Norður-Kórea tekur aftur upp tólið Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2018 06:32 Hermaður Suður-Kóreu sést hér ræða við kollega sinn handan landamæranna árið 2005. Vísir/afp Beinu símasambandi hefur verði komið á milli Norður- og Suður-Kóreu til að ræða mögulega þátttöku þeirra fyrrnefndu á komandi Vetrarólympíuleikum.Vísir greindi frá því í gær að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi mikinn áhuga á að senda fulltrúa ríkis síns á leikana sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar. Vill hann því að setjast niður með erindrekum Suður-Kóreu hið snarasta en stjórnvöld í Seúl fagna hinum væntanlegu samningaviðræðum og líta á þær sem tækifæri til að ræða fleiri þætti í samskiptum ríkjanna - ekki síst kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Suður-Kóreska fréttaveitan Yonhap greinir svo frá því að klukkan 5:30 í morgun að íslenskum tíma hafi verið opnað á beina símalínu milli ríkjanna. Þau hafa ekki rætt formlega sín á milli síðan í desember árið 2015.Sjá einnig: Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Í sjónvarpsútsendingu í nótt sagði norður-kóreskur embættismaður að tilgangur samtalsins væri sem fyrr segir að ræða þátttöku Norður-Kóreu á Vetrarólmympíuleikunum. „Við munum ræða ýmis tæknilega atriði er lúta að flutningi fulltrúa okkar á leikana,“ hefur Yonhap eftir embættismanninum. Norður-Kóreumenn riftu símasamskiptum milli ríkjanna árið 2016 og hafa þeir ekki tekið upp tólið síðan að sögn stjórnvalda í Seúl. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að embættismenn í Pjongjang hafi reynt að hringja suður allt frá því að Kim Jong-un flutti árlegt áramótaávarp sitt á dögunum. Það er af mörgum sagt hafa verið hófstilltara en fyrri ávörp hans. Forseti Suður-Kóreu kveðst spenntur fyrir því að ná aftur beinu símasambandi við nágrannanna í norðri. Samskipti ríkjanna hafi verið stirð undanfarið, ekki síst vegna stórstígra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Beinu símasambandi hefur verði komið á milli Norður- og Suður-Kóreu til að ræða mögulega þátttöku þeirra fyrrnefndu á komandi Vetrarólympíuleikum.Vísir greindi frá því í gær að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi mikinn áhuga á að senda fulltrúa ríkis síns á leikana sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar. Vill hann því að setjast niður með erindrekum Suður-Kóreu hið snarasta en stjórnvöld í Seúl fagna hinum væntanlegu samningaviðræðum og líta á þær sem tækifæri til að ræða fleiri þætti í samskiptum ríkjanna - ekki síst kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Suður-Kóreska fréttaveitan Yonhap greinir svo frá því að klukkan 5:30 í morgun að íslenskum tíma hafi verið opnað á beina símalínu milli ríkjanna. Þau hafa ekki rætt formlega sín á milli síðan í desember árið 2015.Sjá einnig: Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Í sjónvarpsútsendingu í nótt sagði norður-kóreskur embættismaður að tilgangur samtalsins væri sem fyrr segir að ræða þátttöku Norður-Kóreu á Vetrarólmympíuleikunum. „Við munum ræða ýmis tæknilega atriði er lúta að flutningi fulltrúa okkar á leikana,“ hefur Yonhap eftir embættismanninum. Norður-Kóreumenn riftu símasamskiptum milli ríkjanna árið 2016 og hafa þeir ekki tekið upp tólið síðan að sögn stjórnvalda í Seúl. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að embættismenn í Pjongjang hafi reynt að hringja suður allt frá því að Kim Jong-un flutti árlegt áramótaávarp sitt á dögunum. Það er af mörgum sagt hafa verið hófstilltara en fyrri ávörp hans. Forseti Suður-Kóreu kveðst spenntur fyrir því að ná aftur beinu símasambandi við nágrannanna í norðri. Samskipti ríkjanna hafi verið stirð undanfarið, ekki síst vegna stórstígra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38