Þannig líklega er þetta met hérna á höfuðborgarsvæðinu," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Er þetta ríflega tvöfalt meiri mengun en stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í höfuðborginni. „Í Eyjafjallajökli mældist mengunin líklega um tvö þúsund, þannig að þetta er hærra en það. Þar var reyndar að mælast hærra í nágrenni við fjallið," segir Þorsteinn. Flugeldamengunin er þá einnig skaðlegri. „Þetta er meira af skaðlegum efnum, þetta er meira sót og fín efni sem hafa verri heilsufarsáhrif," segir Þorsteinn. Mengunarskýið var ennþá greinilegt yfir höfuðborginni í dag en sökum veðurs er það lengi að leysast upp. „Það má kannski segja að það sé met líka að því leyti hvað mengunin er lengi, þó hún hafi lækkað mikið er hún ennþá viðvarandi og í þessari áttleysu er hún bara að fjúka fram og til baka um höfuðborgarsvæðið," segir Þorsteinn. Þungmálmar sem sitja eftir í umhverfinu eru í flugeldum og telur Þorsteinn að skoða mætti umhverfisvænni flugelda sem innihalda minna blýmagn. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikill hluti þetta er af þungmálmalosun Íslands en í sumum löndum hafa menn reiknað sig niður á tölu sem er verulegur hluti sem skiptir máli," segir Þorsteinn.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira