Veginum undir Eyjafjöllum og yfir Reynisfjall hefur verið lokaður vegna óveðurs. Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. Þar er austan og norðaustan, 18 til 25 metrar á sekúndu, og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suður- og Vesturlandi.
Á Vestfjörðum hálka á vegum en snjóþekja norður í Árneshrepp. Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.
Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Norðurlandi og víða skafrenningur á fjallvegum. Dettifossvegur er lokaður.
Það er einnig snjóþekja eða hálka á vegum á Austurlandi. Ófært yfir Öxi og Breiðdalsheiði. Snjóþekja er á Suðausturlandi, éljagangur og víða mjög hvasst.

