Mengun í höfuðborginni mældist tvöföld á við mengunina frá Eyjafjallajökli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. janúar 2018 20:00 Mengunarmet var líklega slegið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar loftmengunin mældist tvöföld á við mengunina sem stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mengunarský lagðist yfir höfuðborgina í nótt þegar sprengjugleðin náði hámarki í miklu hægviðri. Að sögn veðurfræðings var einungis um 700 metra skyggni í nótt en vanalega er það um 40 til 50 kílómetrar. Sérfræðingur í loftgæðum segir að nýtt mengunarmet í höfuðborginni hafi líklega verið slegið við mælistöðina við Dalsmára í Kópavogi. „Hér mældist hæsta 10 mínútna gildið 4500 míkrógrömm á rúmmetra. Þó við séum ekki búin að rýna mikið í tölur í morgun man ég ekki eftir svona háu gildi. Þannig líklega er þetta met hérna á höfuðborgarsvæðinu," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Er þetta ríflega tvöfalt meiri mengun en stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í höfuðborginni. „Í Eyjafjallajökli mældist mengunin líklega um tvö þúsund, þannig að þetta er hærra en það. Þar var reyndar að mælast hærra í nágrenni við fjallið," segir Þorsteinn. Flugeldamengunin er þá einnig skaðlegri. „Þetta er meira af skaðlegum efnum, þetta er meira sót og fín efni sem hafa verri heilsufarsáhrif," segir Þorsteinn. Mengunarskýið var ennþá greinilegt yfir höfuðborginni í dag en sökum veðurs er það lengi að leysast upp. „Það má kannski segja að það sé met líka að því leyti hvað mengunin er lengi, þó hún hafi lækkað mikið er hún ennþá viðvarandi og í þessari áttleysu er hún bara að fjúka fram og til baka um höfuðborgarsvæðið," segir Þorsteinn. Þungmálmar sem sitja eftir í umhverfinu eru í flugeldum og telur Þorsteinn að skoða mætti umhverfisvænni flugelda sem innihalda minna blýmagn. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikill hluti þetta er af þungmálmalosun Íslands en í sumum löndum hafa menn reiknað sig niður á tölu sem er verulegur hluti sem skiptir máli," segir Þorsteinn. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Mengunarmet var líklega slegið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar loftmengunin mældist tvöföld á við mengunina sem stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mengunarský lagðist yfir höfuðborgina í nótt þegar sprengjugleðin náði hámarki í miklu hægviðri. Að sögn veðurfræðings var einungis um 700 metra skyggni í nótt en vanalega er það um 40 til 50 kílómetrar. Sérfræðingur í loftgæðum segir að nýtt mengunarmet í höfuðborginni hafi líklega verið slegið við mælistöðina við Dalsmára í Kópavogi. „Hér mældist hæsta 10 mínútna gildið 4500 míkrógrömm á rúmmetra. Þó við séum ekki búin að rýna mikið í tölur í morgun man ég ekki eftir svona háu gildi. Þannig líklega er þetta met hérna á höfuðborgarsvæðinu," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Er þetta ríflega tvöfalt meiri mengun en stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í höfuðborginni. „Í Eyjafjallajökli mældist mengunin líklega um tvö þúsund, þannig að þetta er hærra en það. Þar var reyndar að mælast hærra í nágrenni við fjallið," segir Þorsteinn. Flugeldamengunin er þá einnig skaðlegri. „Þetta er meira af skaðlegum efnum, þetta er meira sót og fín efni sem hafa verri heilsufarsáhrif," segir Þorsteinn. Mengunarskýið var ennþá greinilegt yfir höfuðborginni í dag en sökum veðurs er það lengi að leysast upp. „Það má kannski segja að það sé met líka að því leyti hvað mengunin er lengi, þó hún hafi lækkað mikið er hún ennþá viðvarandi og í þessari áttleysu er hún bara að fjúka fram og til baka um höfuðborgarsvæðið," segir Þorsteinn. Þungmálmar sem sitja eftir í umhverfinu eru í flugeldum og telur Þorsteinn að skoða mætti umhverfisvænni flugelda sem innihalda minna blýmagn. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikill hluti þetta er af þungmálmalosun Íslands en í sumum löndum hafa menn reiknað sig niður á tölu sem er verulegur hluti sem skiptir máli," segir Þorsteinn.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira