Renna hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 13:59 Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands og Boris Johnson, utanríkisráðherra. vísir/getty Bretland lítur nú hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja (Trans-Pacific Partnership, TPP) og er talað um að viðræður muni líklegast eiga sér stað um aðild ríkisins að samningnum þegar Brexit-ferlinu lýkur. The Guardian greinir frá.Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, er sagður vera að leggja drög að samningum við TPP en ellefu ríki eiga nú þegar aðild að þessari fríverslun. Þau eru Ástralía, Brúnei, Kanada, Síle, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr og Víetnam. Samningurinn var undirritaður snemma árs 2016 og var það einkum fyrir tilstilli Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Nú er öldin hins vegar önnur því Bandaríkin drógu aðild sína að samningnum til baka í janúar 2017 þegar Donald Trump komst til valda. Fari svo að samningar náist yrði Bretland fyrsta aðildarríki samningsins sem ekki hefur landamæri að Kyrrahafi eða Suður-Kínahafi. Ekki þykir þó líklegt að slík fyrirheit verði að veruleika á næstunni sökum þess að Bretland stendur enn í stappi við Evrópusambandið um útgöngu en einnig vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að draga til baka aðild sína. TPP-samningurinn er því til skoðunar þessa dagana og munu einhverjar endurbætur eiga sér stað í þeim efnum. Fari svo að Bretar gangi að fullu úr innri mörkuðum Evrópusambandsins þykir líklegt að ríkisstjórn þar í landi leiti nýrra leiða í viðskiptum gagnvart öðrum ríkjum. Bretland Brexit Chile Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur Kyrrahafsríkja undirritaður Fulltrúar tólf ríkja hafa undirritað umdeildan samning um niðurfellingu tolla og fleira. 5. febrúar 2016 07:00 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bretland lítur nú hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja (Trans-Pacific Partnership, TPP) og er talað um að viðræður muni líklegast eiga sér stað um aðild ríkisins að samningnum þegar Brexit-ferlinu lýkur. The Guardian greinir frá.Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, er sagður vera að leggja drög að samningum við TPP en ellefu ríki eiga nú þegar aðild að þessari fríverslun. Þau eru Ástralía, Brúnei, Kanada, Síle, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr og Víetnam. Samningurinn var undirritaður snemma árs 2016 og var það einkum fyrir tilstilli Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Nú er öldin hins vegar önnur því Bandaríkin drógu aðild sína að samningnum til baka í janúar 2017 þegar Donald Trump komst til valda. Fari svo að samningar náist yrði Bretland fyrsta aðildarríki samningsins sem ekki hefur landamæri að Kyrrahafi eða Suður-Kínahafi. Ekki þykir þó líklegt að slík fyrirheit verði að veruleika á næstunni sökum þess að Bretland stendur enn í stappi við Evrópusambandið um útgöngu en einnig vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að draga til baka aðild sína. TPP-samningurinn er því til skoðunar þessa dagana og munu einhverjar endurbætur eiga sér stað í þeim efnum. Fari svo að Bretar gangi að fullu úr innri mörkuðum Evrópusambandsins þykir líklegt að ríkisstjórn þar í landi leiti nýrra leiða í viðskiptum gagnvart öðrum ríkjum.
Bretland Brexit Chile Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur Kyrrahafsríkja undirritaður Fulltrúar tólf ríkja hafa undirritað umdeildan samning um niðurfellingu tolla og fleira. 5. febrúar 2016 07:00 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samningur Kyrrahafsríkja undirritaður Fulltrúar tólf ríkja hafa undirritað umdeildan samning um niðurfellingu tolla og fleira. 5. febrúar 2016 07:00
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27