Opna nýjar stöðvar í líkamsræktaræði Baldur Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Að sögn Björns í World Class hefur korthöfum fjölgað um 20 prósent tvö ár í röð. Hann stefnir á opnun 15. stöðvarinnar. vísir/andri marinó Tvær stærstu líkamsræktarkeðjur landsins áforma að opna nýjar stöðvar fyrir haustið. Forsvarsmönnum þeirra ber saman um að mikill uppgangur sé í geiranum og að korthöfum fjölgi ár frá ári. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að undanfarin tvö ár hafi fjölgun korthafa numið 20 prósentum, hvort ár. World Class tók um áramótin við rekstri Átaks-stöðvanna á Akureyri. Í haust stendur til að taka í notkun nýja stöð sem verið er að byggja á Völlunum í Hafnarfirði. Um verður að ræða fimmtándu World Class-stöðina en hún verður um 2.200 fermetrar. Þá segir Björn á teikniborðinu að byggja við stöðina í Mosfellsbæ. „Það er allt að gerast,“ segir hann. Björn rekur þessa aukningu til nokkurra þátta. Hann bendir á að fólki fjölgi hratt á höfuðborgarsvæðinu. Önnur ástæða sé sú að á hverju ári bætist við kúnnahópinn heill árgangur af ungu fólki sem hreyfi sig. Þá gengur fólk síður úr skaftinu fyrir aldurs sakir. „Þegar ég var að byrja, fyrir 33 árum, voru þeir ekki eldri en þrítugir sem stunduðu þetta. Nú er svo komið að hjá mér er töluvert af fólki sem er komið yfir áttrætt.“ Hann segir aðsóknina í heita sali sífellt að aukast og að salir hitaðir með innrauðum geislum hafi notið sérstakra vinsælda. Tveir slíkir salir séu með þannig búnaði í Faxafeni, þar sem Reebok opnaði stöð í nóvember og að slíkur salur verði einnig í Lambhaga. „Þetta er ekki eins og að labba inn í sjóðandi gufubað, heldur gengur þú inn í þægilegan hita. Þú finnur fyrir hitanum eins og þú sætir í sólbaði,“ útskýrir hann. Líkamsræktarkort í World Class kostar 6.840 krónur á mánuði en viðskiptavinurinn er þá bundinn í tvo mánuði. Það gera ríflega 82 þúsund krónur á ári. Innifalinn er aðgangur að öllum stöðvum World Class og sex sundlaugum. Námsmenn fá betri kjör, gegn framvísun skólakorts. Tólf mánaða áskrift að líkamsræktarstöðvum Reebok, og þremur sundlaugum, kostar 5.840 krónur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur á ári. Hægt er að kaupa áskrift án bindingar fyrir 6.540 krónur á mánuði, eða um 78 þúsund krónur. Báðar stöðvar bjóða upp á fjölbreytt úrval opinna tíma fyrir korthafa. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Tvær stærstu líkamsræktarkeðjur landsins áforma að opna nýjar stöðvar fyrir haustið. Forsvarsmönnum þeirra ber saman um að mikill uppgangur sé í geiranum og að korthöfum fjölgi ár frá ári. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að undanfarin tvö ár hafi fjölgun korthafa numið 20 prósentum, hvort ár. World Class tók um áramótin við rekstri Átaks-stöðvanna á Akureyri. Í haust stendur til að taka í notkun nýja stöð sem verið er að byggja á Völlunum í Hafnarfirði. Um verður að ræða fimmtándu World Class-stöðina en hún verður um 2.200 fermetrar. Þá segir Björn á teikniborðinu að byggja við stöðina í Mosfellsbæ. „Það er allt að gerast,“ segir hann. Björn rekur þessa aukningu til nokkurra þátta. Hann bendir á að fólki fjölgi hratt á höfuðborgarsvæðinu. Önnur ástæða sé sú að á hverju ári bætist við kúnnahópinn heill árgangur af ungu fólki sem hreyfi sig. Þá gengur fólk síður úr skaftinu fyrir aldurs sakir. „Þegar ég var að byrja, fyrir 33 árum, voru þeir ekki eldri en þrítugir sem stunduðu þetta. Nú er svo komið að hjá mér er töluvert af fólki sem er komið yfir áttrætt.“ Hann segir aðsóknina í heita sali sífellt að aukast og að salir hitaðir með innrauðum geislum hafi notið sérstakra vinsælda. Tveir slíkir salir séu með þannig búnaði í Faxafeni, þar sem Reebok opnaði stöð í nóvember og að slíkur salur verði einnig í Lambhaga. „Þetta er ekki eins og að labba inn í sjóðandi gufubað, heldur gengur þú inn í þægilegan hita. Þú finnur fyrir hitanum eins og þú sætir í sólbaði,“ útskýrir hann. Líkamsræktarkort í World Class kostar 6.840 krónur á mánuði en viðskiptavinurinn er þá bundinn í tvo mánuði. Það gera ríflega 82 þúsund krónur á ári. Innifalinn er aðgangur að öllum stöðvum World Class og sex sundlaugum. Námsmenn fá betri kjör, gegn framvísun skólakorts. Tólf mánaða áskrift að líkamsræktarstöðvum Reebok, og þremur sundlaugum, kostar 5.840 krónur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur á ári. Hægt er að kaupa áskrift án bindingar fyrir 6.540 krónur á mánuði, eða um 78 þúsund krónur. Báðar stöðvar bjóða upp á fjölbreytt úrval opinna tíma fyrir korthafa.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira